Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 68
r UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐRÆÐUR LÍ & í E Viðræðuslit hjá Læknafélagi Islands og íslenskri erfðagreiningu PANN 11. ÁGÚST SÍÐASTLIÐINN SENDU PEIR Sigurbjöm Sveinsson formaður Læknafélags íslands og Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Hinn 8. þessa mánaðar lauk viðræðum þeim, sem staðið hafa undanfarna mánuði milli íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) og Læknafélags Islands (LI) um sameiginlegan skilning á því, hvernig virða megi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, þegar notaðar eru heilsufarsupplýsingar við vísinda- rannsóknir svo sem við gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Viðræður þessar hafa verið efnislegar og málefnalegar og sameiginlegur skilningur náðst um ýmsa efnisþætti málsins. Þótt viðræður þessar hafi ekki leitt til sameigin- legrar niðurstöðu, er það einlægur vilji beggja aðilja, að sá ágreiningur, sem enn er fyrir hendi, verði leystur." Frá því yfirlýsingin var birt hafa fjölmiðlar fjallað nokkuð um málið. Forsvarsmenn IE hafa lagt áherslu á að þeir telji að viðræðunum verði haldið áfram síðar. Af hálfu Læknafélagsins hefur verið ítrekað að um viðræðuslit var að ræða. Læknablaðið fékk Sigur- björn Sveinsson, formann LÍ, í viðtal af þessu tilefni. í síðasta tölublaði Læknablaðsins, (7-8/2000) birtist bréf sem Sigurbjörn sendi öllum félögum í LI20. júní síðastliðinn. Þar rekur hann stöðu málsins á þeirri stundu. Upphaf viðræðnanna var það að Kristján Erlendsson læknir IE hafði samband við Sigurbjörn til að kanna möguleika á því að fulltrúar LI og ÍE settust saman og reyndu að finna sameiginlega lausn á helsta ágreiningsmáli þessara aðila, sjálfsákvörð- unarrétti sjúklinga. Viðræður þær sem nú hafa siglt í strand fóru af stað í framhaldi af þessum umleitun- um. Fyrsta spurningin sem Sigurbjörn svaraði var hverjar væntingarnar hefðu verið þegar sest var að samningaborði. „Við höfðum auðvitað miklar væntingar er við hófum viðræðurnar. Við höfðum, í kjölfar þess að íslensk erfðagreining fékk leyfi til að setja saman miðlægan gagnagrunn, ítrekað að leita bæri sam- þykkis einstaklinga fyrir flutningi upplýsinga um þá í grunninn. Þegar sá flötur kom upp að fulltrúar ÍE væru tilbúnir að ræða á hvern hátt við gætum virt sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga vöknuðu vonir um að það væri virkilega einhver ljóstýra í málinu. Það er í rauninni stórt mál að Islensk erfðagreining féllst á að leita eftir samþykki sjúklings. Agreiningurinn snerist hins vegar um það hvernig samþykkið ætti að virka." Pað hefur verið langt á milli ykkar? „Já, sérstaklega í byrjun. Læknafélagið varð að breyta skoðunum sínum á ýmsu með það fyrir augum að þarna voru tveir aðilar með ólíkar skoðanir að talast við. Upphafleg krafa okkar var sú að fjallað væri sérstaklega um hinn miðlæga gagnagrunn á heilbrigðissviði. Við féllumst á að ræða málið á breiðum grunni, ekki út frá sértækri lausn fyrir miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. I öðru lagi töluðum við ekki um upplýst samþykki sjúklings eins og í upphafi, þar sem um öðru vísi samþykki er að ræða en við erum vön. Sjúklingar eru í raun að gefa leyfi til fleiri en einnar rannsóknar og ef til vill færslu í fleiri en einn grunn. í þriðja lagi féllumst við á að sérleyfishafinn hefði aðlögunartíma, þar sem hann hefði aðgang að öllum upplýsingum. Þessi hugmynd byggðist á þeirri yfirlýsingu af hálfu IE að hægt sé að þróa aðferðir til að eyða upplýsingum úr grunninum. Það var alveg nýr flötur á rnálinu." Var gert ráð fyrir að þessar viðrœður gœtu jafnvel leitt til þess að aðilar kæmu sér saman um að fara fram á það við löggjafann að gerðar yrðu einhverjar lagabreytingar? „Það er skoðun aðalfundar Læknafélagsins að breyta beri þessum lögum, þau séu gölluð. Við tókum hins vegar upp viðræður í Ijósi þess að stjórnmála- öflin sem ráða landinu hafa ekki fengist til að ljá máls á því að lögunum yrði breytt. Næsta tilraun okkar til að koma málinu í einhvern viðunandi farveg, var að tala við þann sem hefur leyfið til að setja grunninn saman. Það merkir ekki að við sættumst við lögin. Og það er alveg skýrt af okkar hálfu, að ef Læknafélagið féllist á einhverja lausn af því tagi sem þessar viðræður buðu upp á, myndi það engu að síður halda áfram að halda uppi gagnrýni á lögin. Þau batna ekki þótt gert sé samkomulag við sérleyfishafa. Heilbrigðisráðuneytinu er meðal annars kunn þessi afstaða félagsins. Við gerðum okkur hins vegar fyllilega grein fyrir að fulltrúar íslenskrar erfðagreiningar myndu ekki taka þátt í þessum viðræðum til þess að gerði yrði sameiginleg tillaga að lagabreytingu." Voru þetta ítarlegar viðræðum? „Til að byrja með lögðum við mikla vinnu í þær, höfðum með okkur lögfræðing og undirbjuggum fundina vel. Viðræðufundirnir sjálfir skiluðu ekki svo miklu í fyrstu. Við fóru af stað í febrúar, í marsmánuði gerðist lítið þar til við Kári Stefánsson hittumst og sammæltumst um að minnka hópinn. Við ákváðum að fá með okkur viðræðuaðila sem yrðu eins og nokkurs konar hjónabandsráðgjafar. Það 608 Læknablaðið 2000/86 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.