Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 18

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201318 nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar Í öllum tilvikum sem hér um ræðir stóðu vonir til þess að nýr skóli boðaði á einhvern hátt nýja tíma í skólastarfinu, þó út frá ólíkum forsendum. Í Asparskóla var brotið blað í sögu sveitarfélagsins með því að hleypa af stokkunum fyrsta heildstæða skólanum þar sem stuðla átti að auknu samstarfi kennara í klasaskiptri byggingu. Í Birkiskóla átti að skapa aðstæður fyrir heildstæðan skóla sem hafði áður starfað í skiptu og úr sér gengnu húsnæði. Með Furuskóla var hannaður skóli sem átti að vera boðberi nýrra tíma í undirbúningi hönnunar og sveigjanleika húsnæðis. Í tilviki Greniskóla þurfti að stækka skólahúsnæðið og átti jafnhliða að skapa aðstæður fyrir einstaklingsmiðun náms, fjölbreytt hópastarf og náið samstarf kennara. Í flestum tilvikum var skólahúsnæðið ekki fullbúið þegar kom að fyrsta skóladegi. Starfsfólk skólans fékk nýjan vinnustað afhentan svo seint að flutningur, upphaf starfs og ígrundun rann saman í eitt. Í tilviki Asparskóla og Furuskóla voru margir nýir nemendur og starfsmenn að hefja störf þegar skólinn var opnaður svo að stjórnendur skorti ráð og afl til að halda yfirsýn og styðja starfsfólkið til þess að fylgja eftir áformum um nýja starfshætti. Álagið við að laga fyrri kennslureynslu að nýju umhverfi og starfsháttum rakst á við úrlausn daglegra viðfangsefna. Við opnun Birkiskóla brast á verkfall kennara og að mati fulltrúa sveitarfélagsins stöðvaði það möguleikann á þróun skólastarfs um árabil. Kennarar Greniskóla lentu einnig í umtalsverðum vanda við að fóta sig í nýju umhverfi á fyrsta starfsári og voru settir upp veggir víða á opna svæðinu strax á öðru starfsári. Í Asparskóla hófst skólastarfið með fullt hús nemenda. Skólastjórnendur settu upp námskeið áður en skólastarfið hófst. Á fyrsta ári var farið af stað með þróunarverkefni, meðal annars um íslenskukennslu, og fengin ráðgjöf fyrir starfshópinn. Stjórnendur voru með skýra sýn og vissu hvert þeir vildu stefna og þurftu að fá hópinn með sér en það dugði ekki til. Skólastjórnendur Furuskóla vörðu miklum tíma í að byggja upp þekkingu og færni í starfsmannahópnum og hjálpa honum að ná áttum í nýju húsi sem var gjörólíkt bráðabirgðahúsnæðinu sem skólastarfið hafði farið fram í fyrstu árin. Það voru haldin margvísleg námskeið og reynt að veita eins mikinn stuðning inni á svæðunum og kostur var, bæði með viðbótarmönnun og stuðningi stjórnenda. Þegar farið var úr færanlegu stofunum yfir í nýbygginguna tókst hins vegar ekki sem skyldi að koma hugmyndafræðinni í framkvæmd og starfsfólkið bakkaði „inn í þetta hefðbundna,“ eins og skólastjórnandinn orðaði það. Í Asparskóla átti samkennsla innan árgangs að þróast út í samkennslu milli árganga í sama klasa en sú varð ekki raunin. Samkennsla var að nokkru leyti innan árgangs á yngsta stiginu og frjó samvinna milli kennaranna en í minni mæli á miðstigi og unglingastigi. „Það var bara þróunarstarf sem var byrjað á. Það þurfti bara að halda því áfram. Það tekur tíma, það var alveg að stefna í rétta átt,“ sagði skólastjórnandinn. Í Furuskóla var skólastjórnandinn sama sinnis: Það var bara svo rosalega margt að hugsa og mörgu að koma á. Það var sprenging í nemendafjöldanum og sprenging í kennarafjöldanum og erfiðleikarnir fyrsta árið að vinna úr þessu öllu og koma þessu einhvern veginn í farveg. Að það tók svo mikla orku að við bara komumst ekki yfir meir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.