Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Side 36

Morgunn - 01.07.1974, Side 36
34 MORGUNN við þetta, að hún snýr úr leið og stefnir til vesturs. Mamma þykist horfa á eftir henni, þar sem hún fór vestur yfir vötnin framan við Geldinga'holt, norðan við Reykjahól og vestur á Stóra-Vatnsskarð. Þar hvarf hún. Mamma hafði orð á því um morguninn hve þreytt hún væri eftir nóttina, og segir um leið: „Það kæmi mér ekki á óvart, þó að bráðlega skipti um veður, því að kerlingin var öll svo grá og hrímuð“. Þremur dögum síðar þurfti faðir minn að fara í nauðsynlegum erindum út á Sauðárkrók, og hjóst 'hann ekki við að geta komið heim sam- dægurs. Mamma átti að hirða um skepnurnar á meðan, og fór hún til gegninga í fjós og fjárhús morguninn eftir í sæmilegu veðri, en loftið var grátt og þunghúið og illviðrahrannir á efstu hnjúkum. En um tvöleytið skellur á iðulaus stóúhríð, með svo miklum veðurgný, að nú, þegar ég hugsa um þennan at- burð, finnst mér ég ennþá heyra hvininn og finna áhrifin, sem fylgdu honum. Mamma var mjög áhyggjufull og fannst hún ekki hafa gengið nógu vel frá fjárhúshurðinni, og tekur hún nú það ráð að brjótast út í bylinn til þess að gæta að því. Kemst hún við illan leik út að húsunum, en jafnóðum fennti í slóð hennar, og er ekki að orðlengja það, að litlu munaði, að hún yrði úti á heimleiðinni. Veðurofsinn var með eindæmum og hríðin eins svört og verst getur orðið í norðlenzkum byl. En lífslöngunin og ábyrgðartilfinningin gagnvart okkur bræðr- unum, sem vorum einir heima, hefur trúlega gefið henni styrk og kraft, og heim komst hún, þó að hún seinna gerði sér enga grein fyrir hvernig hún komst þennan stutta spöl. 1 þessu veðri varð kona úti milli fjárhúsa og bæjar í Skvttudal, sem er í Laxárdal norðan og vestan Stóra-Vatnsskarðs, þar sem kerl- ingin hvarf í draumnum. Var hún að reyna að koma fé í hús í fjarveru bóndans þar. Þegar fréttin um það barst til okkar, þótti móður minni sem draumur hennar væri ljóslega kominn fram. Þess má geta hér, að þetta var sama veðrið og nefnt hefur verið „Ha-laveðrið mikla“, þegar tveir togarar fórust hér við land með allri áhöfn. Síðan spíritisminn hóf göngu sína með atburðunum í Hy-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.