Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 72
 Durogesic Janssen-Cilag, 930066 ( X FORÐAPLÁSTDR; N 02 A B 03 R K Hver foröaplástur innihcldur: Fcntanylum INN, 2,5 mg (gefur frá sér 25 mfkróg/klst.), 5 mg (gefur frá sér 50 míkróg/klst.), 7,5 mg (gefur frá sér 75 míkróg/klst.), eöa 10 mg (gcfur frá sér 100 míkróg/klst.), constit. q.s. Ábendingar: Langvinnir verkir scm eru næmir fyrir morfínlyfjum. Skammtastæröir handa fullorönum: Skömmtun er einstaklingsbundin og byggir á almennu ástandi sjúklings svo og á fyrri sögu um notkun morfínlyfja. Hafi sjúklingur ekki fengiö sterk morfínlyf áöur ber aÖ stilla inn stuttverkandi morfínlyf fyrst og síöan breyta |x:im skammti yfir í Durogesic. Skammtur lyfsins er svo endurskoðaður meö jöfnu millibili þar til æskilegum áhrifum er náö. Þegar breytt cr úr morfínlyfjum til inntöku eöa stungulyfjum yfir í Durogesic skal nota eftirfarandi til leiöbeiningar: 1 LeggiÖ saman notkunina á sterkum verkjalyfjum síöasta sólarhring. 2 Ef sjúklingurinn hefur notað annað lyf en morfín, breytið þá yfir í jafngildisskammt af morfíni til inntöku. (Sjá Sérlyfjaskrá vegna töflu um jafngildisskammta). Skipta skal um plástur eftir 72 klst. Hæfilegur skammtur fyrir hvcrn einstakling er fundinn mcð því aö auka skammtinn þar til verkjastillingu cr náö. Fáist ckki nægjanleg verkun af fyrsta plástri, má auka skammtinn eftir 3 daga. SíÖan er unnt að auka skammtinn á þriggja daga fresti. Þcgar skipt er yfir á Durogesic cftir langvinna meöferö með morfíni, hcfur veriö greint frá fráhvarfscinkennum (þrátt fyrir nægilega verkjadeyfingu). Komast má hjá fráhvarfseinkennum með því að minnka notkun smátt og smátt hjá sjúklingum sem fá langvinna meðferð meö ópíóíðum. Ef fráhvarfseinkenni koma fram er ráölögö meðferð meö stuttverkandi morfíni í lágum skömmtum. Þurfi sjúklingurinn mcira en 100 mfkróg/klst. má nota fieiri en einn plástur í senn. Durogesic skal líma á efri hluta líkamans eða á upphandlegg og á ógeislaða, slétta, og heilbrigöa húö. Ef hár eru á staönum ber að klippa þau af en ekki raka en hárlaus svæöi eru æskilegust. Ef þvo þarf svæöiö áður cn plásturinn cr settur á, skal gcra þaö meö hreinu vatni. Ekki má nota sápu, olíu, áburð eða önnur efni sem geta ert húðina eöa breytt ciginleikum hennar. Húðin á að vera vel þurr áöur cn plástraö er. Plásturinn skal líma á húöina strax eftir aö pakkning hefur verið opnuÖ. Plásturinn er fcstur meÖ því aÖ þrýsta á hann mcð fiötum lófa í um þaö bil 30 sckúndur. Allur plásturinn og sérstaklega kantamir vcrða aö liggja vel að húöinni. Þcgar skipt er um plástur skal hann scttur á annan staö. Fyrri stað má ekki nota fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Skammtastærölr handa börnum: Lítil reynsla cr af notkun lyfsins til meðferðar hjá bömum. Frábendingar: Slævð öndun. Varnaðarorð og varúöarreglur: Aukinn heilaþrýstingur, minnkuö mcðvitund, meðvitundarleysi og órói í kjölfar neyslu áfcngis og svefnlyfja. Hægur hjartsláttur. Astmi. Slímsöfnun í lungum. Samtímis notkun annarra slævandi lyfja. Fylgjast þarf náiö með sjúklingum meö skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi svo og öldruöum sjúklingum og sjúklingum í kröm. Meöganga og brjóstagjöf: Morfínlyf gcta slævt öndun hjá nýbumm. Ef um langvarandi notkun lyfsins á meðgöngu hefur veriö að ræöa má gera ráð fyrir fráhvarfseinkcnnum hjá baminu cftir fæöinguna. Fentanýl berst (brjóstamjólk í nægilegu magni til þess að hafa áhrif á barniö, jafnvel þó að gcfnir séu venjulegir skammtar. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Vara ber sjúklinga við stjórnun vélknúinna ökutækja samtímis notkun lyfsins. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir cm óglcði/uppköst (28%) og syfja (23%). Alvarlegasta aukaverkunin er hömlun öndunar og cr skammtaháð, en þessi aukaverkun er sjaldgæf hjá sjúklingum, sem myndað hafa þol gcgn morfínlyfjum. Algengar (>1%): Almennar: Kláði. Hjarta- og æöakerfi: Lágur blóðþrýstingur, hægur hjartsláttur. Militaugakerfi: Syfja. mgl, ofskynjanir, sæluvíma. Hömlun öndunar. Meltingarfa'ri: Óglcði, uppköst, hægðatregða. Húð: HúÖerting (roði, kláði, útbrot). Þvagfœri: Þvagteppa. Ef um mikiÖ eöa langvarandi blóðþrýstingsfall er að ræöa, þá bcr að hafa vökvaþurTÖ/blóðþurrö í huga og velta fyrir sér vökvagjöf. öndunarhemjandi áhrif lyfsins em skammtaháð. HúÖertingin hverfur venjulega innan sólarhrings eftir aö plástur hefur vcrið fjarlægöur. Sjúklingar, sem fá morfínlyf, geta myndaö þol og cinnig oröið háðir lyfinu. Milliverkanir viö lyf eöa annaö: Samtímis notkun lyfja sem hafa áhrif á miðtaugakerfiö, þ.á m. þunglyndislyf, ópíóíöar, sefandi lyf, svcfnlyf, almcnn svæfinga- og deyfingalyf, fenótíazín, róandi lyf, vöðvaslakandi lyf, róandi andhistamín og áfcngi, getur valdiö auknum bælandi áhrifum meö gmnnri öndun, lágþrýstingi, miklum sefandi áhrifum og dái. Þess vegna þurfa sjúklingar sérstakt eftirlit og umönnun þegar þessi lyf em notuö um leið og Durogesic. umbrotið fyrir tilstuölan cýtókróm P450 3A4 cnsíma. Þó hefur ckki komiö fram in-vitro hömlun vegna ítrakónasóls (þekktur cýtókróm P450 ensím hemill), líklega vegna hás útdráttarhlutfalls fentanýls f lifur. Athugiö: Durogcsic á ekki að nota gegn bráðaverkjum eða verkjum eftir skurðaögerðir þar sem þá gefst ekki nægjanlegur tími til þcss aö finna hæfilega skammta og þar mcð getur lyfiö valdiö lífshættulcgri öndunarbilun. Durogesic skal cinungis gcfiö sjúklingum meö langvinna verki sem áöur hafa svaraö meöferð mcð morfínlyfjum. Ef öndunarbilun kemur í ljós skal taka plásturinn af og fylgjast vel með sjúklingnum. Öndunarhjálp skal veitt mcð þcim aöfcröum sem með þarf (t.d. hvatning, sjúkraþjálfun, öndunarvél). Áfcngi cykur öndunarhcmjandi áhrif fcntanýls. Áhrifin má stöðva meö naloxóni. Þar sem fentanýláhrifin vara mun lengur en áhrif naloxóns þarf aö fylgjast mjög vel meö sjúklingnum. Fái sjúklingur alvarlegar aukaverkanir þarf að fylgjast mjög vel meö honum í sólarhring cftir að plásturinn hcfur veriö tckinn af vegna þcss hver vcrkunartími er langur. Þegar mcöferö með Durogesic er hætt skal hcfja meðfcrð mcð öðrum morfínlyljum í hægt vaxandi skömmtum. Morfínlyfjum skal aÖ jafnaði hætt hægt. Ef sjúklingur fær hita (40°C) getur frásog fcntanýls aukist um u.þ.b. 30%. Þess vegna þarf aö fylgjast mcð sjúklingum sem fá hita og lækka skammtinn ef meö þarf. Forðast bcr að hita á einhvern hátt plástursstæöiö. ViÖbragðfiýtir sumra sjúklinga minnkar meöan á Durogesic mcöferð stendur, þetta ber aö hafa í huga til dæmis viö akstur. Geymsla: Plásturinn skal geyma í órofnum umbúðum við herbergishita. Geymist (jarri bömum, einnig eftir notkun. NotaÖir plástrar skulu brotnir saman og fargaö meö öruggum hætti. Pukkningar og verö 1.4. 2000: Foröaplástur 25 míkróg/klst. 10 cm2 x 5 stk. kr. 5.598 P'oröaplóstur 50 míkróg/klst. 20 cm2 x 5 stk. kr. 9.530 Foröaplústur 75 míkróg/klst. 30 cm2 x 5 stk. kr. 12.824 Foröaplástur 100 míkróg/klst. 40 cm2 x 5 stk. kr. 15.530 Notkunarleiöbeiningar á íslensku skulu fylgja hverri pakkningu lyfsins. THORARENSEN LYF Vatnagarðar 18 • 104 Reykjavllc • Slmi 530 7100 4^ JANSSEN-CILAG UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSA Bráðþjónustan þarf að komast undir eitt þak Jóhannes M. Gunnarsson læknir ,er fram- kvæmdastjóri lækningasviðs hins nýja sameinaða sjúkrahúss, Landspítala - háskólasjúkrahúss. Óhjá- kvæmilegt er að vænta nokkurra breytinga á skipu- lagi og starfsemi sjúkrahússins í kjölfar svo umfangs- mikillar sameiningar. Læknablaðið tók Jóhannes tali af þessu tilefni og spurði fyrst um þær breytingar sem vænta mætti. „Að sjálfsögðu eru breytingarnar sem fyrirhugaðar eru á starfseminni miklar. Það liggur í loftinu að ekki verði reknar tvær einingar sömu tegundar á sömu stofnuninni eftir að sameiningin er um garð gengin. Samsvarandi deildir gömlu spítalanna verða sameinaðar undir eina stjórn og væntanlega í flestum tilfellum á einn stað. Þetta er gífurleg uppstokkun á starfseminni og verður ekki gerð á skömmum tíma. Slíkt þarf talsverðan aðdraganda og útfærslan getur orðið erfið. Til að þess háttar geti gengið sæmilega fyrir sig þarf fyrir það fyrsta rými. Það þarf auka reit til að skáka hlutum á. Auk þess gefur auga leið að þetta kostar nokkurt fé. Það er varla tæmt svo herbergi eða flutt á milli að það kosti ekki hálfa til eina milljón.“ Hver ber kostnaðinn? „í sjálfu sér er ekki frátekið mikið fjármagn til að standa straum af kostnaðinum við tilfærslurnar. Það er reyndar ekki farið að reyna ýkja mikið á það enn. Við þekkjum hins vegar frá fyrri sameiningu Landakots og Borgarspítala að allar svona tilfærslur kosta og eru flóknar í framkvæmd. Flestum er kunnugt um hvernig fjármálum sjúkrahúsanna er háttað. Þau eru á ystu nöf og ekkert til umfram brýnustu nauðsynjar. En auðvitað gerum við ráð fyrir að þetta verði leyst og að því þarf að vinna markvisst.“ Hálfrar aldar hönnun Hvar er brýnast að sameina deildir og hvaða undan- tekningar gœtum við átt von á að sjá? „Ég get svo sem ekki fullyrt hvernig útfærslan verður nákvæmlega, við erum ekki komin svo langt ennþá. Þó er alveg ljóst að ef vel á að vera þá þyrfti nánast öll hefðbundin bráðastarfsemi, lyflækninga og skurðlækninga að byggjast upp undir sama þaki. Ef sú stefna verður tekin, sem ég reikna með, þá er það staðreynd að hvorugt húsið er tilbúið til að taka við þeirri starfsemi að óbreyttu. Það þarf að gera umtalsverðar endurbætur, aðallega hvað varðar stoðdeildirnar, rannsóknarstofur, skurðstofur og myndgreiningu. Ég hef ekki trú á að það verði hægt að útfæra þessa þjónustu fyrr en fyrir liggur á hvorum staðnum meginuppbyggingin verður. Það verður ekki auðvelt að koma því svo fyrir að öll starfsemi bráðaþjónustu geti þrifist á einum stað. Rætt hefur verið um að eðlilegt og best hefði verið að byggja upp spítala alveg frá grunni. Þar er um mikla fjárfestingu að ræða og þar af leiðandi hafa þessar umræður aldrei farið fram í fullri alvöru. Húsin er bæði um hálfrar aldar gömul í hönnun og því orðin úrelt. Það á ekki síst við allt er snýr að þjónustu- deildunum. Á þeim sviðum hafa framfarirnar og breytingarnar orðið mestar. Öll hlutföll hafa raskast frá því sem áður var þegar mest áhersla var lögð á legudeildir. Rannsóknar- og þjónustu- starfsemi og göngudeildir falla illa inn í þá hönnun. Sem dæmi má nefna að þegar Borgar- spítalinn var byggður var ekki gert ráð fyrir nema einni skrifstofu fyrir lækna á lyflækningadeild. Það er reynt að breyta og bæta og oft tjaldað nánast til einnar nætur og verður kannski aldrei gott.“ Er það þá skoðun þeirra sem best þekkja til að betra hefði verið að byggja nýjan spíta/a frá grunni? „Það hefur verið bent á það af mætum forystumönnum innan heilbrigðisstétta að samein- ing kalli á nýtt umhverfi. Við höfum fyrir augunum það sem aðrar þjóðir eru að gera og það er ekki Læknablaðið 2000/86 611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.