Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Blaðsíða 47

Morgunn - 01.12.1974, Blaðsíða 47
HAFSTEINN BJÖRNSSON MIÐIIX SEXTÍU ÁRA 125 um samband við látna ættingja. Á slíkt sé litið sem næsta eðlilegan hlut og tæpast talið tiltökumál. Þó segir greinarhöfundur að Islendingar séu ekki opinskáir í þessum efnum við Svía. Þeir séu taldir vantrúaðir á slíkt. Landsmenn óttist að brigður verði bornar á frásagnir þeirra og ekkert sámi Islendingi meira en það, að bomar séu lognar sakir á þjóð hans. Hinn sænski blaðamaður taldi sig mjög heppinn að fá að taka þátt i skyggnilýsingafundi, sem haldinn var í Reykjavik, þegar hann var hér staddur. Miðillinn var hinn þjóðkunni Hafsteinn Björnsson, en fundurinn var haldinn í kvikmynda- húsi, sem tekur 800 manns í sæti. Eins og vant er, þegar Hafsteinn heldur slika fundi, var hvert sæti skipað. Hér fer á eftir lýsing blaðamannsins á því sem gerðist: „Klukkan níu um kvöldið átti fundurinn að byrja. En klukkustund áður var hvert sæti skipað. Islendingar höfðu sótt fundinn hvaðanæva af eynni. Þeir komu á jeppum og Land- roverum frá afskekktum bæjum uppí fjöllum. Þeir komu í luxusbílum úr borginni og þeir komu í hjólastólum. Gamlar konur síðklæddar, prýddar fallegum sjölum og æskan klædd samkvæmt nýjustu tízku. Hugblærinn var fullur eftirvæntingar. Ljós voru deyfð og einhver tók að leika Mozart á flygil. Svo kom Hafsteinn Bjömsson inn á sviðið. Það rikti dauðaþögn i salnum. Að- stoðarmaður hans var bezti vinur hans, þrekvaxinn maður, fyrrverandi skipstjóri. Alllanga stund sat Hafsteinn og hvildi höfuð í hendi sér. Svo tók hann að rykkja höfðinu fram og aftur og leit i kring- um sig. Við, ljósmyndari minn og ég, sátum á fremsta bekk. Allt í kringum okkur óx eftirvæntingin. Svo kom fyrsta nafnið frá miðlinum og einhver meðal fundarmanna hrópaði glaður: „Já, já, ég þekki hann!“ Því fylgdu svo ýmiskonar upplýsingar í einstökum atriðum um hinn látna. Eins og til dæmis að liann hafi haft útstandandi eyru, vörtu á hökunni eða verið tenntur með einhverjum sér- stæðum hætti. Stundum brá fyrir fyndni í samskiptum hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.