Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Side 32

Morgunn - 01.07.1974, Side 32
30 MORGUNN gegnum liolt og hæðir. í Biskupasögum Jóns Halldórssonar frá Hítardal er honum iýst svo: Hann var á þeim timum haldinn lærðasti maður hér á landi í framandi tungumálum og lær- dómslistum, sérdeilis í stjörnumeistarakunst. Hann var guð- hræddur, siðprúður hófsamur, hógvær, Ijúflyndur, lítillátur og stór-lukkumaður Oddur 'hafði m.a. numið stjörnufræði hjá stjömuspekingnum Tycho Brahe á Hveðn. Unni hann mjög þjóðlegum fróðleik og átti mikið safn bóka og handrita, en þvi miður eyðilagðist mikið af því í staðarbrunanum mikla í Skál- holti á öskudag árið 1630. Ég tek hér upp tvær stuttar sagnir úr Biskupasögum Jóns Halldórssonar til marks um fjarskyggni- hæfileika og forspársögu Odds biskups. Sr. Sigfús i Hofteigi, sonur sr. Tómasar Ólafssonar að Hálsi í Fnjóskadal, var smásveinn herra Odds á sínum ungdómsár- um. Dag nokkurn um sumar, nálægt fráfærum, var hann einn hjá Oddi í biskupsstofunni í Skálholti. Sat biskup við borð, studdi hönd undir kinn sér og brosti, en mælti siðan: „Fúsi, viltu að ég segi þér hvað konuefni þitt er að gera núna?“ Hinn kvað óvíst sér yrði konu auðið að eignast. Biskup svaraði: „Víst liggur það fyrir þér að þú munt kvongast, get ég sagt þér hver hún er og hvað hún er nú að gera. Það er dóttir hans Eiríks í Bót á Fljótsdalshéraði, hún er nú að reka unglömb á fjöll og hleypur hæverskulaust11. Sigfús skrifaði upp árið, daginn og dagstundu og kom þetta allt fram. Hann varð prestur í Hof- teigi, eignaðist Kristínu Eiríksdóttur i Bót og bar því öllu sam- an sem biskup sagði lil um. Siðasta árið sem Oddur biskup lifði var hann við brúðkaup í Bræðratungu, er Gísli lögmaður Há- konarson gifti dóttur sína Þorláki biskupi Skúlasyni. Oddur biskup var þá orðinn ellihrumur og lét orð liggja að því, að nú væru sínir dagar brátt taldir. Ixigmaður vildi snúa þessu í gaman, en þá segir biskup: „I3egar ég er sofnaður mátt þú gæta að þínum högum, ])ví ekki mun verða langt á milli okkar. En þess bið ég, að þú verðir við gröft minn og ausir mig einni moldarreku“. Þetta rættist þannig, að á næstu jólum var lög- maður viðstaddur greftrun biskups, tók hann þá banvæna sótt og lézt rúmum mánuði síðar, aðeins 48 ára að aldri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.