Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 53
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR óskyldan gjafa og 65 ára aldur fyrir eigin stofnfrumuígræðslu (6). Avallt verða þó tilfelli þar sem brugðið er frá ofangreindum vinnureglum. Ennþá skortir framskyggnar rannsóknir til að svara spurningum um bestu tímasetningu meðferðar, en margar slíkar eru í vinnslu. Flestir eru þó sammála um eftirfarandi tímasetningar í meðferð illkynja blóð- og eitilfrumusjúkdóma: • Sjúklingar með langvinnt mergfrumu hvítblæði fari í mergskipti innan árs frá greiningu. Þetta gildir einkum um hægfara fasa sjúkdómsins þegar um fullt vefjaflokkasamræmi er að ræða milli skylds eða óskylds gjafa. Avallt verður þó að hafa í huga aukna áhættu meðferðar þegar um óskyldan gjafa er að ræða, bæði aukna tíðni ónæmisröskunar og hærri dánartíðni. • Sjúklingar með bráða mergfrumu hvítblæði fari í mergskipti í fyrsta sjúdómshléi þegar slæmir áhættuþættir eru fyrir hendi. • Fyrir bráða eitilfrumu hvítblæði hefur stefnan verið mergskipti í fyrsta sjúkdómshléi hjá fullorðnum með slæma áhættuþætti og hjá öllum aldurshópum með Fíladelfía Iitningabreytinguna. • Bættar lífslíkur sjúklinga með mergfrumuæxli eftir eigin stofnfrumuígræðslu snemma í sjúkdóms- ferlinu hafa leitt til breytinga í meðferð á þann veg að eigin stofnfrumuígræðsla er orðin hluti af hefðbundinni meðferð. • Hjá sjúklingum með eitilfrumukrabbamein (Non- Hodgkin's lymphoma og Hodgkin's disease) sem hafa svarað meðferð á ný eftir endurkomu sjúkdóms, er eigin stofnfrumuígræðsla kjörmeð- ferð (6,7). Tegundir gjafa Um er að ræða þrjár tegundir stofnfrumugjafa: ein- eggja tvíbura, skyldmenni, sem oftast er systkini sjúklings og óskyldan gjafa. Oftast er gjafinn náið skyldmenni sjúklings, en líkurnar á að systkini séu í sama vefjaflokki eru aðeins 25%. Líkurnar stig- aukast eftir því sem systkinahópurinn er stærri, og ef miðað er við misræmi eins vefjaflokks þá eru líkurnar rúmlega 30%. Ýmist getur verið um fullkomið vefjaflokkasamræmi milli þega og gjafa að ræða eða ósamræmi í einum eða fleiri vefjaflokkum. Á síðustu árum hafa alþjóðlegar gjafaskrár gegnt vaxandi hlutverki í leit að gjafa. Alþjóðleg merggjafaskrá var upphaflega stofnsett í Bandaríkjunum 1989 með 155.000 vefjaflokkaða einstaklinga á skrá. í júní á þessu ári var fjöldi mögulegra gjafa hins vegar kominn upp í 6.532.037, en bæði er um vefjaflokkaða einstaklinga og einingar naflastengsblóðs að ræða (Bone Marrow Donors Worldwide, BMDW) (8). Skrárnar hafa því bætt verulega líkurnar á því að finna gjafa fyrir þá einstaklinga sem ekki eiga gjafa úr skyldmennahópi. I vissum tilvikum hafa mergskipti verið framkvæmd þrátt fyrir helmings vefjaflokka- misræmi en við þær aðstæður eykst verulega hætta á aukaverkunum, einkum er um að ræða viðbrögð græðlings gegn mergþega (Graft versus Host disease) sem hér verður nefnt ónæmisröskun. Stofnfrumum fyrir mergskipti hefur lengst af eingöngu verið safnað úr merg en á síðustu árum hafa bæst við stofnfrumur úr blóði og naflastrengs- blóði. Blóðmyndandi stofnfrumur eru upprunnar í mergnum en fyrir mörgum árum gerðu menn sér ljóst að þessar stofnfrumur finnast einnig í blóðrásinni. Síðar kom í ijós að með því að gefa frumudrepandi lyf og ýmsa vaxtarhvata er hægt að örva flutning á stofnfrumum út í blóðið og safna þeim með notkun frumuskilju. Nýleg bandansk rannsókn sýndi minni líkur á endurkomu sjúkdóms og betri lffslíkur hjá hópnum sem fékk stofnfrumur úr blóði (70% lifandi eftir tvö ár) miðað við samanburðarhóp sem fékk stofnfrumur úr mergnum (45% lifandi eftir tvö ár). Tími blóðkornafæðar var mun styttri í fyrri hópnum en ekki reyndist munur á tíðni ónæmisröskunar (9). Aðrar rannsóknir hafa þó sýnt auknar líkur á ónæmisröskun eftir mergskipti með gjöf stofnfrumna úr blóði. Sérstakir naflastrengsblóðbankar hafa verið stofnsettir víða erlendis, en stofnfrumur úr naflastrengsblóði munu gegna vaxandi hlutverki í framtíðinni fyrir meðferð þeirra bama, sem ekki eiga hefðbundinn gjafa. (10) Framkvæmd mergskipta Undirbúningsmeðferð fyrir mergskipti felst í gjöf háskammta frumudrepandi lyfja og jafnframt í mörgum tilvikum heilgeislun (total body irradiation) samfara gjöf ónæmisbælandi lyfa. Tilgangur með- ferðar er að eyða sjúkum vef, koma í veg fyrir höfnun græðlingsins og varna árás eitilfrumna úr græðlingnum á líffæri sjúklingsins, en markmiðið er að svokallað ónæmisþol (immune tolerance) nái að þróast. Undirbúningsmeðferðin er venjulega gefin í nokkra daga og ræðst val meðferðar af sjúkdóms- greiningu. Að því loknu fá sjúklingarnir nýju stofn- frumurnar og eru þær gefnar í æð eins og við venjulega blóðgjöf. Þegar hér er komið sögu er starfsemi beinmergs og öll blóðkorn í lágmarki og sjúklingarnir í flestum tilvikum komnir í einangrun. Við tekur biðtími þar til nýi mergurinn hefur tekið til starfa, um tvær til fjórar vikur. Þörf er á margþættri stuðningsmeðferð, til dæmis blóðgjöfum, vaxtar- hvötum sem örva blóðmyndun, sýklalyfjum til að fyrirbyggja og meðhöndla sýkingar, næringu í æð og ónæmisbælandi lyfjameðferð. Eftir útskrift af sjúkra- húsi er síðan fylgst mjög náið með sjúklingnum á göngudeild næstu tvo mánuði vegna hættu á tæki- færissýkingum og ónæmisröskun. Við hefðbundin mergskipti er yfirleitt stefnt að því að stöðva ónæmisbælandi lyfjameðferð eftir hálft ár nema ónæmisröskun sé enn til staðar (11). Læknablaðið 2000/86 595
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.