Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201336 viÐbrögÐ leiKsKólaKennara viÐ hl Jóm-2 Í lögum um leik- og grunnskóla frá 2008 eru ákvæði um að sveitarstjórnir skuli koma á gagnvirku samstarfi milli leik- og grunnskóla og að í sérfræðiþjónustu skuli lögð áhersla á góð tengsl leik- og grunnskóla (Lög um grunnskóla nr. 91/2008; Lög um leikskóla nr. 90/2008). Þrátt fyrir ákvæði í lögum og jafnvel áhuga fagfólks virðist samstarf milli leik- og grunnskóla hins vegar oft felast eingöngu í því að kynna starf- semi skólanna fyrir börnunum frekar en að leitast sé við að skapa samfellu í námi barnanna (Jóhanna Einarsdóttir, 2004). Fyrrnefnd skýrsla mennta- og menningarmála- ráðuneytisins um leik og læsi í leikskólum staðfestir þetta en samstarf skólanna virtist aðallega vera fólgið í gagnkvæmum heimsóknum barnanna, þ.e. úr leikskólanum í grunnskólann og öfugt. Einungis einn leikskóli vann með grunnskólanum við að efla læsi og lestrarnám barnanna en skólarnir voru í sameiginlegu húsnæði og virtist það auðvelda samvinnuna. Ekkert kemur fram í skýrslunni um samvinnu milli skólastiga um börn í áhættuhópi (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, 2011). Hliðstæðar eru niðurstöður Gerðar G. Óskarsdóttur (2012) í ítarlegri rannsókn á skilum milli leik- og grunnskóla. Þar kemur fram að heimsóknir leikskólabarna í grunnskóla voru algengar og vel skipulagðar. Upplýsingar um börn með sérþarfir skiluðu sér ágætlega milli skólastiga en upplýsingar um aðra nemendur ekki eins vel. Skortur á samstarfi milli leik- og grunnskóla gat leitt til þess að sum barnanna sátu undir töluverðum endurtekningum fyrstu vikur eða mánuði í grunnskóla, sem meðal annars mátti rekja til góðrar bókstafaþekkingar fimm ára barna og færni þeirra í að tengja stafi í orð. Allt bendir til þess að skólastigin tvö þurfi að taka sig verulega á til að fylgja eftir ákvæði í lögum um gagnvirkt samstarf. Markmið rannsóknarinnar HLJÓM-2 er notað í flestum leikskólum landsins nú, þegar um tíu ár eru liðin frá útgáfu þess. Markmið rannsóknarinnar, sem hér er greint frá, var að kanna hvernig brugðist er við niðurstöðum HLJÓM-2 í nokkrum leikskólum og skoða samvinnu og upplýsingamiðlun til foreldra og grunnskólans um niðurstöðurnar. Til grundvallar voru lagðar eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Hvernig bregðast leikskólakennarar við niðurstöðum HLJÓM-2? 2. Hvernig er samvinnu háttað við foreldra í kjölfar niðurstaðna HLJÓM-2? 3. Hvernig er samvinnu milli skólastiga háttað um niðurstöður HLJÓM-2? 4. Hvernig fylgja grunnskólakennarar eftir niðurstöðum HLJÓM-2 og þeirri íhlutun sem fram fer í leikskólanum?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.