Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR /LÍFFÆRAFLUTNINGAR r Table 1. Etiology of liver disease in liver transplant recipients. Chronic hepatitis C and B Hepatocellular carcinoma Alcoholic cirrhosis Veno-occlusive disease Autoimmune hepatitis Congenital hepatic fibrosis Alpha-l-antitrypsin deficiency Polycystic liver disease Wilson's disease Hemochromatosis Primary biliary cirrhosis Tyrosinemia Primary sclerosing cholangitis Glycogen storage disease Cystic fibrosis Familial hypercholesterolemia Budd-Chiari syndrome Acute liver failure Table II. Child-Pugh point scale: class A = 5-8 points, class B = 9-11 points, class C = 12-15 points. 1 point 2 points 3 points Bilirubin (mg/dl) <2 2-3 >3 Albumin (g/dl) >3.5 2.8-3.5 <2.8 Prothrombin time (INR) <1.5 1.6-2.5 >2.6 Ascites none mild moderate Encephalopathy none l-ll lll-IV Table III. King's College Hospital criteria for transplantation in acute liver failure. Parasetamol • pH <7.30 (irrecpective of grade of encephalopathy) or • prothrombin time >100 seconds and serum creatinine >300pmol/l in grade III or IV coma Non-parasetamol • prothrombin time >100 seconds (irrespective of grade of encephalopathy) or • any three of the following (irrespective of grade of encephalopathy): (i) aetiology: non-A, non-B hepatitis, halothane hepatitis, idiosyncratic drug reactions (ii) age <10 or >40 (iii) jaundice to encephalopathy interval >7 days (iv) prothrombin time >50 seconds (v) serum bilirubin >300 pmol/l Eitt af því sem læknar sem annast sjúklinga með langvinna lifrarsjúkdóma þurfa að gera er að meta hvenær íhuga þurfi lifrarígræðslu hjá viðkomandi. Margir þættir koma við sögu við slíkt mat. Mestu ráða lífslíkur án og með lifrarígræðslu og lífsgæði án og með lifrarígræðslu. Við kjöraðstæður ætti lifrarígræðsla að eiga sér stað á meðan sjúklingurinn er nógu heilbrigður til að þola hina stóru aðgerð en ekki fyrr en sjúkdómurinn er það langt genginn að ólíklegt sé að hann lifi lengi án aðgerðar. Pótt framfarir í eftirmeðferð svo sem ónæmisbælingu séu miklar er samt um ákveðið sjúkdómsástand að ræða sem krefst í flestum tilvikum lyfjameðferðar fyrir lífstíð. Ábendingar fyrir lifrarígræðslu geta verið almennar og farið eftir hversu langt genginn sjúkdómurinn er og áhrifum hans á lífsgæði eða verið sjúkdómssértækar (disease specific). Við mat á horfum sjúklinga með langvinna lifrarsjúkdóma er oft stuðst við flokkun eða reikni- líkön sem hafa sannað gildi sitt í tímans rás. Sem dæmi má nefna að Child-Pugh flokkunin (4) er notuð til að spá fyrir um lifun sjúklinga með langt gengna skorpulifur (tafla II). Sjúklingar í Childs flokki B ættu að gangast undir mat fyrir lifrarígræðslu þar sem eins árs lifun eftir ígræðslu er betri en lifun með sjúkdóminn. Sjúkdómssértæk reiknilíkön fyrir lifun hafa verið þróuð fyrir langvinna gallsvegasjúkdóma. Þekktast er líkan fyrir PBC sem kennt er við Mayo Clinic. Þar eru gildi nokkurra blóðprófa sem meta starfshæfni lifrarinnar (albúmín, bflírúbín, prótrombíntími) sett inn í reiknilíkan ásamt klínískum þáttum. Reiknað er svokallað áhættugildi (risk score) sem síðan er notað til að meta lifun (5). Einstakir fylgikvillar skorpulifrar og portæðar- háþrýstings geta einnig verið ábending fyrir lifrar- ígræðslu. Flestir eru til dæmis sammála um að sjúk- lingar með eitt eða fleiri eftirfarandi vandamála eigi tafarlaust að fara í mat með tilliti til ígræðslu: • Blæðing frá æðagúlum í vélinda eða maga. • Vökvasöfnun í kviðarhol (ascites) sem svarar ekki lyfjameðferð. • Sýktur kviðarholsvökvi (spontaneous bacterial peritonitis). • Svæsinn lifrarheilakvilli (hepatic encephalopathy). • Lifrarnýraheilkenni (hepatorenal syndrome). Sem dæmi má nefna að af þeim sem fá sýkingu í kviðarholsvökva deyja rúmlega 60% innan árs (6). Horfur sjúklinga með æðagúlablæðingar byggjast að verulegu leyti á því á hvaða stigi lifrabólgu- sjúkdómurinn er, en dánartíðni er allt frá 30% upp í 80% við fyrstu blæðingu og tíðni endurblæðinga er há (7). Niðurstöður einstakra blóðrannsókna eru sjaldnast einar og sér notaðar við ákvörðun um ígræðslu. Hins vegar geta eftirfarandi rannsóknir bent til vaxandi lifrarbilunar: • Hækkandi prótrombíntími. • Lækkandi albúmín. • Hækkandi bflírúbín. Einkenni sem hafa neikvæð áhrif á lífsgæði svo sem þreyta og kláði geta einnig í sjálfu sér verið nægjanleg ábending fyrir lifrarígræðslu. Lifrarígræðsla er oft eina von sjúklinga með svæsna bráða lifrarbilun. Greining og mat á þessum sjúklingum þarf að ganga hratt fyrir sig því ákvörðun um aðgerð getur þurft að taka innan fárra klukkustunda frá komu sjúklings á sjúkrahús. Gjarnan er stuðst við skilmerki Kings College Hospital (tafla III) þar sem tvenns konar skilmerki eru notuð; annars vegar fyrir bráða lifrarbilun af völdum parasetamóls og hins vegar fyrir allar aðrar orsakir (8). Lifrarígræðslu er stundum beitt til að lækna meðfædda efnaskiptasjúkdóma svo sem arfgenga hækkun á kólesteróli. Frábendingar Listinn yfir frábendingar við lifrarígræðslu styttist sífellt. Hjá flestum ígræðslustofnunum eru eftir- farandi frábendingar algjörar (2): 580 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.