Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 66

Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 66
Feigðin reið okkar föðurhúsum Málmdrekar flugu um þúngbúinn bernskuhimin þórdunur glumdu handan svartra ála og regnbogar hrundu með gný Nú stígur gufa uppaf fúlu vatni þarsem eggjárnin eru hert að nýju Mökkurinn fyllir auðnina af andlitum sem stara blóðhlaupnum augum útúr draungum á okkur sem eigrum niðurlút um rústir og leitum að morgundegi í brotajárninu (Leit) Sumir kunna nú að álykta, að hér sé á ferð hálfgerður vingull, sem kastist milli fullvissu og vantrúar. En þá væri bók hans illa lesin og ranglega dæmd. Ljóða- kver Ara Jósefssonar er raunar nokkuð sundurleitt eins og byrjendaverk eru flest: samtíningur æskuljóða, sem spegla sveiflur sálarlífsins á þeim árum, sem maðurinn er að mótast og velja um leiðir. En niðurstöður hans eru í bezta máta manneskjulegar og heilbrigðar: ég trúi á anda réttlætisins/samfélag mannanna/og friðsælt líf, eru lokaorð bókarinnar, en betra er ljóðið Stríð, vegna þess að yfir- lýsingatónninn er tempraðri þar: Undarlegir eru menn sem ráða fyrir þjóðum Þeir berjast fyrir föðurland eða fyrir hugsjón og drepa okkur sem eigum ekkert föðurland nema jörðina einga hugsjón nema lífið Ari Jósefsson hefur kvatt sér hljóðs af fullum myndugleik, þrátt fyrir ungan aldur. Guðbergur Bergsson: Endurtekin orð, ljóð. Heimskringla, Reykjavík 1961. Þetta er fyrsta bók höfundar og hefst á litlu Ijóði, sem á mig orkar sem eins kon- ar lykiiþula þess, sem á eftir fer: Vopnin bíta á allt og tíminn Haf rýkur yfir grænnáluð tún Vindar þekja akurlendið sandi Sandurinn og gangan naga skó Þá höldum við af stað í leit Á sínum stað er ekkert kyrrt Synir missa fingurna í vélar Stjórnmál rjúfa heimilisfrið Menn drukkna þrátt fyrir ást Konur eldast skjótt með árum Líf er tengdir huga mannsins Við skyndimyndir af hlutunum Orkuhraðinn framhaldslif (Veran) Enginn er hér viðvaningsbragur á hand- bragði. Við hefjum að lesa fyrsta kafla bókarinnar, Dimman himin, og hugsum kannski upp úr miðjum lestri: sá ætlar ekki að hrasa hvað þá hálsbrjóta sig í hálkunni á hlaðinu; er þó í byrjun býsna keikur, að ekki sé meira sagt: Ég bý til úr leir jarðarinnar tvær mannverur, En ég ríki ekki yfir líkt og guð. Þá er sem grípi hann beygur við sína eigin framkvæmdasemi (Ótti við efnið): Autt blað forðast þær myndir, sem hugurinn geymir, og þó svo kyrrlátt og bíður. 60 Birtingur Næst fylgir allt að því stærðfræðilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.