Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 37 gUÐrún Þóranna Jónsdóttir og Jóhanna t. einarsdóttir aÐfErÐ Þátttakendur Leitað var til þriggja hópa í Árnessýslu, þ.e. allra deildarstjóra í leikskólunum og umsjónarkennara í 1. bekkjum í öllum grunnskólum í sýslunni auk allra foreldra sem áttu börn í 1. bekk vorið 2010. úrtakið er hentugleikaúrtak og gaf færi á því að skoða reynslu þriggja hópa af sömu fyrirlögn á HLJÓM-2. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands vorið 2010 voru 15 leikskólar í Árnessýslu. Barnafjöldi í þeim var frá 14 til 134. Grunnskólar Árnessýslu voru tíu, og fjöldi nemenda frá 44 til 618 (Hagstofa Íslands, 2009). Spurningalistar voru sendir til allra í úrtakinu. Átta deildarstjórar af 39 sinntu eingöngu yngstu börnunum og höfðu ekki reynslu af kennslu eldri barna þannig að 31 deildarstjóri var í úrtakinu. Í sýslunni eru nokkrir misstórir þéttbýlisstaðir en einnig býr töluverður hluti íbúanna í dreifbýli. Tafla 1. Þátttakendur í rannsókn í leik- og grunnskólum í Árnessýslu 2010 Þátttakendur Fjöldi í úrtaki Þátttakendur í rannsókninni Svarhlutfall af heild Deildarstjórar í leikskólum (15 skólar) 31 29 94% Umsjónarkennarar í grunnskólum (10 skólar) 19 18 95% Foreldrar nemenda 1. bekkjar (10 skólar) 214 158 74% Alls 264 205 78% Svarhlutfall foreldra og umsjónarkennara í grunnskólum og deildarstjóra í leikskólum í Árnessýslu var frá 74% til 95% (sjá töflu 1) eða að meðaltali 78%. Mælitæki og framkvæmd rannsóknarinnar Rannsóknin var megindleg en notaðir voru þrír spurningalistar við gagnaöflun sem unnir voru fyrir deildarstjóra leikskólanna, umsjónarkennara í 1. bekk og foreldra barna í 1. bekk. Spurningakannanir eru mikið notaðar í menntarannsóknum og eru helstu kostirnir þeir að hægt er að fá miklar upplýsingar á tiltölulega stuttum tíma (McMillan, 2012; Þorlákur Karlsson, 2003). Réttmæti niðurstaðna má auka með því að vanda bæði val á spurningum og orðalagi þeirra. Í þessari rannsókn voru spurn- ingarnar hannaðar með hliðsjón af niðurstöðum innlendra rannsókna um tengt efni (Amalía Björnsdóttir o.fl., 2003; Guðrún Sigursteinsdóttir, 2007). Spurningalistarnir voru enn fremur forprófaðir meðal reyndra leik- og grunnskólakennara sem ekki tóku þátt í rannsókninni. Spurningalisti til foreldra var forprófaður meðal kennara sem voru einnig foreldrar. Spurningalistarnir voru mismunandi að gerð en nokkrar spurningar voru eins í þeim spurningalistum sem lagðir voru fyrir deildarstjóra og umsjónarkennara. Notaðar voru fjölvalsspurningar en í spurningalistum til kennara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.