Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRETTIR / SAMEINING SJUKRAHUSA akademískri starfsemi sjúkrahússins og auðveldi henni að lifa og þróast innan sjúkrahússins. Parna á að vera miðpunktur akademískra rannsókna, þróunar, fræðastarfa óg að einhverju leyti þeirrar kennslu sem er á vegum sjúkrahússins. Grunn- kennsla heiibrigðisstéttanna er áfram á vegum Háskóla íslands, læknadeildar, hjúkrunardeildar og annarra deilda sem mennta heilbrigðisstarfs- fólk. Þaö sem snýr að framhaldsmenntun og hefur að mestu leyti verið á höndum spítalanna, sérstaklega framhaldsmenntun lækna, mun vonandi njóta tilkomu þessarar stofnunar. Við viljum gjarnan að slík fræðslu- og rannsóknar- stofnun verði að veruleika sem allra fyrst. Einn af hornsteinum hvers sjúkrahúss eru vísindarannsóknirnar sem þar eru stundaðar. Ætlunin er að skapa þeim rýmri aðstæður og safna saman þekkingu og aðstoð við vísindamenn. Eitt af því sem er að verða sífellt flóknara er að afla rannsóknarstyrkja. Við stofnunina gæti ef til vill safnast saman þekking, þannig að menn þyrftu ekki í sífellu að vera að byrja á byrjuninni, til dæmis varðandi umsóknir um styrki úr sjóðum Evrópusambandsins.“ Þú fiefnir að framhaldsmenntun lœkna hafi frekar verið skipulögð afhálfu sjúkrahúsanna ólíkt því sem gerist með grunnmenntunina. Sérðu breytingar þar á? „Samskipti háskólans og spítalans hafa verið tiltölulega illa skilgreind. Sumum hefur kannski fundist að þarna eigi ekki að vera mjög skörp skil á milli. Mín skoðun er sú að það sé báðum til hagsbóta að hlutverkaskiptin séu vel skilgreind. Arið 1984 var gerður samningur á milli Borgar- spítalans og Háskólans og einnig milli Landakots og Háskólans sem fjallaði um þetta hlutverk spítalanna gagnvart Háskólanum. Sá samningur var í sjálfu sér ágætur og mikið í hann lagt, en hann komst því miður aldrei að fullu til framkvæmda. Hann er líka að sjálfsögðu barn síns tíma. Þessum samningi var sagt upp til endurskoðunar í byrjun sumars og fyrir liggur að vinna að nýjum samningi. Það er mikilvægt fyrir báða aðila að allt sé sæmilega klárt og skýrt. Einfaldir hlutir eins og húsbóndavald þeirra sem gegna akademískum stöðum gera það mjög knýjandi að fá botn í þessi mál. Samningagerð af þessu tagi er afar flókin og getur tekið marga mánuði. Okkur veitir því ekki af því ári sem við höfum til verksins. Þarna þarf að vinna bæði vel og skipulega.“ Hefur þú áhyggjur af því að þarna séu núningspunktar eða tilefni til togstreitu? „Nei, ég óttast það í sjálfu sér ekki. Það þarf hins vegar að huga að mörgum þáttum þessa máls, meðal annars hvar fjárveitingar liggja. Þar þarf ef til vill að stokka upp að einhverju leyti. Það hefur löngum verið sagt að læknadeild sé rekin fyrir ótrúlega lítið fé og hafi ekki mikið aflögu. Segja má að hluti þessa kostnaðar liggi inni í fjárveitingum til sjúkrahúsa, sem í sjálfu sér er í lagi, ef allir gera sér grein fyrir því, en eðlilegast er að hlutirnir séu rétt merktir." Hvað með svigrúmið sem vísindasamfélagið hefur til að þróast og eflast? „Auðvitað vill hið daglega amstur og hin praktísku úrlausnarefni oft yfirskyggja hugsjóna- og uppbyggingarstarfið sem nauðsynlegt er að fari fram. Eg held engu að síður að það sé einlægur vilji að þessi þáttur starfseminnar fái forgang og verði að minnsta kosti ekki útundan. Það fer býsna mikil akademísk starfsemi fram innan sjúkra- húsanna, í rauninni furðu mikil, svo að sumu leyti verður um tiltekt eða uppröðun að ræða. En viljum gjarnan gera betur.“ Túlkanir kjarasamninga ólíkar Hefur uppbygging stóru sjúkrahúsanna tveggja sem nú sameinast verið ólík að einhverju leyti? „Já, eins og eðlilegt er um tvær aðskildar stofnanir þá hefur skapast mismunandi kúltúr á ýmsan hátt. I eðli sínu eru þær þó býsna líkar, enda var Borgarspítalinn á sínum tíma byggður upp af mönnum sem komu af Landspítalanum. Síðan má segja að talsvert af kúltúr Landakots hafi lifað þar, sem var nokkuð ólíkur. Á rúmlega 30 árum hafa spítalarnir þróast hvor á sinn hátt en þó er það svo að í flestum starfsmannahópum eru allmargir einstaklingar sem flytjast fram og til baka milli sjúkrahúsanna og eru kunnugir þeim báðum. Þannig að munurinn er ef til vill ekki djúpstæður. Það eru þó atriði eins og túlkun kjarasamninga og ýmissa kjaratengdra réttinda sem einhver blæbrigðamunur hefur verið á og auðvitað er hætt við árekstrum þegar svo er.“ /hvaða farveg beinið þið slíkum málum? „Starfsmannaþjónusta hefur verið sameinuð og efld mjög mikið. Mannafli hefur verið aukinn og lögð sérstök áhersla á að beina ýmsum úrlausnar- efnum til hennar. Á þessari deild hvílir mjög margt, bæði samræmingarvinna og að ná sam- komulagi um stór og smá atriði. Kjarasamningar eru lausir í lok þessa árs og byrjun þess næsta og þá upphefst ferli sem gefur tilefni til frekari samræmingar." Lítur þú á að þessir lausu samingar geft fœri á breytingum og samrœmingu? „Tvímælalaust." - aób Læknablaðið 2000/86 613
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.