Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 131

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 131
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 131 hróbJartUr árnason lÍÐan Og lEiÐsÖgn Fjórði aðalkafli bókarinnar fjallar um líðan. Tilfinningar hafa hingað til ekki verið sérlega fyrirferðarmiklar í skrifum um nám á fullorðinsárum, en í viðtölum Kristínar hafa tilfinningar viðmælenda hennar greinilega tekið mikið rými og því eðlilegt að þær fái það rými sem þær gera í bókinni. Síðari tíma umfjöllun um nám hefur dregið fram hversu náin tengsl tilfinninga, náms og námsárangurs eru. Sem betur fer hafa rannsóknir og fræðileg umræða síðari ára þar að auki leitt í ljós að sú viðleitni fyrri tíma að setja skynsemi og tilfinningar fram sem tvo ólíka og misvæga þætti mann- legrar tilveru var of einföld. Viðtölin leiða í ljós að það að hefja meistaranám á full- orðinsárum getur verið tilfinningalega erfitt og áttu viðmælendur það margir sam- merkt að velta því oft fyrir sér hvort þeir ættu að hætta. Tilfinningaleg glíma þeirra við sig sjálfa og námið virðist eiga stóran þátt í stolti þeirra og auknu sjálfstrausti að námi loknu. Námið sjálft var uppspretta mikillar ánægju hjá mörgum viðmælendum Kristínar. En það er nokkuð sem kennarar sem kenna fullorðnum þekkja vel úr eigin starfi, óháð því á hvaða stigi mentakerfisins nemendurnir standa. Kaflinn um leiðbeinandann, sem er næstsíðasti aðalkaflinn, er trúlega besti kaflinn í bókinni. Þar er Kristín greinilega á heimavelli og getur vitnað til fyrri rannsókna sinna í umræðunni. Hún fjallar þar um hlutverk leiðbeinenda í leiðsögn við ritgerðasmíð. Viðmælendur hennar hafa flestir jákvæða reynslu af leiðbeinendum sínum, en ekki allir og eru frásagnir þeirra allra áhugaverðar og gagnlegar. Með fjölgun meistara- nema er öll umræða um leiðsagnarhlutverk háskólakennara af hinu góða, og fer vel á því hér að birta reynslusögur í tengslum við fræðilega umræðu um efnið. áVinningUr af náMinU Flestar rannsóknir á þátttöku fullorðinna í skipulögðu námi benda til þess að oftast leggi fólk stund á nám til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í því ljósi er athygli- vert að hafi slíkar ástæður átt þátt í þeirri ákvörðun viðmælenda að hefja meistaranám virðast þær hafa vikið fyrir sókninni eftir persónulegum þroska. Viðmælendur leggja mesta áherslu á slíkan ávinning af námi sínu. Engu að síður var námið tengt starfsvett- vangi þeirra og það leiddi í flestum tilfellum til þess að þeir skiptu um starf eða breyttu því. Þessar rannsóknarniðurstöður eru trúlega í takt við aðstæður í samfélaginu á þeim tíma sem viðmælendur luku námi sínu. Margt bendir til að niðurstöður yrðu aðrar ef viðmælendur hefðu lokið námi á árunum 2007–2013. Niðurstöður Kristínar eru þær að ávinningur af meistaranáminu hafi fyrst og fremst verið persónulegur þroski: aukið sjálfstraust, gleði, umburðarlyndi, frumkvæði og sjálfstjórn. Bókinni lýkur skyndilega, án lokaorða. Það er e.t.v. ekki mikill löstur, en saman- tekt á niðurstöðum á einum stað hefði samt verið vel séð. Gjarnan hefði mátt gefa þar yfirlit yfir þann lærdóm sem höfundur dregur af niðurstöðum rannsóknarinnar, einkum í ljósi þess að hún hefur um 30 ára reynslu af kennslu fullorðinna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.