Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Ofurbráð höfnun: Ofurbráð höfnun er nú afar sjaldgæf en hún orsakast af frumuskemmandi mótefnum gegn græðlingnum og einkennist af svæsnum æðaþelsskaða og segamyndun sem leiða til eyðileggingar græðlingsins á fyrstu dögunum eftir ígræðslu. Engin meðferð kemur að gagni. Þessi tegund höfnunar á sér stað þegar ABO-blóð- flokkaósamræmi er milli þega og gjafa. Hún sést einnig í nýra- og hjartagræðlingum þegar mótefni gegn HLA-sameindum gjafans eru til staðar við ígræðslu (12). Slík mótefni geta myndast við meðgöngu og fæðingu, við blóðgjöf og við höfnun ígrædds líffæris. Til að hindra ofurbráða höfnun er ætíð tryggt að ABO-blóðflokkasamræmi sé fyrir hendi. Ennfremur er ávallt framkvæmt eitilfrumu- krosspróf fyrir nýraígræðslu og hjá væntanlegum hjartaþegum er skimað fyrir þessum mótefnum og krossprófað fyrir ígræðslu ef þau reynast fyrir hendi. Bráð höfnun: Tíðni bráðrar höfnunar er talsvert mismunandi eftir tegund líffæris og er á bilinu 30- 60%. Hún á sér oftast stað á fyrstu þremur mánuðunum eftir ígræðslu en getur komið fyrir á hvaða tíma sem er, einkum ef ónæmisbæling er minnkuð eða stöðvuð. Einkennandi fyrir bráða höfnun er íferð bólgufrumna, einkum eitilfrumna og gleypifrumna, sem oft er mest áberandi umhverfis æðar (mynd 2). Aðrar markverðar vefjabreytingar eru æðaþelsbólga í smáum æðum og sköddun í starfrænum vef, svo sem píplubólga í nýra, vöðvafrumudrep í hjarta og gallgangabólga í lifur. Bráð höfnun veldur röskun á starfsemi græðlings. Hún er oft einkennalaus og því erfið í greiningu, sérstaklega eftir tilkomu öflugra ónæmisbælandi lyfja sem draga úr einkennum bólgusvörunar. Vefja- greining er yfirleitt nauðsynleg forsenda réttrar með- ferðar því aðrar orsakir geta legið að baki skertri starfsemi græðlings. Rannsóknir miða að því að þróa aðferðir sem gera kleift að greina bráða höfnun með einföldum og skjótum hætti. Langvinn höfnun: Langvinn höfnun er algengasta orsök þess að græðlingar tapast í tímans rás og er eitt stærsta vandamáhð á sviði líffæraflutninga í dag. Þetta er hægfara ferli sem sést yfirleitt ekki fyrr en nokkrum mánuðum eða árum eftir ígræðslu og er álitið að orsökin felist í endurtekinni bráðri höfnun eða viðvarandi forklínískri (subclinical) höfnun (13). Einkennandi fyrir langvinna höfnun nýra- og hjartagræðlinga eru æðaskemmdir í græðlingnum sem finnast í slagæðum af öllum stærðum (mynd 3). Aðrar sjúklegar breytingar eru mismunandi eftir því hvaða líffæri á í hlut. í nýravef sést millivefshersli, pípluvisnun og gauklahersli. I lifur er mikil fækkun gallganga áberandi, í hjarta sést útbreiddur krans- æðasjúkdómur og stíflumyndandi berkjungabólga í lunga. Vefjabreytingamar sýna oftast lítil merki um ónæmissvörun og því óljóst að hve miklu leyti skemmdirnar eru á þeim grundvelli. Því er oft talað um langvinna græðlingsbilun fremur en langvinna höfnun. Margvíslegir þættir, bæði háðir og óháðir ónæmisvaka, virðast eiga þátt í meinmyndun langvinnrar græðlingsbilunar (14,15). Áhættuþættir af ónæmisfræðilegum toga eru bráð höfnun, HLA- ósamræmi, HLA-mótefni og ófullnægjandi ónæmis- bæling. Aðrir mögulegir áhættuþættir langvinnrar græðlingsbilunar eru blóðþurrðarskaði á varðveislu- tíma líffærisins, lyf eins og cýklósporín og þekktir áhættuþættir æðakölkunar, svo sem reykingar, háþrýstingur og hækkuð blóðfita. Figure 2, Acute rejection in a renal allograft. A diffuse infiltralion of mononuclear leukocytes and edema is seen in the interstitium. The infiltrating leukocytes have invaded the tuhules (tubulitis). Ónæmisbælandi meðferð líffæraþega Mikil þróun hefur orðið á sviði ónæmisbælandi meðferðar líffæraþega á undanförnum árum og hafa ný ónæmisbælandi lyf stöðugt verið að skjóta upp kollinum. Takrólímus og mýkófenólat mófetíl hafa þegar öðlast sess í viðhaldsmeðferð fyrir ýmsar tegundir líffæragræðlinga. Mörg lyf er nú verið að meta í klínískum tilraunum og er markmiðið að finna lyf sem eru virkari og jafnframt öruggari en þau sem nú eru í notkun. Helstu ónæmisbælandi lyf: Cýklósporín (Sandimmun®, Neoral®): Cýklósporín er lítið, hringlaga peptíð sem var einangrað úr sveppinum Tolypocladium inflatum (16). Það er lítt leysanlegt í vatni og frásog þess er háð gallsöltum. Lyfið blokkar virkni kalsíneuríns, sem er lykilensím í boðkerfi viðtækis T-frumna, og hamlar þannig umritun II .-2 og mögulega fleiri gena sem eiga þátt í virkjun T- frumna (17,18). Lyfið er því sértækur hemill T-frumu virkjunar og hefur kröftuga virkni gegn höfnun græðlinga. Mörg lyf hafa mikilvægar milliverkanir við cýklósporín en það er brotið niður af CYP3A ensímkerfinu í lifur. Lyf sem örva þetta ensímkerfi valda lækkun á blóðþéttni cýklósporíns en lyf sem Læknablaðið 2000/86 559
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.