Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 48
Tgei ÍIALJ5Ií33''i .IS ÍIUOAQHADUAJ .QIQAUaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 48 Minning: Tómas Sigurgeirs« son Reykhólum Fæddur 18. apríl 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Þegar stungið skal niður penna til að minnast stjúpfoður og „pabba“ frá tveggja ára aldri, þá finn ég hversu erfítt það er en jafn- framt hugljúft fyrir mig að reyna það. Tómas fæddist 18. apríl 1902 að Stafni í Reykjadal f Suður-Þingeyj- arsýslu. Foreldrar hans voru þau Kristín Ingibjörg Pétursdóttir og Sigurgeir Tómasson. Tómas óx upp í stórum bræðrahópi og 1924 lá leiðin í BændaskólanN á Hólum. Þar stundaði hann nám í 2 ár. Þar stóð svo á, að Þórarinn Ámason, sem um 3ja ára skeið hafði haft á hendi búsforráð á Hólum, flutti aft- ur vestur. Tómas fluttist með þeim vestur og dvalist vestra síðan. Að láta hugann reika yfír allt ævisviðið og samvistir systkina minna og stjúpföður okkar, tekur lengri tíma, en nú er fyrir hendi. Öriög Tómasar og framtíð tók ákveðna stefnu 1929, er faðir okkar lést. Þá stóð mamma, Steinunn Hjálmarsdóttir, ein uppi með bama- hópinn, 5 að tölu á aldrinum tveggja til sex ára. Á þessum tímamótum komu skýrt fram mannkostir Tómasar. Allt frá þessu ári fram til hinstu stundar hefur verið á ferð „drengur góður og batnandi". Hið fyrsta sem Tómas gat hindrað var að heimilinu yrði sundrað og okkur bömunum komið fyrir hjá vandalausum. Nóg var hið ótímabæra fráfall föðurins, þótt aðskilnaður fjölskyldunnar bættist ekki við líka, eins og þá var enn víða siður. Eftir þetta tvinnast saman ham- ingjusaga okkar og Tómasar. Haustið 1930 giftust mamma og Tómas. Þau eignuðust tvö böm, Kristínu Ingibjörgu og Sigurgeir. Alúðin, ósérhlífnin og atorkan einkenndi öll störf Tómasar. Þar vora þau mamma og hann mjög samtaka. Heimilið komst næstum áfallalaust yfír kreppuárin svoköll- uðu. í öllum búskap komu eiginleik- ar húsbænda í ijós. Kýmar mjólkuðu vel og skiluðu góðum arði. Árlega var hægt að selja einn af þessum arðsömu gripum úr fjósinu. Á Miðhúsum var sinnt vel um hlunnindi og allt eyjagagn. Hver dúnhnoðri var tíndur, dúnninn seld- ist vel. Heyskapur og beit í eyjum var nýtt til hins ítrasta. Túnið var stækkað og peningahús öll byggð upg. Árið 1939 var útranninn ábúð- artími á Miðhúsum. Þá var flutt að næsta bæ, Reykhólum. Þar byijaði annrikið að nýju við uppbyggingu allra húsa, einnig íbúðarhúss, ásamt nokkurri túnrækt. Þá voram við systkinin eitthvað farin að létta undir og taka til hendinni. Það var mikið kappsmál að komast sem fyrst úr hinum fræga, en hrörlega gamla bæ á Reykhólum. Reykur úr hlóðaeldhúsinu barst um allan bæ, frost komst í öll íveraherbergi, þegar kaldast var, í haustrigningum lak úr þelqunni ofan í hvert einasta rúm. Mikill tími fór hjá Tómasi í störf utan heimilis. í hreppsnefnd var hann nær 3 kjörtímabil og um tíma oddviti. Lengi í stjóm Búnað- arfélagsins og Ræktunarsambands- ins, einnig í skólanefnd og mjög lengi í lgörstjóm, við forðagæslu, móttökumaður ullar og ullarmats- maður. í áratugi umsjónarmaður og útibússtjóri við verslun Kaup- félags Króksfjarðar á Reykhólum. Póstafgreiðslumaður frá 1947, meðhjálpari nú síðustu árin í Reyk- hólakirkju og söngflokki kirkjunnar yfír 50 ár. Ymislegt fleira er ótalið, en þannig unnið að eigi þurfti að ganga í verkin hans. í grein er Játvarður Jökull ritaði um Tómas er hann var 70 ára seg- ir m.a. „Tómas er framsóknarmað- ur og hefur verið óeigingjam og ósérhlífínn þar eins og annarstaðar, þar sem hann hefur lagt lið sitt fram. En vígði þátturinn í öllum hans margþætta sterka ævivað er þáttur samvinnunnar, sá sem hefir vaxið með honum frá blautu bams- beini norður í Þingeyjarsýslu allt frá morgni þessarar aldar. Svo mjög hefur bæði verk hans og hugsunar- háttur þótt skera sig frá því almenna vestur hér, að sagt hefur verið, að hann væri eini samvinnu- maðurinn fyrir vestan Gilsflörð ...“ síðar segir Játvarður: „ ... Hann er og hefur ávallt verið liðsmaður góður og hvergi skýlt sér að baki öðram...“ Þegar litið er til baka er svo margt sem okkur ber að þakka. Allt frá því er heimili mömmu var næstum því í rúst við fráfall föður okkar, þegar Tómas kemur og upp- hefst að nýju hamingjusamt lífshlaup. í sannleika sagt fínnst mér máltækið: „Fár sem faðir...“ alls ekki geta átt við Tómas. Tómas á svo stóran þátt í hamingju og uppeldi okkar systkinanna og síðar bamabamanna. Hjónaband og sambúð hans og mömmu einkennd- ist af ást og virðingu hvort fyrir öðra. Það, ásamt svo mörgu öðra, veitti okkur bömunum svo dýrmæta forskrift í okkar lífi. Sá eiginleiki að standa í skilum og bera umhyggju fyrir öðram var hið síðasta sem hann ræddi við mig þegar ég hitti hann og kvaddi hinstu kveðju. Hann hafði áhyggjur af því að hafa ekki gert ráðstafanir með að greiða sjúkrakostnaðinn á spítal- anum og við flutninginn. Hann ræddi ekki um sina líðan og erfíð- leika heldur aðeins sagði hann: „Líttu eftir henni mömmu þinni." Hjörtur Þórarínsson í minningu um látinn vin. Jafnvel náttúran syrgði’ann. Það hafði verið einmuna veðurblíða, sólskin og heiðskír himinn dagana fyrir andlátið. Þann sautjánda þeg- ar dagaði fóra fjallatoppamir að hverfa í þokusúldina. Smátt og smátt jókst’ún og var að lokum orðin að þéttum fíngerðum úða sem féll til jarðar í blíðviðrinu eins og tár manns sem syrgir góðan vin. Sl. sunnudag sat ég niðri við sjó, við vík þá sem sagt er að Grettir Ásmundarson hafi axlað naut það sem hann bar heim til Reykhóla. Mér varð litið til fjallanna, sveit- anna fögra sem umlykja allt í kring. Sólin baðaði hvíta fletina sem vora eins og tákn hreinleikans og skugg- amir bragðu á leik rétt eins og til að undirstrika stórleika umhverfis- ins. Ofan á sléttum haffletinum dönsuðu eyjaklasamir í hillingum og uppúr skýjabakkanum reis topp- ur Snæfellsjökuls eins og tákn mikilleikans sem á sitt að sækja að ofan. Þegar ég brá sjónaukanum að augunum og leit til Reykhóla, færð- ist sjónarhomið frá kirkjunni yfír að húsinu á hólnum. „Skelfing er allt tómt þar núna og mikið missir staðurinn ef þar verður autt til frambúðar," hugsaði ég, kannski ekki að ástæðulausu. Þangað hafði ég sótt kraft, hjartahlýju og um- hyggju á köldum haust- og vetrar- dögum, sem stundum gerðust langir í skammdeginu fyrir borgarbamið. Ég minnist þeirra stunda þegar við sátum í eldhúsinu og Tómas sagði sögur um ábúendur Barma eða taldi upp ömefni, fræddi um landamerki eða hvað eina sem ekki t Konan mín og móðir okkar, ÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR, Llndarflöt 43, lóst að morgni 19. febrúar. Ólafur Helgason og dwtur. t AÐALSTEINN FRIÐBJÖRNSSON, Strandgötu 5, Ólafsflrðl, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 19. febrúar. Magnús Guönason, Guðni Aðalsteinsson, Ásta Elnarsdóttlr. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNAR GUÐMUNDSSONAR, viðsklptafrœðings, Vatnsholtl 10, Raykjavfk. Þurfður Pálsdóttlr, Kristfn Arnardóttlr, Hermann Tönsberg, Guðmundur Páll Amarson, Edda Axelsdóttir, Layfey Arnardóttir, Gunnar örn Arnarson og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúö viö andlót móður okkar, ÁSGERÐAR HELGADÓTTUR frá Borgarnesi. Fjölskyldur Harðar og Helga Ólafssona. t Bálför móður minnar, tengdamóður og ömmu, RIGMAR KOCH MAGNUSSON, Sólheimum 23, Reykjavfk, fer fram frá Nýju Fossvogskapellunni miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Þökkum vinum hinnar látnu umhyggju og aöstoð við hana í veik- indum hennar. Magnús Óskarsson, Elfn Sigurðsson, Óskar Magnússon, Eydfs Magnúsdóttlr. t Við þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR BJÖRGVINS BJARNASONAR, Sólheimum 16, Reykjavfk. Einnig þökkum viö frábæra hjúkrun á deild ll-A Landakotsspítala. Guðrún BJÖrnsdóttir, Sigurmunda Guðmundsdóttir, Magnús Guömundsson, Hallfrfður Guðmundsdóttir, Karl Jósepsson, Bjarni Guðmundsson, Hólmfrfður Jónsdóttir, Baldur Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttlr, Björn Sigurðsson, barnabörn og barnabamabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móöur okkar og tengdamóður, SVÖLU NORÐBERG. Börn og tengdadætur. er alltaf í letur fært. Ég fann þá til smæðar minnar og minnar kyn- slóðar hvað varðar minni og minnisfestingu. Ávallt hugsaði ég „æ, bara ég hefði nú skriffæri til að festa þetta á blað“. Eða laugardagssíðdegið þegar við sátum f eldhúsinu, vindurinn og snjórinn gnauðaði fyrir utan. „Tóm- as minn,“ segir Steinunn þá, „þú ættir nú að fara með kvæðið fyrir hann Jón sem þú varst að fara með fyrir mig“. Svarið var fullt hlé- drægni og hógværðar. „Æ, ég held ég geti það ekki“. Við hófum þá tal um störf hans við söltun á kjöti þar sem hann á myndrænan hátt lýsti hvemig hann raðaði hveijum bitanum á fætur öðram í tunnuna barði þá niður með hnallinum og gætti þess að rétt magn salts og annars sem með átti að fara yrði ekki eftir. Síðan hvað hvalkjötið varð hæfílega salt — að það þurfti naumast útvötnun. Öll lýsingin var svo snilldarleg að ekki einungis handbrögðin urðu ljóslifandi heldur fannst einnig bragðið. Þegar frásögninni lauk þögðum við öll nokkra stund. Tómas sat fyrir enda borðsins. Steinunn teygði sig eftir hendi hans. Hann lygndi aftur augunum og hóf að þykja kvæði eftir Hannes Hafstein. Þar gætti sömu hrifnæminnar sem hreif alla með inn í straumiðu efnis og atburða. Einnig þá þreifaði ég eftir skriffæranum, en æ, þau vora ekki með. Ég man að ég hugsaði þegar stund þessi var liðin að þetta þyrfti ég að biðja Tómas að endurtaka. Eg sagði síðan stundarhátt við sjálf- an mig: „kannski er það orðið of seint". Gott var að ganga í smiðju Tóm- asar ef afla átti þjóðlegs fróðleiks. í því sambandi vil ég minnast eins atviks sem jafnframt sýnir vel hátt- prýði hans og tillitssemi fyrir samferðamönnum. í skólanum höfðum við verið að ræða um þjóð- trú og m.a. lesið úr þjóðsögum um álfa og drauga. Þá er það að ein- hver nemenda fer að spyrja um Rauðsokku, þekkta þjóðsagnarper- sónu tengda Reykhólasveit. Ekkert var að finna í tiltækum bókum um fyrirbærið og því nauðsyn og afla munnlegra heimilda. Ég legg því leið mína „Upp á Hól“ og segi er- indi mitt. Ekki stóð á svari og fleiri sögur fylgdu, sumar all nokkuð krassandi. En undir einni frásögn- inni segir Tómas að ekki sé hægt að nefna nein nöfn í þessu sam- bandi því það gæti sært afkomend- ur þeirra sem tengjast persónum í frásögninni, þó í nokkra ættliði sé. í síðasta sinn þegar ég kom „Upp á Hól“ og hitti Tómas, átti ég það erindi að sækja póstsendingu. Ekki fékkst afgreiðsla fyrr en að þegnu kaffí. Þegar Tómas ætlaði að standa upp og ganga fram gat hann það ekki án stuðnings. Ég vissi og fann að þetta var honum ekki að skapi, en þó betra en að rækja ekki skyldu sína. Margt annað minnisstætt væri hægt að rifla upp og geta um í samskiptum við þau sæmdarhjón, en ég læt þetta nægja. Ég þakka samfylgdina við góðan dreng. Þegar ég kveð Tómas er mér söknuður og tregi í huga. Mér fínnst ég svo mun fátækari í svo víðum skilningi. Mér fínnst ekki ofmælt að gefa minningunni um hann yfír- skriftina: „Orðvar — prúður — samvisku- samur." Eftirlifandi eiginkonu, Steinunni og öllum ættingjum hans sendi ég innilegustu samúðarkveðj- ur og bið þeim styrktar og blessun- ar. Gert á Reykhólum í lok þorra 1987. Jón Ólafsson, Börmum. Hann faðir minn elskulegur, Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum, er látinn eftir 2ja mánaða sjúk- dómslegu f Sjúkrahúsi Akraness. Hann fæddist í Stafni, Reykja- dal, Suður-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Kristínar Ingibjargar Pét- ursdóttur og Sigurgeirs Tómasson- ar, bónda í Stafni. Þau hjón eignuðust 8 syni, sem allir komust upp, og eina dóttur sem dó nokk- urra daga gömul. Bræðumir ólust upp við öll venjuleg sveitastörf en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.