Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Page 38

Morgunn - 01.07.1974, Page 38
ÆVAR R. KVARAN: ISLAND VAR ÓSKALANDIÐ 1 ritstjórarabbi siðasta tölublaðs Morguns komst ég svo að orði meðal annars: „Margt er ótrúlegra en það, að á Islandi séu góð skilyrði fyrir jákvæð andleg öfl. Hér á landi hafa engar orustur verið háðar öldum saman, og reyndar aldrei neinar stórorustur. Andlegt andrúmsloft ætti því að vera tærara hér en víðast hvar í heiminum annars staðar. Yfir löndum þar sem blóðugir bardagar hafa geysað, hvíla árum saman andleg ský — hugs- anagerfi — sem myndazt og magnazt hafa af þvi andrúmslofti haturs og ótta sem styrjaldir skapa. Eins og púkinn í þjóðsög- unni okkar, sem fitnaði af lygum manna, magnast þessi hættu- legu hugsanagerfi við hatursþrunginn hugsunarhátt, og — það sem verra er — þangað geta illir menn sótt kraft til ódáða.“ 1 þessu ritstjórarabbi minu varpa ég fram þeirri spurningu, hvort fsland kunni ekki að vera af framangreindum ástæðum allmögnuð lífsafl-stöð. Ég hygg, að að minnsta kosti hefði dr. Helgi Péturs orðið mér sammála um það. Þetta minnir mig á fslandsvin einn, sem ævinlega mun verða mér ógleymanlegur, þótt ég aðeins kynntist honum gegn um bréf, sem hann skrifaði öðrum manni íslenzkum. Hann hafði í hyggju að skrifa rit um ísland, sem átti að bera nafnið Island hiS sálfrceSilega chakra veraldarinnar. Orðið chakra er sanskrít og þýðir eiginlega hringur eða hjól, en mun í þessu sambandi sennilega tákna eins konar miðstöð. Ég ætla að verja þessari grein til þess að segja ykkur dálítið frá þessum manni, ætt hans, uppruna, lífi og starfi, því hann var tengdur íslandi með einkennilegum og ævintýralegum hætti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.