Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 63

Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 63
Langbezta ljóðið í þessari syrpu er Fólkið í heiminum (tvö fyrstu erindin þó algjör- lega út í hött). Niðurlagið er þannig: Til er fólk sem trúir þvi ekki leingur að hús séu eilíf og óhagganleg heldur geti þau sprúngið hvenærsemer börn sem trúa ekki á gvuð heldur brauð og kona sem núna á þessari stundu lesandi góður er verið að pynda til sagna Frakkar eru fremstir allra þjóða í menníngarmálum Þeir hleypa rafmagni á geirvörturnar vanari kossum I sögum og ævintýrum nýtur Dagur sín miklu betur en Ijóðum, þó ekki til fulln- ustu í ævintýrunum, því veldur hið við- tekna form; „Einu sinni var . ..“ og hill- ingaljómi ævintýrsins henta nefnilega ekki alls kostar höfundi, sem haldinn er ákafa- löngun að berjast af fítonskrafti hér og nú gegn úreltu efnahagsskipulagi, stuðl i að góðæri með skáldskap sínum, og er þó engin algild regla um þetta efni fremur en önnur, sem að listum lúta. Ég mundi samt ætla, að söguformið léti honum bezt. hef alla tíð hallazt að þeirri skoðun frá því er ég las eftir hann sögukafla fyrir sjö árum: Einhver vondur stal giftingar- bjöllunni. í sögum sínum og ævintýrum minnir Dag- ur dálítið á frænda sinn, Jón Thoroddsen yngri, enda að nokkru vaxinn undir hand- arjaðri sömu völunnar: frú Theodóru, skáldkonunnar góðu. Hér er þó ekki um bein áhrif að ræða. En gáski og frásagnar- gleði, viðbragðsflýtir og andlegt fjör þeirra frænda er einnar og sömu ættar. Af prósaverkunum fellur mér bezt við Únglíngasögu og Útborgunardag. Úng- lingasaga greinir frá sálarstríði 15 ára hnátu, og til þess er ærin orsök: hún er orðin ólétt, þó hún hafi „aldrei gert þetta dónalega sem má ekki gera“. Nágranna- kellíngarnar höfðu sosum spáð því: „Hún ætti áreiðanlega eftir að eiga barn í lausa- leik einsog báðar eldri systur hennar“. Og nú er þetta komið fram. Þó hefur hún aldrei . . .“. Hana hefur kannski lángað til þess stundum . . . Ekki verður maður bomm af því. Hvernig er hún orðin ólétt?“ Það er hinn óttalegi leyndardóm ur, sem ekki verður ljóstrað upp hér. Sagan er vel byggð, nærfærnislega fjallað um vandamál telpunnar og hugarangur út frá hennar eigin sjónarmiðum, hispurs- leysi og hlýja í framsetningu, en haldið aftur af þeim hranaskap sem Degi er fulltamur. I ljóðinu Andlát mitt segir Dagur: „I verkum sínum var hann einatt ruddi en . . .“. Lengri verður þessi tilvitnun ekki að sinni, enda langur ævidagur fram- undan, ef að líkum lætur. Ari Jósefsson: Nei, ljóð. Helgafell, Reykjavík 1961. „Upphaflega höfðum við vist lítið lært annað en segja nei.“ Þetta er gripið úr fyrstu Ijóðabók tvítugs skálds, útgefinni á árinu 1951. Birtingur 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.