Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 24

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201324 nám og námsUmhverfi 21. aldarinnar herbergi af misjöfnum stærðum og sameiginleg vinnuaðstaða kennara var í helmingi tilvika tengd vinnusvæðum nemenda. Í þessum fjórum skólum fór kennsla unglinga fram í hefðbundnara rými en kennsla yngri nemenda. Túlka má orðræðu viðmælenda á þann hátt að lykill að einstaklingsmiðun og fjöl- breyttu hópastarfi sé markvisst samstarf kennara og samkennsla enda kemur fram að kennarar sem hafa mikið samstarf við starfsfélaga ganga lengra í að laga námið að þörfum nemenda. Með því að hanna skólahúsnæði á þann veg að það auðveldi sam- starf kennara og sé fjölbreytt og sveigjanlegt má segja að verið sé að auka möguleika skóla á því að sníða starfið að þörfum ólíkra hópa og hverjum og einum nemanda (sbr. Nair o.fl., 2009). Bygging skapar tiltekna möguleika og skólastefna varðar veginn. Þetta tvennt gefur vísbendingar um áform og sýn. Af viðtölum og skriflegum gögnum frá viðkomandi sveitarfélögum má þannig ráða að við upphaf þessarar aldar hafi þeim verið um- hugað um að horfa fram á veg og stuðla að því að námsumhverfið hæfði skólastarfi á nýrri öld. Námsumhverfið skapar aðstæður en á endanum eru það starfshættir kenn- ara og annarra starfsmanna sem ráða úrslitum um hvort sýnin verður að veruleika. Viðhorf kennara til starfs og námsumhverfis Kennararnir sem svöruðu spurningalistunum voru almennt sammála því að í skól- anum sem þeir starfa í sé góður starfsandi, þar fari fram gagnrýnin umræða um skólastarfið og þar sé lögð mikil áhersla á samvinnu starfsfólks. Þetta eru nokkur af einkennum lærdómssamfélags eða skóla sem lærir (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2010; Eaker, DuFour og DuFour 2002). Samþykki kennara við þessum atriðum virðist vera hvað sterkast í Furuskóla þar sem lengst hefur verið gengið í opnun. Þetta gæti rennt stoðum undir ályktun Önnu Kristínar Sigurðardóttur (2010) um nauðsyn þess að opna vinnuumhverfi kennara til að styrkja lærdómssamfélagið. Þetta er þó ekki algilt því í Greniskóla, þar sem húsnæðið var opið að hluta, voru kennarar ekki eins sam- mála þessum fullyrðingum. Samstarf kennara um undirbúning kennslu, val á náms- efni, kennsluaðferðir, bekkjarstjórnun, yfirferð námsefnis, námsmat og sameiginleg verkefni var mest í Furuskóla og Birkiskóla sem báðir skáru sig marktækt frá hinum skólunum 19 í úrtakinu. Í Furuskóla var samkennsla algengt kennsluform og að hluta í Greniskóla en hún var aftur á móti fátíð í klasaskólunum tveimur og þá sérstaklega í Asparskóla. Ef þessi niðurstaða er borin saman við hönnunarforsendur skólanna má álykta að í skólunum tveimur sem hannaðir voru með opin rými hafi þau verið hvati til samkennslu, en klasafyrirkomulag og felliveggir hafi ekki leitt af sér aukna samkennslu í hinum tveimur skólunum. Þannig má segja að samstarf og samkennsla í Asparskóla sé ekki eins ríkuleg og vonast var til miðað við forsendur í hönnun. Aftur á móti virtust kennarar sem störfuðu í klasaskólunum tveimur vera ánægðari með húsnæðið og töldu það henta betur þeim kennsluháttum sem þeir vildu helst viðhafa en kennarar sem kenndu í opnu kennslurými. Mikil áhersla var lögð á að skapa góða hljóðvist í þessum nýju skólum, það er að hljóð og hljóðburður sé þægilegur og hæfi því starfi sem fram á að fara í rýminu. Einn viðmælandi talaði um að opin rými stæðu og féllu með hljóðvistinni. Mat kennara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.