Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 5

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 5
GÍSLI GUÐMUNDSSON: ÞORKELL JÓHANNESSON HÁSKÓLAREKTOR „Skjótt helir sól brugðið sumri“. Þorkell Jóhannesson var að kveldi sunnu- dags, hinn 30. okt. s.l., heill maður og kenndi sér ekki rneins. Hann var, sem oftar, í vinnuhug. Mörgu var að sinna: Kennslustörfum, skólastjóm í æðstu menntastofnun þjóðarinnar á nýbyrjuðu starfsári, menningarmálum öðrurn og félagsmálum, sem hann var við riðinn. Á liðnu sumri hafði hann verið í lang- ferðurn, bæði vestan hafs og austan, og kannað áður ókunnar slóðir. Hann átti eitir að brjóta það til mergjar, sem fyrir hann hafði borið, og miðla öðmm af. Bók átti hann í smíðum. Llugurinn bjó yfir mörgu, er koma skyldi í framkvæmd, ef ævi entist. Síðdegis dvaldi hann í vinnustofu sinni, lagði á ráð, hversu haga skyldi störfum, og ræddi við nrenn í síma um þau efni, naut hinnar Ijúfu gleði heimilisins og hugði gott til annríkis virkra daga, svo sem títt er unr starfsglaða menn. En á áliðinni nóttu, hinn 31. október, kenndi hann lasleika og var fluttur í sjúkrahús urn morguninn. Llm stund horfði svo, að takast myndi að ráða bót á sjúkleika hans. Svo varð þó eigi. Bar andlát hans brátt að, um hádegisbil þennan sarna dag. Þorkell Jóhannesson var fæddur að Syðra-Fjalli í Aðaldal, 6. desember 1895. Foreldrar hans voru Jóhannes bóndi þar, Þorkelsson og kona hans, Svafa Jónasdóttir. Jóhannes faðir Þorkels (f. 15. jan. 1861, d. 2. júlí 1928) var sonur Þorkels bónda á Syðra-Fjalli, Guðmundssonar bónda á Sílalæk í sömu sveit, Stefáns- sonar hónda þar, Indriðasonar gamla bónda s. st., Árnasonar. Frá Indriða er kölluð Sílalækjarætt. Voru það farsælir búmenn. Guðrún Þorkelsdóttir frá Tjörn, kona Guðmundar á Sílalæk, var fimmti maður frá Uluga Helgasyni, presti á Stað í Kinn, er uppi var á öndverðri 17. öld, en Ulugi hefir orðið kynsæll, og er ætt við hann kennd. Sonur hans, Helgi, bjó á Ytra-Fjalli, og átti Elínu Olafsdóttur, systur Amþórs á Sandi, en frá Arn- þóri er sagt í þáttum urn galdramenn í þjóðsögum Jóns Ámasonar. Pétur Helga- son bjó einnig á Ytra-Fjalli, en sonur hans var Vigfús á Geirbjamarstöðum, faðir Þorkels á Tjörn. Um sr. Illuga kvað Indriði á Fjalli:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.