Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 34

Morgunn - 01.07.1974, Page 34
32 MORGUNN lega saumað að hverjum fyrir sig, svo eigi mætti haggast. Svo mikið var fé þetta, að það gerði meira en að gjalda útfararkostn- að hins látna. Það sem af gekk var gefið Reykjakirkju. Hver hinn látni ferðalangur var, spurðist aldrei. Var hald manna, að hann hefði verið langt að kominn og verið einn af umferða- mönnum þeirra tíma, sem hvergi áttu fastan samastað. Á 19. öld tel ég að 'hæst dulrænna manna á landi hér beri Þorleif í Bjarnarhöfn, sem fæddur var árið 1801 og ótal sögur hafa geymst um, bæði sem mikinn mannkostamann, dugandi bónda og farsælan formann, en hið merkilegasta í fari þessa sérstæða manns eru án efa hinir geysimiklu dulrænu hæfileik- ar hans. Lækningar hans reyndust svo óbrigðular og farsælar, að sjúklingar sóttu til hans langar leiðir úr öðrum landsfjórð- ungum, og getum við ímyndað okkur hvernig þau ferðalög hafa verið eins og samgöngum var þá háttað á landi hér. En þar fór enginn bónleiður til búðar, sem nokkra lífsmöguleika hafði. Fræg er sagan um það, þegar Bólu-Hjálmar kom árið 1843 ríðandi norðan úr Skagafirði vestur á Snæfellsnes til Þor- leifs, til að freista þess að fá lækningu á sjúkdómi, sem hafði þjáð hann lengi og lýsti sér í þunglyndi, aðsvifum og máttleysi. Hafði hann víða leitað sér lækninga, en árangurslaust. Prestur einn í Skagafirði hafði ráðlagt honum að létta á huga sinum með því að yrkja sálma og myndi honum þá batna. Hjálmar orti sálma og lagði í það andríki sitt og orðkynngi þá, sem hann var svo frægur fyrir, en allt kom fyrir ekki. Hann hélt til Ak- ureyrar og leitaði læknis, en eftir þá ferð versnaði honum svo alvarlega, að heimilisfólk hans óttaðist, að hann myndi fyrir- fara sér, væri hann nokkra stund einn. Þá varð það að ráði að halda til Þorleifs og freista þess hvað hann gæti gert fyrir hinn þjáða mann. Er ekki að orðlengja það, að þar fékk Hjálmar bót meina sinna á nokkrum vikum og fékk hann góða heilsu og lifði í 30 ár eftir þetta. Um Þorleií mynduðust þjóðsögur þegar í lifanda lífi, og er það ekki undarlegt, svo undrandi sem menn voru yfir óskiljanlegum lækningamætti hans og dularfullum opinberunum. Ein sagan er á þá leið, að huldukona hafi gefið einum forföður Þorleifs gullhring í þakklætisskyni fyrir hjálp,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.