Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.09.2000, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Grundvallaratriði í meðferð líffæraþega Runólfur Pálsson Ágrip ENGLISH SUMMARY Frá nýrnadeild og lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Runólfur Pálsson nýrnadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000/1618; bréfasími: 560 1287; netfang: runolfur@rsp.is Lykilorð: líffœraflutningar, höfnun, ónœmisbœling. Á síðustu 40 árum hafa orðið miklar framfarir á sviði líffæraflutninga sem nú eru viðurkennd meðferð við lokastigssjúkdómi í hjarta, lifur, lungum og nýrum og við sykursýki. Stóraukinn skilningur á ónæmissvörun við ósamgena græðlingum hefur leitt til fjölbreyttari möguleika í ónæmisbælandi lyfjameðferð. Mestum straumhvörfum olli þó uppgötvun ónæmisbælandi lyfsins cýklósporíns sem farið var að nota við meðferð sjúklinga í upphafi níunda áratugarins. Skammtíma lifun ígræddra líffæra er nú mjög góð en hægfara tap græðlinga af völdum langvinnrar höfnunar er eitt stærsta vandamálið í dag. Margvíslegir fylgikvillar geta hrjáð líffæraþega og tengjast þeir flestir ónæmisbælandi lyfjameðferð. Meðal þeirra eru lífshættulegar sýkingar og krabba- mein. Fjallað er um helstu atriði sem lúta að lang- tímameðferð líffæraþega. Inngangur Á síðustu 40 árum hafa líffæraflutningar breyst frá því að vera tilraunameðferð þar sem nær eingöngu var um að ræða nýraígræðslur, yfir í að vera viður- kennd meðferð við sjúkdómi á lokastigi í hjarta, lifur, lungum og nýrum, og við sykursýki. Það var uppgötvun á hlutverki ónæmiskerfisins í höfnun ígræddra líffæra og tilkoma ónæmisbælandi lyfja sem gerði líffæraflutninga mögulega. Þeim áfanga var náð í upphafi sjöunda áratugarins með tilkomu azatíópríns sem var notað ásamt barksterum til að fyrirbyggja höfnun ígræddra nýrna (1). Þróun annarra líffæraflutninga hefur verið hægari en árangur þeirra hefur batnað mjög á undanförnum árum með betra vali og undirbúningi sjúklinga ásamt framförum í skurðtækni og gjörgæslumeðferð. Mestum straumhvörfum olli uppgötvun ónæmis- bælandi lyfsins cýklósporíns sem komst í almenna notkun í upphafi níunda áratugarins (2,3). Líffæra- flutningar eru þó engan veginn fullkomin lækning því hinu nýja líffæri fylgja margvísleg vandamál sem geta verið lífshættuleg. Flest tengjast þau ónæmisbælandi meðferð sem líffæraþegum er nauðsynleg. Má þannig segja að skipt hafi verið um sjúkdóm hjá þessum sjúklingum. Hér á eftir verður fjallað um helstu atriði sem snerta langtímameðferð líffæraþega. Val og undirbúningur væntanlegs líffæraþega Meðferð líffæraþega hefst í raun með undirbúningi Pálsson R Key issues concerning long-term management of transplant recipients Læknablaðið 2000; 86: 557-65 During the past 40 years, solid-organ transplantation has evolved into a routine clinical procedure for the management of end-stage heart, kidney, liver and lung disease as well as diabetes mellitus. This has mainly been accomplished through advances in understanding the molecular mechanisms involved in the rejection of allografts which has led to major improvements in immunosuppressive therapy. The discovery of the immunosuppressive drug cyclosporine which came into clinical use in the early eighties, revolutionized the field of transplantation. The short-term survival of allografts is now excellent but relentless loss of grafts over time due to chronic rejection remains a major problem. A number of complications can affect transplant recipients, most of which result from intensive immunosuppressive treatment. Among those are life-threatening infections and malignancies. The key issues concerning long-term management of transplant recipients are discussed. Key words: organ transplantation, rejection, immunosuppression. Correspondence: Runólfur Pálsson. E-mail: runoifur@rsp.is fyrir ígræðslu. Mikilvægt er að vanda vel val á líffæraþegum því margir þættir geta haft áhrif á hvernig þeim farnast. Þróaðar hafa verið leið- beiningar þar að lútandi. Útiloka þarf langvinna sjúkdóma í öðrum líffærum sem takmarka lífshorfur. Stundum er þó brugðið á það ráð að græða fleiri en eitt líffæri í sama sjúkling, til dæmis hjarta og lungu eða hjarta og nýra. Sjúklinga með sögu um kransæðasjúkdóm eða verulega áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, þarf að meta gaumgæfilega, jafnvel með kransæðamyndatöku. Sérstaklega á þetta við um sjúklinga með sykursýki. Ef umtalsverður kransæðasjúkdómur er til staðar sem krefst aðgerðar, er mikilvægt að framkvæma hana áður en ígræðslan fer fram. Nauðsynlegt er að útiloka sýkingar sem geta verið frábendingar gegn ígræðslu, til dæmis berkla og alnæmi. Þegar saga er um krabbamein er Læknablaðið 2000/86 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.