Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201310 nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar kennara sem skyldu í ríkari mæli eiga samstarf sín á milli um alla þætti skólastarfsins. Þessi áhersla birtist fyrst með formlegum hætti í starfsáætlun fræðslumála fyrir árið 2000 (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2000). Í kjölfar hennar var mótuð stefna um skóla- byggingar (Fasteignastofa Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2004) en þar var meðal annars lögð áhersla á að byggingarnar þjónuðu því starfi sem fram átti að fara í skólunum og þar væri að finna fjölbreytt og sveigjanleg rými fyrir ólík verkefni og misjafnlega stóra námshópa. Þessi stefna hafði áhrif á hönnun skólahúsnæðis og sýn á skólastarf víða um land (Torfi Hjartarson og Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010). Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að greina hvaða kennslufræðilegu áherslur voru lagðar til grundvallar við hönnun skólabygginga við upphaf 21. aldar og hvernig þær skiluðu sér inn í skólastarfið. MEnntaáHErslUr Og sKólaByggingar 21. alDar Mikil gróska hefur verið í faglegri umræðu skólafólks á Íslandi á liðnum árum og mörg framsækin verkefni litið dagsins ljós. Greina má áherslu á einstaklingsmiðun, sam- vinnunám, notkun upplýsinga- og tölvutækni, nemendalýðræði, sköpun, útikennslu, skóla án aðgreiningar, foreldrasamstarf, frístundaheimili, aukin tengsl skólastiga og meiri tengsl skóla og samfélags. Víða um heim hafa menn spurt sig hvernig eigi að haga skólastarfi á nýrri öld og hvaða námsumhverfi hæfi því (Dudek, 2000; Lippman, 2010; Nair, Fielding og Lackney, 2009; Taylor, 2009; Walden, 2009). Skýrsla var unnin á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), nánar tiltekið á vegum áætlunar hennar um skólabyggingar (Programme on Educational Building, skammstafað PEB) og deildar breska menntamálaráðuneytisins um menntun og færni (Department for Education and Skills, skammstafað DfES) um skólabygg- ingar 21. aldar (OECD/PEB og DfES, 2006). Í henni er lögð áhersla á að skólar þurfi að mæta þörfum samtímans jafnt sem óljósum væntingum framtíðarinnar. Skapa þurfi umhverfi sem styður og eflir lærdómsferlið, hvetur til nýbreytni og stuðlar að jákvæðum félagstengslum. Sett eru fram átta meginþemu sem hafa þarf í huga þegar námsumhverfi er hannað fyrir 21. öldina. Sveigjanleika þarf til þess að mæta vænt- ingum í síbreytilegum heimi, áhrifum nýrrar tækni, auknu aðgengi allra kynslóða að menntun, sjálfbærni, kröfum um þægindi fyrir þá sem starfa og nema í umhverfinu og þátttöku allra hagsmunaðila í hönnunarferlinu, svo og að námsumhverfið nýtist til náms og tryggt sé að hönnunin sé vönduð. Opni skólinn – einstaklingsmiðað nám Áhersla á einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt og sveigjanlegt skólahúsnæði á um margt samhljóm í áherslum „opna skólans“ sem komu fram vestan hafs og austan á sjöunda áratug síðustu aldar (Borrelbach, 2009; Dudek, 2000; Lippman, 2010; Walden, 2009). Uppeldishugmyndir heimspekingsins Johns Dewey hafa haft mikil áhrif á skóla- starf frá því hann setti þær fram á fyrri hluta 20. aldar og má rekja sumar forsendur opna skólans til þeirra (Borrelbach, 2009; Dudek, 2000; Gunnar E. Finnbogason,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.