Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988 Onnur fyrirtæki fylgjja í kjölfarið „Þetta eru ánægjuleg tíðindi. Þau staðfesta það sem við Halldór Asgrimsson höfum verið að reyna að brýna fyrir mönnum, að fara ekki á taugum við fyrsta mótblástur," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í samtali við Morgrmblaðið er já- kvæð afstaða AJdi um áframhaldandi kaup á íslensku lagmeti lá fyrir. rsi Utanríkisráðherra sagði þetta staðfesti að sjálfstætt ríki sem væri að framfylgja stefnu um svona grundvallaratriði í samræmi við viljayfirlýsingar Alþingis gæti ekki afsalað sér sjálfsákvörðunar- rétti í þýðingarmiklum málum þótt reynt væri af hálfu vellauðugra þrýstihópa að beygja okkur til hlýðni. „Menn höfðu mjög á orði áður, að það væri þýðingarlaust að rök- ræða þetta mál. Það væri vegna fjölmiðlaumfjöllunar orðið slíkt til- fínningamál að rökræður dygðu ekki. Eg held að þessar niðurstöð- ur staðfesti að það er ástæðulaust að gefa sér það fyrirfram að annað fólk taki ekki rökum, enda hefur annað komið á daginn," sagði ut- anríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að það væri mat umboðsmanns lagmetisfyrir- tækjanna í Þýskalandi að fyrst Aldi fór þessa íeið, þá myndu önn- ur fylgja í kjölfarið og ekki væri hætta á að önnur fyrirtæki beygðu sig fyrir þrýstingi, þannig að þessi málalok gætu alveg skipt sköpum. „Þeir eiga miklar þakkir skyldar sem þama unnu verkið," sagði utanríkisráðherra, en það voru þeir Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur frá utanríkisráðu- neytinu, Páll Asgeir Tryggvason sendiherra í Bonn og Kjartan Jú- iíusson, deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu. Úr hvalstöðinni í Hvalfírði ALDI mun áfram kaupa lagmeti af íslendingum: Obreytt steftia svo lengi sem viðskiptavinir kanpa vörurnar segir Giinter Thiemann framkvæmdastjóri ALDI MUiheim, frá önnu Bjamadóttur, fríttaritara Morgunblaðsins. Ráðamenn ALDI-verslunark- eðjunnar i Vestur-Þýskalandi ák- váðu f gærmorgim að halda við- skiptum við Sölustofnun lagmetis- ins áfram eftir að þeir áttu fund með islenskri sendinefhd í höfuð- stöðvum fyrirtækisins i Mtllheim í Ruhr-héraði. „Við höfum átt góð viðskipti við ísland i mörg ár,“ sagði Gilnter Thiemann, fram- kvæmdastjóri, í samtali við Morg- unblaðið. „Við munum ekki breyta neinu varðandi þau svo lengi sem viðskiptavinir okkar kaupa vör- urnar og við höfíun hagnað af viðskiptunum.“ Guðmundur Eiríksson, sendiherra og þjóðréttarfræðingur utanríkis- ráðuneytisins, Kjartan Júlíusson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytr inu, Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- herra íslands í Vestur-Þýskalandi og Karl-Heinz Jakubowski, fram- kvæmdastjóri Iceland Waters, dótt- urfyrirtækis Sölustofhunar lagmetis- ins í Vestur-Þýskalandi, hittu Thie- mann og Jiirgen Seuthe, innkaupa- stjóra hjá ALDI, að máli og skírðu hvalveiðistefnu íslendinga fyrir þeim. „Við munum benda þeim á þrjú veigamikil atriði," sagði Guðmundur fyrir fundinn. „í fyrsta lagi að íslend- ingar hafa farið að samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins; í öðru lagi að rannsóknarveiðum sé lokið í ár og engin endanleg ákvörðun tekin um veiðar næsta ár þótt veiðiáætlun okkar hafi náð til fjögurra ára; í þríðja lagi að íslendingar hafí ekki og muni ekki veiða hvalveiðistofna sem eru í hættu." Fundurinn stóð í hálftíma. Hann var ákveðinn með mjög skömmum fyrirvara eftir að ALDI fór fram á að heyra sjónarmið fslendinga varð- Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara: Dan Laurin blokk- Geir Draugsvoll harm- flautuleikari. onikkuleikari. Jan-Erik Gustafsson sellóleikari. Anders Kilström píanóleikari. Fjórir einleikarar með Sinfóníuhlj ómsveitinni DAN Laurin blokkflautuleikari, Geir Draugsvoll harmonikkuleik- ari, Jan-Erik Gustafsson sellóleikari og Anders Kilström pianóleik- ari leika einleik við undirleik Sinfónfuhljómsveitar íslands f Há- skólabíói í dag, laugardag, kl. 16.00. Stjórnandi er Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóniuhljómsveitar íslands. Fluttur verður konsert fyrir blokkfíautu og hljómsveit eftir Vivaldi, frumfíutt harmonikkuverk eftir Frounberg, seilókonsert eftir Elgar og pianó- konsert eftir Brahms. Dan Laurin fæddist 1960 í Jönköping í Svíþjóð og eftir sjálfs- nám á blokkfiautu var hann tekinn inn i Tónlistarháskólann í Óðinsvé- um þaðan sem hann útskrifaðist með ágætiseinkunn árið 1979. Hann stundaði framhaldsnám í Konungiega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófí með tónleikum 1982. Á sama tíma sótti hann einnig fjölda nám- skeiða. Undanfarin ár hefur Dan Laurin haldið fjölda tónleika á Norðurlöndum og í Vestur-Þýska- landi og leikið inn á hljómplötur. Geir Draugsvoll fæddist 1967 í Voss í Noregi. Hann var þriggja ára þegar hann fékk sína fyrstu tilsögn í tónlist og hefur ieikið á harmonikku síðan hann var átta ára. Þegar hann var nítján ára hóf hann nám í Konunglega tónlistar- háskólanum í Kaupmannahöfn. Geir Draugsvoll hefur haldið fjölda tónleika og komið fram sem ein- leikari með hljómsveitum, auk þess að koma fram í útvarpi og sjón- varpi á Norðurlöndum, í Vestur- Þýskalandi, Frakklandi og Banda- ríkjunum. Hann hefur hlotið fyrstu verðlaun í mörgum alþjóðlegum keppnum. Geir Draugsvoll hefur haft náið samstarf við mörg ung tónskáld og frumflutt verk þeirra. Jan-Erik Gustafsson fæddist í Helsinki árið 1970. Hann byrjaði í píanótímum fímm ára gamali en átta ára breytti hann um hljóðfæri og hóf nám í sellóleik. Jan-Erik hefur víða komið fram sem einleik- ari, t.d. með Útvarpshljómsveitun- um í Danmörku, Svíþjóð og Hol- landi. Frumraun sína í Lundúnum þreytti hann með Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna. Jan-Erik hefur hlotið fjölmörg verðlaun í sellóleikarakeppnum, t.d. 3. verðlaun í keppni ungra ein- leikara sem evrópskar útvarps- og sjónvarpsstöðvar standa fyrir. Þá er Jan-Erik meðlimur f New Hels- inki String Quartett sem hlaut tvenn 1. verðlaun í alþjóðlegum tónlistarkeppnum á þessu ári. Anders Kilström fæddist 1961. Hann nam píanóleik við Tónlistar- skólann í Stokkhólmi á árunum 1980—1986, auk þess sem hann hefur tekið þátt í námskeiðum hjá þekktum píanóleikunum. Árið 1986 lauk hann formlega námi sínu með því að leika 5. píanókon- sert Beethovens með sænsku Út- varpshljómsveitinni á opinberum tónleikum í Stokkhólmi. Anders Kilström hefur farið margar tónieikaferðir sem einleik- ari á vegum Ríkiskonserta og tek- ið þátt I tónlistarhátíðum, m.a. Nordic Music Festivai. Hann hefur einnig haldið tónleika víða í Vest- ur- og Austur-Evrópu og Kanada. Einleikur ájpíanó í Islensku óperunni LEIF Ove Andsnes leikur á pianó verk eftir Haydn, Carl Nielsen, Debussy og Janácek i íslensku óperunni i dag, laug- ardag, kl. 12.30. Leif Ove Andsnes fæddist 1970 og uppalinn á Karmoy í Noregi. Hann byijaði að spila á píanó fimm ára gamall undir leiðsögn foreldra sinna, sem bæði eru tón- listarkennarar. Hann stundaði nám f Tónlistarháskólanum í Bergen. Leif Ove hefur unnið til verðlaun í ýmsum píanókeppnum og komið fram á §ölda tónleika, m.a. verið einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni í Stavanger. Þá hlaut hann Hindemith-verðlaunin í Frankfurt 1987. Þegar Leif Ove héít sína fyrstu opinberu tónleika í Bergen og Osló vorið 1987 þóttu þeir miklum tíðindum sæta í norsku tónlist- arlífí. Leif Ove hefur leikið inn á Ihljómplöt- lur og Isíðast lék Ihann IPianókon- Isert Gri- legs með sSinfóníu- Ihljóm- fsveitinni í Leif Ove Andsnes píanóleikari. ergen á Jlokatón- lieikum ónlistar- átíðar- linnar þar síðastliðið vor. andi hvalveiðar. Tengelmann, sem er svipað fyrirtæki og ALDI, ákvað fyrir skömmu að hætta viðskiptum við ísland vegna hvalveiðistefnu þjóðarinnar og baráttu Grænfrið- unga í Vestur-Þýskalandi fyrir kaup- banni á íslenskar sjávarafurðir. Fundarmenn lýstu allir yfir ánægju með viðræðumar að þeim loknum og þungu fargi virtist létt af íslend- ingunum og Jakubowski. „Við áttum ítarlegar og vinsam- legar viðræður," sagði Thiemann. „Aróður Grænfriðunga hefur ekki haft áhrif á okkur en það var mikil- vægt að heyra afstöðu íslendinga. Okkur er nú ljóst að þeir stunda ekki ólöglegar hvalveiðar og erum sannfærðir um að kaupbannsherferð Grænfriðunga á ekki rétt á sér.“ Hann taldi að það væri mikilvægt að upplýsa fólk um hið rétta í málinu og Islendingamir tóku undir orð hans. íslensku fulltrúamir reyndu einnig að eiga fund með fulltrúum Tengel- mann, en höfuðstöðvar þess em einn- ig í Múlheim, en rétti aðilinn tií að tala við er í viðskiptaferð f Banda- ríkjunum. Þeir vonast til að hitta hann seinna til að leiðrétta „þann misskilning", eins og Kjartan Júlfus- son orðaði það, sem varð til þess að fyrirtækið hætti viðskiptum við Sölu- stofhun lagmetisins. ALDI og Tengelmann reka bæði verslanir þar sem mjög litlu er eytt í allan umbúnað til að halda vöru- verði í lágmarki. íslenskur dósamat- ur var ekki til í ALDI verslun sem fréttaritari Morgunblaðsins leit inn í. Hins vegar voru grænlenskar rælg- ur til í kassavís. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegs- ráðherra: Góð tíðindi - en trúleg-a áfram deilt „Ég tel þetta mjög góð tíðindi, sem ég var alltaf viss um að kæmu frá alvöru fyrirtækjum," sagði Halidór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Ætli menn að fara að láta undan þvingunum í málum eins og þess- um, hlýtur annað að fylgja á eftir viðkomandi fyrirtækjum til mikils tjóns," sagði Halldór. „Þetta er al- veg sama afetaðan og fyrirtækin í Bretlandi tóku og ég átti ekki von á því öðru vísi í Vestur-Þýzkalandi. Ég veit ekkert um það, hvort þessi ákvörðun forstjóra Áldi slær Græn- friðunga út af laginu. Sjálfsagt verður áfram deilt um þessi mál. Þar verða menn að vera tilbúnir að greina í milli þess hvað er rétt og rangt og halda sínum málstað, trúi þeir þá á hann," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.