Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / LIFFÆRAFLUTNINGAR ígræðslu hefur nær útrýmt lungnabólgu af völdum Pneumocystis carinii og dregið mjög úr sýkingum af völdum Nocardia asteroides, Listeria monocytogenes og Toxoplasma gondii (55). Þessi meðferð hefur einnig minnkað verulega nýgengi þvagfærasýkingar hjá nýraþegum (59). Mýkóstatín eða ketókónazól er gefið til að fyrirbyggja Candida sýkingar meðan á sýklalyfjameðferð stendur. Loks hefur fyrirbyggjandi meðferð gegn cýtómegalóveiru dregið mjög úr tíðni og alvarleika sýkinga af völdum veirunnar, sér- staklega eftir að farið var að nota gancíklóvír (60). Fyrirbyggjandi meðferð hefur einkum beinst að cýtómegalóveiru-neikvæðum þegum líffæra frá cýtómegalóveiru-jákvæðum gjöfum. Víða er nú farið að gefa öllum líffæraþegum gancíklóvír fyrstu þrjá mánuðina eftir ígræðslu. Þá hafa rannsóknir sýnt umtalsverða lækkun á nýgengi cýtómegalóveiru- sjúkdóms þegar gancíklóvír er gefið samfara meðferð með OKT3 eða andeitilfrumumótefni (preemptive- meðferð) (61). Loks er venja er að bólusetja líffæraþega gegn inflúensu, lungnabólgusýklum og lifrarbólgu B. Illkynja sjúkdómar: Rannsókn á meira en 9000 krabbameinum sem skráð hafa verið í Krabba- meinsskrá líffæraþega í Cincinnati í Bandaríkjunum (Cincinnati Transplant Tumor Registry), sem er alheimsgagnagrunnur, hefur varpað ljósi á tíðni krabbameina hjá þessum sjúklingum (62). Hætta líffæraþega á að fá krabbamein er um 100 sinnum meiri en hjá almennu þýði. Hjá nýraþegum er nýgengi krabbameina um 6% og um 1% deyja af völdum þeirra (63). Stór hluti krabbameina sem hrjá líffæraþega eru húðkrabbamein sem eru sérlega algeng á sólríkum svæðum. Meðal annarra krabbameina sem hafa aukna tíðni í þessum sjúklingahópi eru eitilfrumukrabbamein, Kaposi- sarkmein, krabbamein í leghálsi, krabbamein í sköpum og spöng, nýmakrabbamein, getur verið í báðum nýrum krabbamein í lifur og gallvegum og ýmis sarkmein (64). A hinn bóginn eru þau krabba- mein sem eru algengust í almennu þýði, til dæmis krabbamein í lungum, blöðruhálskirtli og ristli, ekki algengari meðal líffæraþega og brjóstakrabbamein er fátíðara (65). Ljóst er að langvinn bæling ónæmiskerfisins veikir getu einstaklingsins til að bregðast við krabbameinsvöldum svo sem sólarljósi og krabbameinsvaldandi veirum. Eitilfrumukrabbamein hjá líffæraþegum er vem- legt vandamál en nýgengi þess er 30-50 sinnum algengara en í almennu þýði (60). Nýgengi þess er 1,0% hjá nýraþegum, 2,7% hjá lifrarþegum, 3,3% hjá hjartaþegum og 3,8% hjá lungna- eða hjarta- og lungnaþegum. Hærra nýgengi hjá þegum annarra líffæra en nýrna skýrist líklega af þörf fyrir meiri ónæmisbælandi meðferð sem endurspeglar nauðsyn þess að bæla niður höfnun til að bjarga lífi sjúklinga. Við svæsna höfnun nýragræðlinga kemur hins vegar til greina að stöðva ónæmisbælandi meðferð og setja sjúklinga í skilunarmeðferð. Sterk tengsl eru á milli Epstein-Barr veiru og meinmyndunar eitilfrumu- krabbameins hjá líffæraþegum (58). Áhættan er meiri eftir því sem ónæmisbæling er kröftugri og eru það einkum hin öflugu ónæmisbælandi lyf, OKT3 og fjölstofna andeitilfrumumótefni sem valda verulega aukinni áhættu fyrir þennan sjúkdóm (66). Eitil- frumukrabbamein hjá líffæraþegum er fyrst og fremst B-frumu sjúkdómur sem getur verið allt frá góðkynja, fjölstofna eitilfrumufjölgun upp í einstofna eitilfrumukrabbamein (67). Sjúkdómur utan eitla finnst í um 70% tilfella, þar af finnast æxli í heila hjá 27% (62). Nákvæm vefjagreining og flæðissjár- greining er þungamiðja sjúkdómsgreiningar. Góð- kynja eitilfrumufjölgun er meðhöndluð með minnk- un ónæmisbælingar og veirulyfi (acýklóvír eða gancíklóvír) og svarar þeirri meðferð yfirleitt vel. Jafnvel stöku einstofna æxli svara slíkri meðferð en oftast þarf jafnframt að beita krabbameinslyfja- meðferð, geislun eða skurðaðgerð. Aðrar veirur sem tengjast krabbameinsmyndun eru vörtuveira (human papilloma virus) sem veldur krabbameini í vör, leghálsi, sköpum, spöng og endaþarmi og lifrar- bólguveirur B og C sem valda lifrarfrumukrabba- meini (55). Þá hefur verið sýnt fram á tengsl milli Kaposi-sarkmeins og herpesveiru 8 (68). Meðferð krabbameina er hin sama og hjá öðrum en framvinda er oft hraðari og horfur afar slæmar ef um langt genginn sjúkdóm er að ræða. Fyrirbyggj- andi aðgerðir hafa mikla þýðingu. Mikilvægt er að forðast óþarflega mikla ónæmisbælingu, einkum andeitilfrumumótefni. Ennfremur er gagnlegt að verja húðina fyrir sólarljósi með klæðnaði og sólarvörn. Reglubundin húðskoðun, leghálsskoðun og brjóstamyndataka hafa einnig þýðingu. Aðrir langvinnir fylgikvillar: Hjarta- og œðasjúk- dómar: Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök líffæraþega. Hefðbundnir áhættuþættir æðakölkunar varða mestu og er mikilvægt að meðhöndla þá kröftuglega. Mikilvægt er að huga að hjarta- og æðasjúkdómum fyrir ígræðslu. Háþrýstingur: Um 60-80% líffæraþega hafa háþrýsting, enda algeng aukaverkun, sérstakleg cýklósporíns og takrólímus og í minna mæli stera (69,70). Meðferð beinist að skerðingu á inntöku salts, lækkun skammta cýklósporíns og takrólímus ef kostur er og notkun blóðþrýstingslækkandi Iyfja. Kalsíum blokkar og beta blokkar eru heppileg lyf auk þess sem þvagræsilyf koma oft að gagni. Hœkkuð blóðfita: Hækkun á kólesteróli og þríglýceríðum finnst hjá mörgum líffæraþegum (71). Þá er HDL-kólesteról oft lækkað. Orsök blóðfitu- hækkunar er fjölþætt og meðal annars eiga sterar, cýklósporín og takrólímus þátt í henni (72). Takrólímus virðist þó hafa minni tilhneigingu í þessa átt en cýklósporín (73). Meðferð byggist á því að Læknablaðið 2000/86 563
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.