Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 91 Sköpun krefst hugrekkis inngangUr Eftirfarandi umfjöllun er um heftið Sköpun í ritröð um grunnþætti menntunar fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem gefið var út af mennta- og menningarmálaráðu- neytinu og Námsgagnastofnun. Höfundar heftisins eru þau Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjartarson. Samhliða því að rekja lauslega megin- áherslur heftisins verður reynt að átta sig á kostum þess og göllum og dregnir verða fram nokkrir þættir sem greinarhöfundum finnst skipta máli. Bent verður á lesefni tengt skapandi skólastarfi og hugsanlega nálgun í kennslu. Það er gleðiefni og vekur athygli að hljómgrunnur skuli vera fyrir því að auka vægi sköpunar í skólastarfi þó að skapandi greinar hafi ekki öðlast sess sem kjarnagreinar. Rannsóknir sýna að kennarar hafa verið hlynntir skapandi skólastarfi þó það endur- speglist ekki endilega í starfi þeirra. Þeir starfa þá ekki eftir sinni bestu vitund. Hver er ástæðan? Hafa kennarar ekki þekkingu á sköpun, eru þeir fastir í gömlu fari eða hafa þeim ekki verið búnar aðstæður til breytinga? (Þorvaldur Þorsteinsson, 2008). Er hljómgrunnurinn núna byggður á raunverulegum skilningi og vilja til að breyta? Ef takast á að innleiða grunnþáttinn sköpun í skólastarf þarf djúpan skilning á hugtakinu og því hvað felst í skapandi skólastarfi. Nauðsynlegt er að umræður fari fram í hverjum skóla og fundnar verði leiðir til að vinna með og flétta sköpun eins og rauðan þráð inn í allt skólastarf. Heftið Sköpun getur nýst mjög vel í þessum tilgangi og er í raun frábær útgangspunktur til að hefja umræðuna. Textinn er hvetjandi og innihaldsríkur og getur virkað sem hugvekja og hreyfiafl. Hann getur kveikt hug- myndir og aukið meðvitund um gagnsemi, mikilvægi og gildi sköpunar. En til þess að heftið nýtist er nauðsynlegt að það sé lesið, efni þess ígrundað og tækifærin sem það gefur skoðuð ýtarlega. Það þarf samstöðu til að breyta skóla og nauðsynlegt er að allir upplifi sig sem gerendur í breytingaferlinu. bJöRG EIRÍKSDÓTTIR vERKMENNTASKÓLANUM Á AKUREyRI RAGNHEIÐUR bJöRK ÞÓRSDÓTTIR vERKMENNTASKÓLANUM Á AKUREyRI Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.