Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / LIFFÆRAFLUTNINGAR frumur sem hverfa fljótt úr blóðrásinni eftir gjöf, auk þess sem virkni þeirra er skert. Með hvaða hætti þetta gerist er ekki vitað. Þessi mótefni hafa kröftug ónæmisbælandi áhrif og eru einvörðungu notuð við innleiðslu ónæmisbælandi meðferðar og við meðferð bráðrar höfnunar. Myndun mótefna gegn þeim leiðir til minnkaðrar virkni. Helsta aukaverkun er hiti og kalda (75-80% tilfella) sem stafar af boðefnalosun en forgjöf stera kemur í veg fyrir þessi áhrif. Blóð- vatnsveiki og blóðflögufæð koma einnig fyrir. Þá er aukin hætta á tækifærissýkingum og krabbameini vegna mikillar ónæmisbælingar. Múrómónab-OKT3 (anti-CD3): Þetta einstofna mótefni er framleitt í músum og binst epsilón keðju CD3-sameindar T-frumna (37). Við gjöf þess hverfa T-frumur úr blóðrásinni innan 30-60 mínútna og þær missa hæfni til að geta brugðist við ónæmisvökum. Þetta mótefni hefur afar kröftug ónæmisbælandi áhrif og líkt og fjölstofna mótefnin er það einvörð- ungu notað við innleiðslu ónæmisbælandi meðferðar og meðferð bráðar höfnunar. Myndun mótefna dregur úr áhrifum lyfsins. Helsta aukaverkun þess er svæsið heilkenni sem samanstendur af hita, köldu, höfuðverk, uppköstum, niðurgangi og lágþrýstingi en það sést eftir fyrsta skammt og er álitið stafa af losun frumuboðefna eins og TNF og IL-2 (38). Forgjöf stera dregur verulega úr alvarleika heilkennisins (39). Aðrar svæsnar aukaverkanir eru lungnabjúgur og heilahimnubólga án sýkingar. Vegna hættu á lungnabjúg er mikilvægt að tryggja að sjúklingar séu ekki ofhlaðnir af vökva er lyfið er gefið. Meðferð með OKT3 getur leitt til alvarlegra sýkinga og myndunar illkynja æxla, einkum eitilfrumukrabba- meins. Mótefni gegn 1L-2 viðtœki (anti-CD25): Þetta eru blendingsmótefni manna og músa. Tvö slík mótefni voru nýlega tekin í klíníska notkun, basilixímab (Simulect) sem inniheldur breytilega svæði músa en 70% þess er frá mönnum, og daklízúmab (Zenapax) sem hefur ofurbreytilega svæði músa en 90% er frá mönnum. Þau bindast a-keðju IL-2 viðtækis og blokka verkun IL-2. Álitið er mögulegt að þessi mótefni valdi sértækari ónæmisbælingu en önnur ónæmisbælandi lyf því aðeins virkjaðar T-frumur tjá IL-2 viðtæki. Bæði efnin hafa verið prófuð við innleiðslu ónæmisbælingar nýraþega og draga þau úr tíðni bráðra hafnana en ekki hefur verið sýnt fram á að þau bæti græðlingslifun (40,41). Aukaverkanir eru fáar. Undirstöðuatriði ónæmisbælandi meðferðar: Helstu markmið eru að: 1. Fyrirbyggja bráða og langvinna höfnun. 2. Forðast óhóflega ónæmisskerðingu. 3. Takmarka óæskilega verkun ónæmis- bælandi lyfja. Venja er að nota saman nokkur ónæmisbælandi lyf sem verka á mismunandi stöðum í virkjunarferli T-frumna í því augnamiði að ná sterkum ónæmis- bælandi áhrifum með sem minnstum aukaverkunum. Kalsíneurín hemlarnir cýklósporín og takrólímus, eru hornsteinar ónæmisbælandi meðferðar í dag. Al- gengast er að beitt sé þriggja lyfja meðferð og þá er oftast notað cýklósporín eða takrólímus ásamt azatíópríni eða mýkófenólati mófetíl og prednisólon. Fullkomin samstaða um hvaða samsetning ónæmis- bælandi lyfja er ákjósanlegust liggur þó ekki fyrir. Cýklósporín er enn notað í meira mæli en takrólímus enda mun meiri reynsla af notkun þess. Mýkófenólat mófetíl er nú víða tekið fram yfir azatíóprín vegna kröftugri ónæmisbælandi áhrifa auk þess sem það er talið valda minni mergbælingu. Fyrst eftir ígræðslu er jafnan gefin kröftug ónæmisbælandi meðferð því þá er hættan á höfnun mest. Oftast eru notaðir hærri skammtar sömu lyfja og notuð eru í viðhaldsmeð- ferð. Á sumum ígræðslustofnunum eru fjölstofna andeitilfrumumótefni eða OKT3 notuð við inn- leiðslu ónæmisbælingar fyrstu 7-14 dagana og er þá beðið með að hefja gjöf cýklósporíns eða takrólímus í fáeina daga. Það hefur dregið mjög úr tíðni snemmkominnar bráðrar höfnunar en hefur ekki skilað sér í bættri langtíma græðlingslifun (42,43). Þessi meðferð kemur einkum að gagni fyrir sjúklinga sem fá nýru með langan kaldan blóðþurrðartíma og þola því illa háa skammta af cýklósporíni eða takrólímus sem álitið er að auki á blóðþurrðarskaða (41). Einnig er slík meðferð talin koma að gagni hjá nýraþegum sem hafa aukna hættu á að fá höfnun vegna HLA-mótefna eða fyrri ígræðslna (42,45,46). Þessi tegund innleiðslumeðferðar hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu vegna aukinnar tíðni alvarlegra aukaverkana, svo sem sýkinga og krabbameins. Á síðustu árum hafa basilixímab og daklízúmab víða verið notuð við innleiðslu ónæmisbælingar. Reynt hefur verið að ná líffæraþegum af sterameðferð og þótt það hafi tekist í völdum tilfellum, þá hefur það haft aukið nýgengi bráðrar höfnunar í för með sér og mögulega verri græðlingslifun (47). Við meðferð bráðrar höfnunar er oftast beitt háskammtasterameðferð og fæst góð svörun í um 70- 80% tilfella (48,49). Fáist ekki svörun við sterameð- ferð er hægt að grípa til meðferðar með OKT3 eða fjölstofna andeitilfrumumótefni. OKT3 snýr við 80- 90% bráðra hafnana og meira en 50% bráðra hafnana sem ekki svara sterameðferð (48,50). Nýlegar rannsóknir benda til að sé skipt úr lyfinu cýklósporín yfir í takrólímus geti það komið að gagni við meðferð bráðrar höfnunar sem ekki svarar hefðbundinni meðferð (rescue therapy) (51-53). Þá eru vísbendingar um að mýkófenólat geti haft notagildi í meðferð bráðrar höfnunar sem svarar ekki hefðbundinni meðferð (54). Aukin ónæmisbæling hefur ekki komið að gagni við meðferð langvinnrar höfnunar. Miklar vonir eru bundnar við að nokkur af Læknablaðið 2000/86 561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.