Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201354 reiKningsbæKUr tveggJa alda BaKgrUnnUr: EVróPsKir straUMar Reikniskólar og reikningsbækur Mikil aukning varð í verslun og viðskiptum undir lok miðalda. Kaupmenn frá Aust- urlöndum og Afríku skiptu við kaupmenn í Flórens, Feneyjum og fleiri borgum á Norður-Ítalíu sem dreifðu vörum þeirra áfram vestur og norður eftir Evrópu. Þekking á indó-arabískri talnaritun breiddist út í þessum viðskiptum ásamt nýjum reikniað- ferðum. Reikniskólar, scuole di abbaco, voru stofnaðir í ítölsku borgunum og reiknings- bækur, libri di abbaco, voru ritaðar á móðurmálinu en ekki latínu, sem var mál lærðra manna og kirkjuskóla (Van Egmond, 1980). Reikningsbækurnar lutu ákveðnu sniði: Kynning á indó-arabískri talnaritun og reikniaðgerðunum fjórum, samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu heilla talna og nefndra talna (það er talna með gjaldmiðlum og mælieiningum), almenn brot og töflur (svo sem margföldunartöflur og töflur yfir myntbreytingar) voru kjarni bókanna. Viðfangsefnin voru yfirleitt kaup og sala, samanburður mælieininga, vöru- skipti, vextir og afslættir í prósentum, skipting hagnaðar, ágóða og arfs og blöndunar- reikningur (Van Egmond, 1980). Hlutföll og þríliða voru notuð til að ákveða verð eftir magni og reikna milli gjald- miðla. Þríliða var aðferð þar sem þrjár tölur eru gefnar og finna skal fjórðu töluna í sama hlutfalli við hina þriðju og önnur talan er við hina fyrstu. Mörg tilbrigði voru við þríliðu, svo sem rétt, öfug og samsett þríliða (Kristín Bjarnadóttir, 2010) og falsregla, sem var byggð á ágiskun. Áhrif siðbótar og menntakenninga Siðbótarmaðurinn Lúther (1483–1546) og samverkamenn hans beittu sér fyrir mennt- un almennings þar sem mótmælendatrú vann sér sess. Siðbótarmenn litu á reiknings- kennslu sem þátt í siðrænu uppeldi. Kennslubækur í reikningi, samdar í þessu skyni, voru ritaðar á móðurmálinu með tilliti til sjálfsnáms og miðuðust við verslun og við- skipti en dæmi úr fornmenntum og sögubókum voru einnig algeng. Bækurnar voru því greinar á meiði ítölsku reikningsbókahefðarinnar og fylgdu sama sniði (Grosse, 1901). Menntakenningar fylgdu í kjölfar almenningsmenntunar. Á 17. öld tók að bera á því að reikningur þætti andlaus og hugsunarlaus vélræn iðja. Johann Amos Comenius (1592–1670) boðaði nýja sýn: kenna ætti stærðfræði til að skerpa hugsunina og geta tekist á við viðfangsefni lífsins. Meðal þeirra sem rituðu bækur í anda hans var Christlieb von Clausberg (1732) sem sagði að líta bæri á reikningskennslu út frá skilningi og lagði áherslu á gleðina sem fylgdi því að skilja hvers vegna verkefni verði leyst með tiltekinni reglu (Jänicke, 1888, bls. 43). Arftakar Comeniusar, svo sem Johann Heinrich Pestalozzi (1746–1827), boðuðu kennsluaðferðir byggðar á skynjun og reynslu og Pestalozzi leitaðist við að leysa nám undan harðstjórn aðferða og dóma um rétt og rangt. Hann varð fyrstur til að móta kennsluaðferðir til nota í skólum (Bullynck, 2008). Kenningar þessara manna höfðu mikil áhrif á menntastefnur á Vesturlöndum á 19. og 20. öld. Herbert Spencer (1820–1903) setti til dæmis fram uppeldiskenningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.