Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 109 Kristian gUttesen 31) og fjölgreindakenningu Gardners (KHS, 2010, bls. 33). Um síðara atriðið hefur Ármann Halldórsson einnig fjallað út frá gildi sókratískrar samræðu (Ármann Hall- dórsson, 2011). Kristín leggur áherslu á að kennsla sem tekur mið af fyrrgreindum kenningum sé kjörin til að mæta nemendum á þeirra eigin forsendum (KHS, 2010, bls. 32–34) og þroskaferli nemandans sýni sig í því hugmyndaflæði sem heimspekileg aðferð býður upp á. KEnnsla Kröfurnar sem gerðar eru í hæfniþrepi 1 ganga út frá og miðast við dauða þekkingu. Í hæfniþrepum 2 og 3 eru beinlínis gerðar kröfur sem miða má við lifandi þekkingu – og þess vegna þarf að beita lifandi kennslu. Sameiginlegu þræðirnir sem ég tala um birtast í grunnþáttum menntunar. Þeir bjóða upp á (en eru ekki trygging fyrir) lifandi kennslu. Ég tel að það sé kennslan en ekki kennsluefnið sem sker úr um hvort námið skili nemendum á næstu hæfniþrep, en þar er ætlast til að færni nemenda á hæfnisvið- unum þremur verði æ meiri og að þeir sýni sjálfstæðari vinnubrögð. Þetta er í raun skrefið sem kennarinn hjálpar nemendum að stíga úr umhverfi dauðrar þekkingar yfir í hið lifandi rými. Páll Skúlason prófessor svaraði í margnefndum fyrirlestri sínum spurningunni „Hvað er heimspekikennsla?“ á þann veg að fyrst yrði að svara spurningunni „Hvað er heimspeki?“ og síðan að svara spurningunni „Hvað er kennsla?“ út frá því svari (Páll Skúlason, í prentun). Svarið við spurningunni „Hvað er heimspeki?“ gat annað- hvort haft útgangspunkt í ástundun náttúrulegrar heimspeki eða í nokkurs konar mælskufræðum. Ástundaði maður hið síðara væri maður ef til vill kunnáttumaður en ekki sannleiksleitandi. Væri maður af fyrri gerðinni leitaðist maður við að lifa þá heim- speki sem maður ástundaði. Hin náttúrulega heimspeki væri því í ákveðnum skilningi réttnefnd heimspeki. Sönn heimspekikennsla væri þá fólgin í að lifa þá heimspeki sem maður ástundar og kenna þá heimspekilegu hugsun (gagnrýna, skapandi, sjálfstæða) sem maður lifir. Með öðrum orðum, að kenna sjálfan sig – með samþættingu dauðrar og lifandi þekkingar. Ég nota orðalagið að lifa heimspeki með sama hætti og þegar við segjum að kennari kenni í ljósi starfskenningar sinnar. Þessi kenning tekur mið af skiptingu hugsunarinnar í þrjá þætti og kallast á við grunnhugtök og sögulegan uppruna heimspekinnar sem fræðigreinar, sem og við þá framsetningu sem reifuð hefur verið hér um hlut hinna þriggja upphafsmanna vestrænnar heimspeki í þeirri aðgreiningu sem felst í gagnrýninni, skapandi og sjálf- stæðri hugsun, og hvernig sú aðgreining rímar við kröfur hæfniþrepanna í greinahluta Aðalnámskrár framhaldsskóla og þá námsþróun sem þau kveða á um. Ég hef tengt alla umfjöllun við hugmynd mína um þekkingu sem lifandi eða dauða, og þá tilgátu að einnig sé hægt að tala um lifandi og dauða kennslu. Ég held því ekki fram að dauð þekking sé einskisverð, heldur sé hún beinlínis nauðsynleg og komi á undan lifandi þekkingu. Það þýðir samt ekki að lifandi þekking gæti aldrei birst sjálfsprottin, og ég set þann fyrirvara hér fram sem eftirþanka. Vel má ímynda sér að í veraldarsögunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.