Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 16
r FRÆÐIGREINAR / LIFFÆRAFLUTNINGAR Figure 3. Chronic rejection in a renal allograft. Section of a large intrarenal artery showing marked fibrous intimal thickening which has resulted in severe narrowing ofthe vessel lumen. This lesion is characteristic ofchronic aUograft rejection. hafa bælandi áhrif valda hækkun á blóðþéttni (16). Hið fyrmefnda getur leitt til höfnunar og hinu síðarnefnda fylgir hætta á eiturhrifum á nýru eða óhóflegri ónæmisbælingu. Dæmi um lyf sem valda hækkun á blóðþéttni cýklósporíns eru verapamíl, diltíazem, erýtrómýcín og ketókónazól en lyf sem valda lækkun á blóðþéttni eru fenýtóín, karba- mazepín og rífampín. Helsta aukaverkun cýkló- sporíns er eiturvirkni á nýru sem getur birst á margvíslegan hátt, meðal annars sem bráð starfræn skerðing á nýrnastarfsemi, bráður smáæðasjúk- dómur (blóðrauðaleysandi-þvageitrunarheilkenni) eða óafturkræf langvinn nýrnabilun (16). Oftast er um að ræða afturkræfa skerðingu á nýrnastarfsemi sem stafar af herpingu í aðliggjandi slagæðlingum gaukla og svarar til 30-40% minnkunar á gaukulsíunarhraða. Aðrar aukaverkanir eru eitur- virkni á lifur og taugar, háþrýstingur, sykursýki og hvimleiðar aukaverkanir eins og ofvöxtur tannholds og óeðlilega mikill hárvöxtur (16). Vegna alvarlegra aukaverkana og tíðra milliverkana við önnur lyf er mikilvægt að hafa náið eftirlit með blóðþéttni cýklósporíns. Neoral er lyfjaform sem byggir á örfleytitækni (microemulsion) er gefur betra frásog og öruggara aðgengi (19). Takrólímus (FK506, Prograj®): Takrólímus er hringlaga makrólíð og voru ónæmisbælandi áhrif þess uppgötvuð árið 1985 (20). Lyfið er fitusækið eins og cýklósporín en frásog þess er ekki háð galli. Það hefur margfalt kröftugri ónæmisbælandi virkni en cýklósporín. Verkunarmátinn er hinn sami, það er lyfið blokkar virkni kalsíneuríns og bælir þannig virkjun T-frumna (18). Þá er takrólímus brotið niður af sama ensímkerfi og milliverkanir eru að líkindum svipaðar þótt það sé ekki eins vel rannsakað. Samanborið við cýklósporín veldur takrólímus lægra nýgengi bráðrar höfnunar en áhrif á lifun græðlinga eru svipuð (21,22). Takrólímus hefur líkar auka- verkanir og cýklósporín og benda rannsóknir á lifrarþegum til að eiturvirkni á nýru sé ekki minni (23-25). Lyfið veldur þó ekki ofvexti tannholds eða óeðlilegum hárvexti en virðist hins vegar hafa meiri tilhneigingu til að valda sykursýki (24). Notkun lyfsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum, einkum hjá lifrarþegum. Azatíóprín (Imuran®, Imurel®): Azatíóprín er samtengd ímidazól afleiða 6-merkaptópúríns (6-MP) sem er umbreytt í 6-MP eftir inntöku (26). 6-MP veldur röskun á myndunarferli púrína og hamlar þannig frumufjölgun (26,27). Þessi áhrif eru ósértæk og því eru aukaverkanir vegna áhrifa á aðrar frumur í tíðri skiptingu, einkum beinmergsfrumur, nokkuð algengar. Azatíóprín er fremur veikt ónæmisbælandi lyf. Aukaverkanir eru meðal annars mergbæling, brisbólga og lifrarbólga. Mýkófenólat mófetíl (Cellcept®): Notagildi ónæmisbælandi verkunar mýkófenólats fyrir líffæra- þega var fyrst lýst 1989. Mýkófenólati er umbreytt í mýkófenólik sýru sem er sértækur hemill inósín mónófosfat dehýdrógenasa (IMPDH) en það er lykilensím í de novo ferli púrínmyndunar (28). Eitil- frumur eru háðar þessu ferli við myndun núkleótíða. Mýkófenólat hefur því sértækari áhrif gegn fjölgun eitilfrumna en azatíóprín. Meðferðartilraunir hafa sýnt að tíðni bráðrar höfnunar nýragræðlinga á fyrsta ári er lægri samanborið við azatíóprín en það hefur ekki leitt til marktækt betri lifunar græðlinga (29,30). Helstu aukaverkanir eru ógleði, niðurgangur og mergbæling. Barksterar: Sterar hafa fremur veik ónæmisbæl- andi áhrif en kröftug bólgueyðandi áhrif. Nýlegar rannsóknir benda til að ónæmisbælandi verkun stera byggist á hömlun kjarnaþáttar kappa B (NF-kB) sem virkjar gen margra frumuboðefna (cytokines) við bólgusvörun (31,32). Sterar valda margvíslegum aukaverkunum, meðal annars háþrýstingi, sykursýki, beinþynningu og vaxtarseinkun hjá börnum. Sírólímus (rapamýcín): Sírólímus er hringlaga makrólíð eins og takrólímus og binst sama prótíni (FKBP) innan frumna (33). Ónæmisbælandi áhrif þess eru þó með öðrum hætti en lyfið blokkar flutning boða sem er miðlað af IL-2 viðtæki og hefur þannig hamlandi áhrif á T- og B-frumusvörun gegn græðlingum (34,35). Sírólímus hefur öflug ónæmis- bælandi áhrif. Lyfið hefur ekki eiturvirkni á nýru og því eru bundnar miklar vonir við það. Rannsóknir á notagildi þess hjá líffæraþegum standa nú yfir. Fjölstofna andeitilfrumumótefni (anti-lymphocyte globulins, anti-thymocyte globulins): Þessi mótefni hafa verið notuð við meðferð líffæraþega síðan í lok sjöunda áratugarins. Þau beinast gegn margvíslegum sameindum á yfirborði T- og B-frumna (36). Ahrifin eru ósértæk en eru fyrst og fremst bundin við T- 560 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.