Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 10

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 10
8 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVARI í dalnum, og þar urðu þessi börn um fermingaraldur áhugasamir þátttakendur í fundahöldum og útgáfu félagsblaða. Með þjóðmálum fylgdust þau að hætti fullorðna fólksins og sköpuðu sér iijótt skoðun um þau mál og fleiri. Þau litu alvöruaugum á h'fið; bemskugleði þeirra var heimafengin eða úr heimi bókanna. — Stundum fóru unglingar af báðum bæjunum saman í ferðir á sunnudögum, þangað sem fagurt var eða víðsýnt nærlendis, út í Aðaldaishraun, upp á hálsinn eða heiðina, vestur á Fljótsbakka eða í Þingey. Þá voru reiðskjótar látnir spretta úr spori, spjaliað og sungið. Þó að ekki væru að jafnaði hafðir gæðingar einir í þeim ferðurn, má gera sér í hugarlund, að í brjóstum þessara bama dalsins fyrir 50 ámm hafi bærzt sú tillinning, er um það leyti varð að ljóði á vömrn þjóðskálds: „Sá drekkur livern gleSinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund“. Þeim fer nú fækkandi, er það reyna. Þorkell fór að heiman til náms haustið 1912, þá nálega 17 ára gamall. Settist hann þá í annan bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri og lauk gagnfræða- prófi þaÖan vorið 1914. Eftir það settist hann um kyrrt við búskap með for- eldrum sínum. Mun honum þá um skeið liafa verið efst í huga að gerast bóndi á föðurleifð sinni, og heima í sveit hans var almennt gert ráð fyrir, að svo myndi verða. Idann var talinn gott efni í búmann, stundaði fjármennsku og önnur bústörf af alúð og samvizkusemi og virtist una því vel. Leið til meiri eða minni forystu í sveitannálum og félagsmálum héraðsins stóð bonum eflaust opin. Að sjálfsögðu hafði hann á þessurn árum fleira fyrir stafni en bústörfin. Löngun og hæfileikar til að leggja stund á þjóðleg fræði var honum í blóð borið. Hann hafði aflað sér kunnáttu í erlendum málum, fyrst í heimahúsum1) síðar í Akureyrarskóla. Á þessum árum hélt hann áfram að leggja grundvöllinn að hinni yfirgripsmiklu og sjálfstæðu þekkingu sinni á sögu íslands og bók- menntum Islendinga og annarra þjóða. Ef hann hefði gerzt bóndi á Fjalli eftir föður sinn, má gera ráð fyrir, að hann hefði jafnframt haldið áfram að sinna bóklegum fræðum og skáldskap eins og ýmsir frændur hans í bændastétt. Um það verður þó ekki fullyrt. En um framtíð lians fór á annan veg en menn ætluðu. Sumarið 1917 kom skáldið Stephan G. Stephansson hingað til lands í boði íslendinga. Hann fór m. a. um Þingeyjarsýslu, enda þaðan ættaður. Þá rættist 1) Þau systkin urðu læs á dönsku með aðstoð foreldra sinna. Mér er tjáð, að Jóhannes hafi oft lesið upphátt á kviildvökum fyrir fólk sitt, og — eftir að börn hans fóru að geta fylgzt með — stundum danskar hækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.