Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 88

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 88
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201388 lýÐræÐismenntUn – virKir nemendUr stofunni. Einkenni góðs samræðusamfélags er ákveðin umhyggja, að sýna sjálfum sér og öðrum virðingu. Þar ríkir skapandi hugsun þar sem tekin eru dæmi og ný sjónar- horn sett fram. Samvinna er höfð að leiðarljósi, allir fá að tala og allir hlusta og gagn- rýnin hugsun ríkir. Ólafur Páll og Þóra Björg taka það fram að kennarinn þurfi að setja sig í nýjar stellingar, komast út úr miðlunarhlutverki sínu og vera reiðubúinn að læra með nemendum sínum og treysta þeim til að beita eigin dómgreind. Áhugi nemenda, spurningar þeirra og þekkingarleit á að stýra námi nemendanna (sjá 4. kafla, bls. 15). MannréttinDi Í sKólastarfi Hugtakið mannréttindi hefur varla komið fyrir í íslenskum lögum um skóla eða í aðal- námskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla ólíkt flestum löndum þar sem áhersla er á lýðræðisuppeldi í skólum. Í ljósi þessarar staðreyndar velta höfundar upp þeim spurningum hvort nauðsynlegt sé að lýðræði og mannréttindi fari saman, hvert hlut- verk mannréttinda sé í lýðræðissamfélagi og hvort mannréttindi eigi sérstakt erindi í skólastarf. Erfitt er að hugsa sér lýðræðislegt samfélag sem ekki virðir mannréttindi. Ólafur Páll og Þóra Björg benda á að mannréttindi og lýðræði þurfi ekki endilega að fara saman þar sem til eru aðrar samfélagsgerðir en lýðræðissamfélög þar sem mann- réttindi eru virt (sjá 5. kafla, bls. 17–18). Mannréttindi hljóti þó að eiga erindi inn í skólastarf þar sem mannréttindi séu eitt af því fjölmarga sem fólk þurfi að þekkja til að geta skilið heiminn í kringum sig og verið meðvitað um sína eigin afstöðu og annarra. En þau segja líka að þessu væri hægt að svara neitandi og segja að skólastarf á Íslandi þurfi ekki og eigi ekki að snúast um mannréttindi þar sem skólar eigi að stuðla að menntun og velferð nemenda. Einnig tengist mannréttindi gjarnan pólitískum málum og það sé ekki hlutverk skólanna að taka þátt í pólitískri umræðu. Mikilvægt er að mannréttindaþættinum sé haldið inni í skólakerfinu. Með hnatt- væðingunni og aukinni fjölmenningu verður skólakerfið að taka þátt í að sinna fræðslu um mannréttindamál. Það þarf að upplýsa börn og ungmenni um grundvallarmann- réttindi allra, til að mynda með fræðslu um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til að geta sett sig inn í umræðu um mannréttindabrot sem framin eru víða um heim og afleiðingar þeirra þarf fólk að vita hvað mannréttindi eru. Einnig er mikilvægt að þekkja til mannréttinda til að geta tekið þátt í umræðu um skyldur og ábyrgð stjórn- valda. lýÐrÆÐisMEnntUn Lýðræðisuppeldi og lýðræðismenntun snýst um að virkja nemendur. Að manneskjan finni að hún er gerandi í eigin lífi, hún geti haft skoðanir og að á hana sé hlustað. Höfundar velta fyrir sér frestunarhlutverki framhaldsskólanna í þessu samhengi: Að vera í skóla til að fylla upp í lausan tíma án þess að námið hafi tilgang. Vitnað er í orð Rudolfs Steiner (1985) sem sagði að menn ættu ekki að spyrja hvað manneskja þurfi að vita og vera fær um að gera fyrir þjóðfélagið heldur yfir hvaða hæfileikum hver manneskja búi og hvernig hún geti þróað þá. Þá fyrst geti komandi kynslóðir fært
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.