Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 34
3) Útvarpsstarfsmenn. Sömu almennu reglur gilda um starfsmenn útvarpsstofnana og aðra þá, sem vinna að gerð hugverka í þjónustu annarra. Ekki leikur vafi á því, að útvarpsstofnun (hljóðvarp og sjónvarp) fær með vinnusamn- ingi framseldan rétt til að nota verk fastra starfsmanna í venjulegri starfsemi sinni. Hins vegar kann það að vera álitamál, hvað talist get- ur venjuleg stai-fsemi útvarps. Er það t.d. þáttur í venjulegum rekstri Ríkisútvarpsins að skiptast á dagskrárefni við systurstofnanir sínar á Norðurlöndum í gegnum Nordvision? Má Ríkisútvarpið setja á stofn myndbandaleigu og leigja út myndbönd með efni, sem starfsmenn hafa unnið í vinnutímanum, án þess að fá samþykki viðkomandi starfsmanna og án sérstakrar greiðslu til þeirra? Hvað um sendingar á dagskrárefni um gervihnetti eða kapalkerfi? Ekki hafa verið gerðir sérstakir samningar milli Ríkisútvai'psins og starfsmanna þess um höfundarrétt. Starfsmannafélög útvarps og sjón- varps hafa um nokkurt skeið reynt að fá stofnunina til þess að semja um þessi mál, en lengi vel vildi Ríkisútvarpið bíða eftir lagasetningu á þessu sviði. Nú standa hins végar yfir viðræður þessara aðila um höf- undarréttarmál. Annars staðar á Norðurlöndum hefur þetta vandamál verið leyst með ýmsum hætti. 1 Danmörku var árið 1984 gerður samningur til reynslu í 3 ár um framleiðslu og dreifingu myndbanda.23) Aðilar eru sammála um að vinna að gerð ítarlegri samnings á reynslutímanum. Samkvæmt „reynslusamningnum“ framselja starfsmenn þann rétt, sem ekki felst í vinnusamningi, gegn greiðslu, einni krónu (danskri) á hvert mynd- band, þó aldrei minni en kr. 25.000 á ári. Er aðallega gert ráð fyrir dreifingu til stofnana eins og bókasafna og skóla, en tilraunir verða einnig gerðar með dreifingu á almennum markaði. 1 Svíþjóð var fyrst gerður samningur milli sænska útvarpsins og starfsmanna árið 1973, en nýr samningur var síðan gerður 1983.24) Skýrt er tekið fram í sænska samningnum, að aðilar hafi mismunandi skoðanir á réttarstöðunni og að samningurinn sé málamiðlun af beggj a hálfu. Samkvæmt samningnum fær sænska útvarpið höfundarrétt að efni, sem starfsmenn vinna, til notkunar í starfsemi sinni, m.a. til dreif- ingar á hvern þann hátt sem nauðsynlegur er, til þess að dagskrárefnið komist til alls almennings. Einnig fær stofnunin rétt til eintakagerðar 23) NOU 1985:6, bls. 25 og 27. 24) Sama rit, bls. 24-25 og 27-28; U. Peyron, „Sveriges Radio-företagens nya avtal 1983 om förfoganderatten till anstalldas upphovsratt", NIR 1. hefti 1984, bls. 1. 172
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.