Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 5
GÍSLI GUÐMUNDSSON:
ÞORKELL JÓHANNESSON
HÁSKÓLAREKTOR
„Skjótt helir sól brugðið sumri“. Þorkell Jóhannesson var að kveldi sunnu-
dags, hinn 30. okt. s.l., heill maður og kenndi sér ekki rneins. Hann var, sem
oftar, í vinnuhug. Mörgu var að sinna: Kennslustörfum, skólastjóm í æðstu
menntastofnun þjóðarinnar á nýbyrjuðu starfsári, menningarmálum öðrurn og
félagsmálum, sem hann var við riðinn. Á liðnu sumri hafði hann verið í lang-
ferðurn, bæði vestan hafs og austan, og kannað áður ókunnar slóðir. Hann átti
eitir að brjóta það til mergjar, sem fyrir hann hafði borið, og miðla öðmm af.
Bók átti hann í smíðum. Llugurinn bjó yfir mörgu, er koma skyldi í framkvæmd,
ef ævi entist. Síðdegis dvaldi hann í vinnustofu sinni, lagði á ráð, hversu haga
skyldi störfum, og ræddi við nrenn í síma um þau efni, naut hinnar Ijúfu gleði
heimilisins og hugði gott til annríkis virkra daga, svo sem títt er unr starfsglaða
menn. En á áliðinni nóttu, hinn 31. október, kenndi hann lasleika og var fluttur
í sjúkrahús urn morguninn. Llm stund horfði svo, að takast myndi að ráða bót
á sjúkleika hans. Svo varð þó eigi. Bar andlát hans brátt að, um hádegisbil
þennan sarna dag.
Þorkell Jóhannesson var fæddur að Syðra-Fjalli í Aðaldal, 6. desember
1895. Foreldrar hans voru Jóhannes bóndi þar, Þorkelsson og kona hans, Svafa
Jónasdóttir.
Jóhannes faðir Þorkels (f. 15. jan. 1861, d. 2. júlí 1928) var sonur Þorkels
bónda á Syðra-Fjalli, Guðmundssonar bónda á Sílalæk í sömu sveit, Stefáns-
sonar hónda þar, Indriðasonar gamla bónda s. st., Árnasonar. Frá Indriða er
kölluð Sílalækjarætt. Voru það farsælir búmenn.
Guðrún Þorkelsdóttir frá Tjörn, kona Guðmundar á Sílalæk, var fimmti
maður frá Uluga Helgasyni, presti á Stað í Kinn, er uppi var á öndverðri 17.
öld, en Ulugi hefir orðið kynsæll, og er ætt við hann kennd. Sonur hans, Helgi,
bjó á Ytra-Fjalli, og átti Elínu Olafsdóttur, systur Amþórs á Sandi, en frá Arn-
þóri er sagt í þáttum urn galdramenn í þjóðsögum Jóns Ámasonar. Pétur Helga-
son bjó einnig á Ytra-Fjalli, en sonur hans var Vigfús á Geirbjamarstöðum,
faðir Þorkels á Tjörn. Um sr. Illuga kvað Indriði á Fjalli: