Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 15 helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir Væntingar um sveigjanleika, fjölbreytileika og samvinnu Í öllum þeim tilvikum sem hér voru skoðuð mátti sjá einkenni „skóla 21. aldarinnar“ eins og þeim er lýst af OECD (OECD/PEB og DfES, 2006). Þess var vænst að byggingarnar væru tákn nýrra tíma og myndu skapa tækifæri til framsækinna starfshátta. Segja má að leiðarljós hafi verið áherslan á aukinn sveigjanleika húsnæðis og fjölbreytni rýmis. Skólastjórnandi Asparskóla sagði: Minn draumur var að þarna væri skóli sem hefði sterka sýn og stefnu sem byggði á hugmyndafræðinni um einstaklingsmiðað nám og kennarar vinni saman að námi nemenda, ekki bara að skipulaginu, heldur inni í stofunum. Ég sagði það strax, að ég vildi ekki „prívat praktiserandi“ kennara inni í stofunum sem loka dyrunum á eftir sér. Meginskipulag kennsluhúsnæðis var í tveimur tilvikum opið rými á heimasvæði (Furuskóli og Greniskóli á yngra stigi) en klasaskipulag í tveimur tilvikum (Aspar- skóli og Birkiskóli að hluta), þar sem nokkrum hefðbundnum skólastofum var raðað saman í klasa (sjá töflu 1). Í Asparskóla átti hvert aldursstig sinn klasa þar sem öll almenn bekkjarkennsla fór fram. Í einum klasa var raðað saman sex til sjö skólastofum ásamt hópvinnuherbergjum. Við hvern klasa voru inngangar fyrir nemendur og skógeymsla. Felliveggir voru víða á milli stofanna til þess að auka sveigjanleika húsnæðisins. Vinnuaðstaða kennara var í hverjum klasa. Í Birkiskóla var meginskipan þannig að skólastofum var raðað meðfram gangi, en lögð var áhersla á að hafa hvert aldursstig saman í húsnæðinu. Var það gert til þess að stuðla að auknu samstarfi milli bekkjarkennara: „að geta myndað teymi [kennara] til þess að geta boðið upp á margbreytileika í starfi,“ sagði fulltrúi sveitarfélagsins. Settir voru upp felliveggir þar sem því var við komið og leitast við að skapa gegnsæi og yfirsýn, til dæmis með því að setja glugga í hurðir. Í Furuskóla voru hönnuð opin námssvæði. Á einu námssvæði unnu saman ígildi fjögurra bekkja eða um 100 nemendur og með þeim kennarar og aðrir starfsmenn og þar voru þeir megnið af skóladeginum undir handleiðslu kennara sinna. Svæðinu var hægt að skipta upp á misjafnan hátt og hafa fjölbreytta skiptingu í námshópa. Á svæðinu voru að auki hópvinnuherbergi, vinnuherbergi kennara, salerni, geymslur og tæknirými. Þar fór nánast öll kennsla fram nema í íþróttum, heimilisfræði og list- greinum. Nýbygging Greniskóla sem ætluð var 1.–7. bekk byggðist á opnum svæðum en listgreinakennsla og húsnæði unglingadeilda var í endurgerðu hefðbundnu skólahús- næði. Vinnuaðstaða kennara var ekki tengd svæðunum. Kostir og gallar opinna rýma og felliveggja Í aðdragandanum að hönnun Asparskóla var umræðan um opin rými komin á skrið. Að mati arkitektsins voru deildar meiningar um ágæti þess: „Maður veit ekki með reynslu af svona kerfum fyrr en nemendur útskrifast, hvort þeir hafi haft eitthvað meira gagn af þessu en aðrir.“ Við hönnun skólans kom til álita að byggja hann á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.