Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 79 GUÐMUNDUR b. KRISTMUNDSSON MENNTAvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013 Hugleiðing um Læsi inngangUr Hér fer á eftir stutt hugleiðing um ritið Læsi eftir Stefán Jökulsson, í ritröð um grunn- þætti menntunar fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem kom út á síðasta ári í kjölfar Aðalnámskrár 2011. Í formála mennta- og menningarmálaráðherra hvetur hann „starfsfólk skóla, foreldra, forráðamenn og nemendur til að kynna sér vel efni heft- anna og starfa í anda þeirra“. Það er því ólítið hlutverk sem heftin gegna og boðskap þeirra er ætlað að ná til breiðs hóps fólks. Læsi og umræða um það á undanförnum áratug hefur meðal annars einkennst af leit að nothæfum skilgreiningum á þessari færni til að ráða í texta, skilja hann og læra af honum. Hvatinn að þessari fjölbreyttu og oft flóknu umræðu er af ýmsum toga. Þjóðir heims verða sér æ meðvitaðri um tengsl læsis við afkomu og stöðu sína í hópi þjóða. Undanfarna áratugi hefur orðið mikil breyting á aðgangi almennings að upp- lýsingum og almennri þátttöku hans í miðlun upplýsinga og krafa samfélagsins til lestrarfærni vex hröðum skrefum. En illa gengur að skilgreina þá kröfu þótt reynt sé að gera það með ýmsu móti, svo sem með námskrám og hjá fyrirtækjum og stofn- unum sem stunda rannsóknir eða eru í leit að starfsmönnum. Hvaða færni þarf ung- lingur hafa náð þegar hann hefur lokið skyldunámi? Þetta er ein mikilvægasta spurn- ing hverrar þjóðar, en hún er flókin og svarið krefst mikillar skoðunar á samfélaginu og þeim væntingum sem það hefur. Það þarf þó stöðugt að hafa þessa spurningu í huga þegar þróun menntunar er annars vegar. Læsi hefur þarna sérstöðu. Það er lykill að námi í víðasta skilningi þess hugtaks. Það er einnig mikilvæg forsenda þess að einstaklingur geti miðlað þeirri þekkingu sem hann aflar sér, skoðunum sínum og tilfinningum og tekið þátt í mótun samfélagsins með lýðræðislegum hætti. Þannig er læsi mikilvægt tæki fyrir þróun samfélagsins, þroska einstaklingsins og ævinám hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.