Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 88

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 88
SMÁS JÁI N Norræn ráðstefna um fjarlækningar 13.-16. september 2000 ■ Þriðja norræna fjarlækninga- ráðstefnan verður haldin í Kaup- mannahöfn dagana 13. til 16. sept- ember næstkomandi. Þema ráð- stefnunnar er reynsla Norðurlanda af fjarlækningum og hvert stefnir nú (the Nordic experience and beyond). Ráðstefnan er haldin af Norræna fjarlækningasamband- inu með stuðningi Norrænu ráð- herranefndarinnar og Rigshospi- talet í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan hefst með mót- töku á miðvikudeginum 13. sept- ember en meginefnið er á fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Seinni part föstudags bjóða Svíar til sérstakarar dagskrár í Lundi. Helstu viðfangsefni ráðstefn- unnar eru yfirlit um fjarlækn- ingar á Norðurlöndum, reynslan af fjarlækningum og mat á þeim ásamt nýjungum í tækni fyrir fjar- lækningar. Nánar er sagt frá ráð- stefnunni á http://www.telemedicine.dk r Norræna læknaráðið fundar SÍMENNTUN OG RAFRÆN SKRÁNING VORU meðal þess helsta sem fjallað var um á fundi Norræna læknaráðsins, sem haldinn var í Visby á Gotlandi dagana 13.-15. júní síðastliðinn. Jón G. Snædal og Hannes Petersen sóttu fundinn af íslands hálfu. Símenntun var eitt meginþema fund- arins. Sameiginleg yfirlýsing Norrænu læknafélaganna um símenntun hefur verið samþykkt í stjórnum allra félag- anna. Læknafélögin hafa samkvæmt henni tekið að sér að vera í forystu á sviði símenntunar lækna hvert í sínu landi. Þá var sagt frá rafrænu skráningar- formi danskra heimilislækna. Símennt- unarpunktar lækna eru skráðir í kerfið og hver læknir getur borið stöðu sína saman við meðaltöl og frávik heildar- innar. Tæpur þriðjungur danskra heimilislækna notar kerfið en þeim fer heldur fjölgandi. Á fundinum var einnig sagt frá skráningarkerfi því sem íslenskir heimilislæknar nota. Reynslan af því er á margan hátt svipuð reynslu Dana og notkunin álíka mikil. Á fundinum kom fram verulegur áhugi á málefnum er varða íslenska gagnagrunninn. Þau voru rædd undir liðnum: „Hvað hefur gerst frá því síðast?“. Umræður urðu fjörugar og varð að slíta þeim áður en mælendaskrá tæmdist. Á fundinum voru kynntar skýrslur frá SNAPS, samstarfshópi sem skoðar og gerir spár um framboð og eftirspurn á læknum. Önnur fjallaði um horfur á vinnumarkaði lækna á Norðurlöndum næstu tvo áratugi en hin um mismunandi áherslur varðandi sérfræðimenntun. Auk þess var rætt um framtíðarhlutverk lækna svo og breytta stöðu lækna gagn- vart sjúklingum sínum í upplýsingasam- félagi nútímans. Það verður æ algengara að sjúklingar afli sér gagna á netinu og spyrji upplýstra spurninga. Þetta gerir auknar kröfur til lækna í samskiptahæfni og viðhaldi menntunar í starfi. Könnun á tölfræðiþekkingu heilbrigðisstétta Nýlega voru kynntar niðurstöður könnunar sem heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri stóð fyrir sumarið 1998. Könnunin var gerð samtímis í sex Evrópulöndum og fjallaði um starfsþjálfun heilbrigðisstétta í tölfræði. Þáttakendur voru frá Englandi, írlandi, Finnlandi, Belgíu og Grikklandi auk íslands. Verkefnisstjóri á íslandi var Hermann Óskarsson. Markmið rannsóknarinnar var kanna þörf á aukinni tölfræðikunnáttu og þjálfun meðal heilbrigðisstétta. Leitað var eftir svörum við því hvers konar tölfræðikennsla hentaði helst. Könnunin náði til fagfólks og stjórnenda á heilbrigðissviði. Ákveðið var að hafa könnunina allviðamikla hér á landi. Spurningalistar voru sendir til tíunda hvers starfandi læknis og hjúkrunarfræðings og meira en 40 af hundraði sjúkraþjálfara og iðjuþjálfara. Allir faglegir stjórnendur þriggja stærstu heilbrigðisstofnana landsins fengu sérstakan spurningalista sendan, en þeir bera ábyrgð á endurmenntun starfamanna hver hjá sinni stofnun. Svörun var lítil, einungis 28% meðal fagstéttanna en 42% stjórnenda svöruðu. Þrátt fyrir þessa litlu svörun er talið að svörin gefi nokkuð góða vísbendingu um afstöðu þessara stétta til starfsþjálfunar í tölfræði. Meginniðurstöður könnunarinnar voru að notkun á tölfræði yrði vaxandi í framtíðinni. Tölfræðiþekking og tölfræði- notkun íslenskra heilbrigðisstétta er í meðallagi miðað við önnur lönd en víðast hvar telja fagstéttir þekkingu sína frekar slaka. Mestur áhugi reyndist á stuttum námskeiðum á vinnustað eða sveigjan- legu fjarnámi. Athygli vakti að aðgangur íslenskra heilbrigðisstétta að netinu er mun almennari en meðaltal þátttöku- landanna, 94 á móti 66 af hundraði. Spurt var um netið sérstaklega með notkun þess til miðlunar fræðslu í tölfræði í huga. Könnunin var liður í samstarfs- verkefni sem styrkt er af Leonardo starfsþj álfunaráætlun Evrópusamband- sins. 624 Læknablaðid 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.