Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.01.1962, Blaðsíða 19
Grunnflötur skýrður: hlutfall milli breiddar og lengdar er einn á móti tveimur, kórskil eru í gullinsniði og framkirkja er ferningur P. Gudmundsen. Þarna er þá Magnús kom- inn Gunnlaugsson og er að smíða kirkju við þriðja mann. Svo vill til, að P. Gud- mundsen þessi er Páll Guðmundsson, ráðs- maður Þóreyjar á Reykhólum. Er því stutt í þá ályktun, að Páll hafi tekið til hendi við kirkjusmíðina á Reykhólum. Guðmundur steinhöggvari, sem mun vera Guðmundur Jónsson á Ormsstöðum, kem- ur ekki til greina sem smiður Reykhóla- kirkju, því hann dó 1851. Það sem einna sérstæðast þykir um inn- réttingu Reykhólakirkju eru öfugu sætin inni við kórþil. Segja sumir, að þau hafi verið ætluð gjafvaxta meyjum til þess að væntanlegir hæstbjóðendur gætu virt þær gaumgæfilega fyrir sér, meðan á tíðasöng stóð; sýnir þetta sanna fordild hefðar- fólksins í þá daga. Reykhólakirkja hefur upphaflega verið klædd utan reisifjöl, þak tvöfalt, skarað næst sperrum en langborð þvert á. Nú hafa austur- og vesturgafl verið endur- nýjaðir, en ekki í sömu mynd og þeir voru, því listar liggja nú ekki yfir sam- skeyti á borðum eins og sjá má á norður- og suðurhlið. Þak er bárujárnsklætt og tvær hliðar turnsins. Klukka í turni er frá 1734. Dönsk rismynd máluð 1884 er í kór, ekki mikið listaverk. Kirkjan er klædd spjaldsúð að innan. Loft klætt af inn að kór, þar kemur hvelfing yfir, og mætti segja mér, að það væri síðari tíma við- bót, líklegast verk Bjarna Þórðarsonar, að því er Þorleifur Eggertsson telur, því að ekkert slíkt er í Staðarkirkju. Kirkjan er ljósgráblá að innan með brúnum lit á listum. Uppi á lofti fann ég dyrabjór (tympan) frá gamla bænum á Reykhólum, Birtingur 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.