Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 18
r FRÆÐIGREINAR / LIFFÆRAFLUTNINGAR Table I. Effects of cytomegalovirus in transplant recipients. Direct effects (acute) Asymptomatic viral shedding, seroconversion, or both Acute viral syndromes: flulike or mononucleosis-like illness (fever and myalgia) Leukopenia or thrombocytopenia Pneumonitis: nonproductive cough (pulmonary interstitial infiltrates) Infection of allograft: hepatitis, pneumonitis, nephritis, myocarditis, or pancreatits Infection of native tissues (retina, gastrointestinal tract, pancreas) or encephalitis Indirect effects (acute and chronic) Allograft rejection and injury Bacterial superinfection (lungs) Immunosuppression: opportunistic superinfection Epstein-Barr virus - associated post-transplantation lymphoproliferative disease Vanishing-bile-duct syndrome in hepatic allografts* Accelerated coronary-artery atherosclerosis in cardiac allogratts* Bronchiolitis obliterans in lung allografts* Glomerulopathy in renal allografts* Toxic effects of therapy Costs of therapy and prevention *The role of cytomegalovirus in causing this effect remains controversial. From Fishman and Rubin (52) with permission. © 1998 Massachusetts Medical Society. All rights reserved. nýrri lyfjunum bæti úr því, einkum mýkófenólat mófetíl, sírólímus og mótefnin gegn IL-2 viðtæki. Þá er vonast til að unnt verði að komast hjá notkun kalsíneurín hemla og langvarandi sterameðferð í framtíðinni. Fylgikvillar ónæmisbælandi lyfjameðferðar Helstu fylgikvillar líffæraígræðslu eru sýkingar og krabbamein sem hvort tveggja má rekja til ónæmisbælingar. Ymsir aðrir fylgikvillar geta komið fram og tengjast flestir aukaverkunum ónæmis- bælandi lyfja. Sýkingar: Orsakir sýkinga eru margvíslegar, allt frá algengum bakteríum og veirum sem sýkja heilbrigða einstaklinga til tækifærissýkla sem ein- vörðungu hafa klíníska þýðingu hjá ónæmisbældum sjúklingum. Bólgusvörun líffæraþega er trufluð vegna ónæmisbælingar og hefur það í för með sér að klínísk teikn og breytingar á röntgenmyndum eru oft lítt áberandi. Þetta getur valdið töf á greiningu sem er lykill að árangursríkri meðferð. Meginmarkmið er að fyrirbyggja sýkingar. Hætlan á sýkingum ræðst einkum af tveimur þáttum, annars vegar þeim meinvöldum sem sjúk- lingurinn er útsettur fyrir og hins vegar öllum þeim þáttum sem leiða til aukins næmis fyrir sýkingum (55). Mögulegir meinvaldar finnast í samfélaginu, til dæmis inflúensuveira og salmónella, eða á sjúkrahúsum, til dæmis pseudómónas, vankómýcfn- ónæmir enterókokkar, meticillín-ónæmir klasa- kokkar og legíónella. Einnig getur verið um gamalt smit að ræða, til dæmis berkla en sjaldgæft er að sýking berist með ígrædda líffærinu. Næmi fyrir sýkingum er ákvarðað af víxlverkunum nokkurra þátta. Meðal þeirra eru skammtar og tímalengd ónæmisbælandi lyfja, samverkandi sjúkdómar (til dæmis sykursýki), aðskotahlutir eða vefjaskemmdir (til dæmis æðaleggir og dauðir vefir), hlutleysiskyrningafæð (neutropenia) og sýkingar af völdum ónæmisbælandi veira til dæmis cýtómegalóveiru og Epstein-Barr veiru (55). Ákveðnar sýkingar eiga sér einkum stað á mismunandi tímbilum eftir ígræðslu og kemur sú vitneskja að notum við mismunagreiningu sýkinga hjá líffæraþegum (56). Á fyrsta mánuðinum eru hefðbundnar bakteríusýkingar algengar og er oftast um að ræða sýkingar í lungum, kviðarholi, þvag- vegum, skurðsárum eða í tengslum við æðaleggi. Tækifærissýkingar sjást einkum einum til sex mánuðum eftir ígræðslu og er cýtómegalóveira þá höfuðskaðvaldur en einnig má nefna listeríu, aspergillus og Cryptococcus neoformarts. Eftir sex mánuði eru hefðbundnar samfélagsbakteríusýkingar algengastar meðal sjúklinga með stöðuga græðlings- starfsemi. Slíkar sýkingar hafa þó tilhneigingu til að vera alvarlegri en hjá einstaklingum með heilbrigt ónæmiskerfi. Lítill hluti líffæraþega er með lélega græðlingsstarfsemi en þeir einstaklingar hafa oft sögu um endurtekna bráða höfnun sem þarfnast hefur kröftugrar ónæmisbælandi meðferðar. Þessir sjúk- lingar hafa aukna hættu á síðkomnum tækifæris- sýkingum. Veirur eru sérlega skæðar fyrir hina ónæmisbældu líffæraþega, einkum cýtómegalóveira sem getur orsakað margvísleg vandamál eins og fram kemur í töflu I (55). Veiran getur ýmist borist með ígrædda líffærinu eða blóðgjöf eða endurvakist fyrir tilstilli ónæmisbælandi lyfja. Cýtómegalóveiru-nei- kvæðir þegar líffæra frá cýtómegalóveiru-jákvæðum gjöfum eru í mestri hættu á að fá klíníska sýkingu (yfir 50%). Epstein-Barr veira hefur einnig mikla þýðingu vegna þáttar hennar í meinmyndun eitilfrumukrabbameins hjá líffæraþegum (post- transplant lymphoproliferative disease) (58). Líffæraþegar sem eru smitaðir af lifrarbólgu B og C hafa aukna hættu á virkri langvinnri lifrarbólgu eftir ígræðslu (55). Sveppasýkingar hafa tilhneigingu til að vera útbreiddar hjá líffæraþegum. Sýklalyfjameðferð hjá líffœraþegum: Meginreglur: 1. Áhersla á fyrirbyggjandi meðferð. 2. Breiðvirk beta-laktam lyf, quinólón og flúkónazól eru gjarnan valin. 3. Forðast ber lyf sem geta haft eiturvirkni á nýru, einkum amínóglýkósíð og amfóterícín B. Fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð hefur skilað miklum ávinningi fyrir líffæraþega. Lágskammta trímetóprím-súlfametoxazól í 6-12 mánuði eftir 562 Læknablaðib 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.