Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 10
slenskap í leðjunni, það er ekki nema fyrir vana menn að sjá hann þá. Til þess að bæta úr því hefur Vísindastofnunin til Aðstoðar við Fiskveiðar tekið það upp að sleppa þar með stuttu millibili gífurlegum fjöida fiskseiða með rauðri stjörnu festri við sporðinn og hefur það komið þegar að miklum notum við uppbyggingu hag- felldra fiskveiða öldum og óbornum til blessunar í bráð og lengd sem mikilshátt- ar atvinnuvegur með nýtízku sniði. Því rauða stjarnan sem leiðarljós sést allvel í sjó þegar hægt er farið. Og hefur dugað einkar vel til að leiða saman veiðimann og fórnardýr. Kunna og fiskimenn þar um slóðir vísindafrömuðum alþýðulýð- veldisins þakkir fyrir hlut þeirra að skapa hinar ótrúlegu framfarir sem orðið hafa í atvinnuafrakstursafkomulegu tilliti sem og í öðrum efnum. Skal nú ekki orðlengt að ekki leið á löngu áður en menn þessir komu aftur á báti sínum, og höfðu þá fangað fisk einn und- arlega langan og mjóan sem hlykkjaðist allur í greip þeirra og sýndist vilja vefja sig um hvaðeina sem kom nærri, gulur á- litum og blástirndi á siðuna þegar hann spriklaði í höndum hinna sigurglöðu veiðimanna sem höfðu nú enn á ný sýnt að þeir voru verðugir þess trausts sem skipstjóri frú Bam-tse bar til þeirra. Síð- ar kom í ljós að annar þeirra, smávaxinn maður með hvítt skegg, Bam-hú-hah að nafni, er eiginmaður frú Bam-tse. Var hann sá sem fór út úr bátnum og átti sinn drjúga þátt að því hve vel hafði til tekizt. Enda er hann sagður skylduræk- inn maður og hinn traustasti til alls á- ræðis. En á meðan höfðum við þegið veitingar frú Bam-tse skipstjóra og hlýtt á kafla úr æviminningum hennar fyrir milligöngu túlks okkar frú Te, þær hyggst hún gefa út í áföngum í blaði rauða alþýðuflug- hersins. Nú var fiskurinn tekinn og verkaður af kunnáttufólki, var okkur gefinn kostur á að fylgjast með aðgerðinni. Kunnum við félagar hlutaðeigandi hinar beztu þakkir fyrir þá alúð og raunar alla fyrirgreiðsl- una. Síðan var hann snæddur með hrís- grjónavíni og luku allir viðstaddir upp einum munni um að þvílíkt hnossgæti hefðu þeir ekki lagt sér til munns áður. Vorum við Islendingar þó með öllu óvanir að eta slíkan fisk sem þennan. Var þarna hinn bezti fagnaður og tóku ýmsir til máls og var gerður góður rómur að öll- um ræðunum. Allir urðu ásáttir um að brýna nauðsyn bæri til að vinna að varð- veizlu friðar í heiminum. Lét Eskíel það í ljós fyrir okkar hönd að við myndum við heimkomuna beina þeim tilmælum til hlutaðeigandi stjórnarvalda að dregið yrði með öllum tiltækum ráðum úr kalda stríðinu sem væri þrándur í götu fyrir eðlilegum viðskiptum þjóða í milli. Af- henti hann síðan gestgjafa okkar frú Bam-tse vandaðan silfurskjöld áletraðan til minningar um ferð okkar til þessa fagra lands með þeim ummælum að hann þættist þess fullviss að á þennan skjöld myndi aldrei falla neinn blettur sem ekki yrði máður af fremur en hingað til. Var ræðu hans vel tekið. Nú var liðið að kvöldi og mál að halda aftur til lands. Var nú siglt sem leið ligg- ur til eyjarinnar Tong þar sem skilaboð 4 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.