Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 10

Andvari - 01.05.1961, Side 10
8 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVARI í dalnum, og þar urðu þessi börn um fermingaraldur áhugasamir þátttakendur í fundahöldum og útgáfu félagsblaða. Með þjóðmálum fylgdust þau að hætti fullorðna fólksins og sköpuðu sér iijótt skoðun um þau mál og fleiri. Þau litu alvöruaugum á h'fið; bemskugleði þeirra var heimafengin eða úr heimi bókanna. — Stundum fóru unglingar af báðum bæjunum saman í ferðir á sunnudögum, þangað sem fagurt var eða víðsýnt nærlendis, út í Aðaldaishraun, upp á hálsinn eða heiðina, vestur á Fljótsbakka eða í Þingey. Þá voru reiðskjótar látnir spretta úr spori, spjaliað og sungið. Þó að ekki væru að jafnaði hafðir gæðingar einir í þeim ferðurn, má gera sér í hugarlund, að í brjóstum þessara bama dalsins fyrir 50 ámm hafi bærzt sú tillinning, er um það leyti varð að ljóði á vömrn þjóðskálds: „Sá drekkur livern gleSinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund“. Þeim fer nú fækkandi, er það reyna. Þorkell fór að heiman til náms haustið 1912, þá nálega 17 ára gamall. Settist hann þá í annan bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri og lauk gagnfræða- prófi þaÖan vorið 1914. Eftir það settist hann um kyrrt við búskap með for- eldrum sínum. Mun honum þá um skeið liafa verið efst í huga að gerast bóndi á föðurleifð sinni, og heima í sveit hans var almennt gert ráð fyrir, að svo myndi verða. Idann var talinn gott efni í búmann, stundaði fjármennsku og önnur bústörf af alúð og samvizkusemi og virtist una því vel. Leið til meiri eða minni forystu í sveitannálum og félagsmálum héraðsins stóð bonum eflaust opin. Að sjálfsögðu hafði hann á þessurn árum fleira fyrir stafni en bústörfin. Löngun og hæfileikar til að leggja stund á þjóðleg fræði var honum í blóð borið. Hann hafði aflað sér kunnáttu í erlendum málum, fyrst í heimahúsum1) síðar í Akureyrarskóla. Á þessum árum hélt hann áfram að leggja grundvöllinn að hinni yfirgripsmiklu og sjálfstæðu þekkingu sinni á sögu íslands og bók- menntum Islendinga og annarra þjóða. Ef hann hefði gerzt bóndi á Fjalli eftir föður sinn, má gera ráð fyrir, að hann hefði jafnframt haldið áfram að sinna bóklegum fræðum og skáldskap eins og ýmsir frændur hans í bændastétt. Um það verður þó ekki fullyrt. En um framtíð lians fór á annan veg en menn ætluðu. Sumarið 1917 kom skáldið Stephan G. Stephansson hingað til lands í boði íslendinga. Hann fór m. a. um Þingeyjarsýslu, enda þaðan ættaður. Þá rættist 1) Þau systkin urðu læs á dönsku með aðstoð foreldra sinna. Mér er tjáð, að Jóhannes hafi oft lesið upphátt á kviildvökum fyrir fólk sitt, og — eftir að börn hans fóru að geta fylgzt með — stundum danskar hækur.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.