Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 51

Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 51
lausu máli. Það breytir þó litlu, því hér kemur fleira til. Þótt Nordal bendi rétti- lega á að óbundna stílnum hætti við að verða margorður, en ljóð eigi að vera gagnorð, verður honum einmitt á að nota langtum fleiri orð en ljóðskáldi ætti að líðast. ,,Vegamót“ er til dæmis sex síðna tilbrigði við þessa myndlýsingu á gæfu- leitarmanni: ,,. . . aldan, sem er dauð ef hún nemur staðar, er samborin siystir mín.“ Ég veit ekki hve æskilegt væri, að óstuðl- uð ljóð ættu óbundnar hendur og víðan leikvöll sundurlausa málsins. Ætli þeim hætti ekki til að verða froðukennd og margorð, vanta línur og líki, rétt eins og hverjum öðrum prósa? Ég tel ekki heldur, að kveðandinni verði með neinum rétti kennt um hugmynda- fæð og efnisrýrð ljóða. Ástæðan til að ljóðskáld nútímans brjótast undan oki liefðbundinna ytri formsatriða er einfald- lega sú: að stuðlar, rím, kveðandi og ann að slíkt eru ljóði jafn óviðkomandi og sögu eða leikriti. En þótt ljóðskáldin brjótist til rýmra frelsis að þessu lleyti, hafa þau enga heimild til að innleiða neitt agaleysi í ljóðagerð og gera það ekki ,tield- ur, séu þau vönd að virðingu sinni. Nútímaljóðskáld aga ekki í sama mæli og fyrirrennarar þein-a mál sitt „við stuðlanna þrískiptu grein“, en hvorki guð né menn geta leyst þau undan þeirri skyldu að leysa formvanda hvers ljóðs, og til þess þarf járnharða sjálfsögun. Þessar línur hafa tekið dálítið aðra stefnu en ætlað var, líkt og þegar ræðumaður sem stiginn er í stólinn til að hylla heið- ursgest byrjar allt í einu að segja honum til syndanna. En hvort sem ég bæti með því fyrir veizluspjöll eða aðeins gráu ofan á svart, vek ég að lokum athygli á: að hvernig sem hinum aldna þul kann að lítast á þær íslenzku duggur, sem nú eru á siglingu um sónarsæ, á hann heiðurinn af að hafa brotið ísinn og bent þeim á auða siglingaleið. Jón úr Vör: Þorpið, ljóð. 2. útgáfa aukin. Heimskringla, Reykjavík 195(5. Þorpið eftir Jón úr Vör er fyrsta safn ó- bundinna ljóða útgefið á Islandi, því sumt i Flugum Jóns Thoroddsen yngri er meira í ætt við ævintýri eða dæmisögu en ljóð. Jón úr Vör er því frumherji þess Ijóða- stíls, sem orðinn er ríkjandi í íslenzkum ljóðskáldskap. Það er til marks um skilning manna á því, hvert brautryðjandaverk hér hafði verið unnið til endurnýjunar ljóðforminu, að þjóðkunnur bókmenntafrömuður, Krist- inn E. Andrésson, kemst svo að oi’ði í Islenzkum nútímabókmenntum (1949): „Þrátt fyrir hið óbundna form eiga þau (ljóðin) fegurð, sem snertir lesandann." Þetta er einhver makalausasta bók- menntaleg þversögn, sem ég veit dæmi um. Vegna hins óbundna forms, hefði þó verið nær að segja, því ljóðin í Þorpinu hafa hlotið hið eina form sem þeim hæfði: form þeirra er efninu svo samgró- ið, að ég tel algjörlega út í hött að hugsa sér þau í nokkrum búningi öðrum. Birtingur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.