Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 7
FRÁ RITSTJÓRN Hinn dýri vegatollur Á UNDANFÖRNUM VIKUM HAFA FLEIRI ungmenni látið lífið og örkumlast í umferðarslysum hér á landi en dæmi eru um í annan tíma. Landsmenn eru slegnir óhug við þessa atburði, leita skýringa og jafnvel sökudólga í hverju einstöku tilviki og komast oftar en ekki að þeirri niðurstöðu að slysinu hefði mátt afstýra, ef einhver hefði hagað sér á annan veg en raunin varð. Síðan heldur lífið áfram sinn vanagang, það er að segja hjá þeim sem ekki eiga um sárt að binda. Eftirköstin eru sjaldan dregin fram í dagsljósið: þjáningar syrgjenda, langar sjúkrahúslegur fórnarlamba, endurhæfing, örkuml og örorka. Sú þrautaganga er sjaldan tilefni fréttaflutnings og gleymist fljótt. Öllum ber saman um það, að þessari vargöld verði að linna. Islenska þjóðin hefur ekki efni á að gjalda vegatoll með æsku landsins. En hvað er til ráða? Sérstök átök Umferðarráðs og Dómsmálaráðuneytis virðast engum árangri skila. Hræðsluáróðurinn með illa leiknum bflhræjum við vegarkantinn hverfur í rykmekki baksýnisspegilsins. Kallað er eftir aukinni lög- gæslu, hertum viðurlögum við umferðarlaga- brotum, öruggari umferðarmannvirkjum, hækkun lágmarksaldurs ökumanna, bættri öku- kennslu. Einn bendir á annan. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar slysin verða í umferðinni er sjaldan einum um að kenna. Við berum öll ábyrgð á umferðinni eins og hún er í dag og það er á valdi okkar sjálfra að breyta henni til batnaðar. Til þess þarf hugarfarsbreytingu í þá veru að við sem ökumenn öxlum þá ábyrgð sem okkur er falin með ökuréttindunum og högum okkur í samræmi við það þegar út í umferðina er komið. Við verðum að hætta að líta á samferðamenn okkar sem keppinauta og andstæðinga í baráttu um að komast leiðar okkar. Við verðum að læra að gera sömu kröfur til okkar sjálfra og við gerum til annarra. Hver og einn verður að líta í eigin barm Höfundur er sérfræðingur í hjartalækningum á Landspítala Fossvogi. og spyrja sig þeirrar spurningar hvað hann getur sjálfur lagt af mörkum til að gera umferðina öruggari. Þetta gæti reynst erfitt, því að skeytingarleysi íslendinga gagnvart náunganum, tillitsleysi, ókurteisi og frekja nær langt út fyrir samskipti manna í umferðinni og er orðin að einkenni þeirrar þjóðar sem þykist meiri og betri en aðrar þegar til samanburðar kemur á alþjóðavettvangi. Læknar kynnast öðrum fremur afleiðingum umferðarslysa í störfum sínum. Fyrir þeim eru óhöppin að undanförnu í engu frábrugðin öðrum umferðarslysum sem þeir hafa sinnt í gegnum árin. Læknar heyra harmasögurnar frá fyrstu hendi, og þekkja hverja sjúkdómsgöngu frá upphafi til enda. Þeir vita, að næsta slys verður ekki það síðasta. Læknastéttin á því að vera leiðandi afl í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. Ekki með því að kalla eftir auknum fjárveitingum hver til sinnar deildar. Ekki með því að taka þátt í fjölmiðlasótt stjórn- málanna. Ekki með því að varpa ábyrgðinni yfir á einhvern annan. Ekki með því að veita áfallahjálp þar sem hennar er ekki þörf. Læknastéttin á að vera einu skrefi á undan og benda á raunhæfar leiðir til að fyrirbyggja umferðarslys. Þetta verður aðeins gert með því að vekja almenning til umhugsunar um, að það hættulegasta í umferðinni erum við sjálf. Góða ferð og akið varlega. Garðabæ 23. ágúst 2000 Karl Andersen Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær geröir handrita lil ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofn- anir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töllur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar myndir og gröl' komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litmyndu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilufrcstur efnis í urnræðu- hluta er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðid 2000/86 551
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.