Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 84

Andvari - 01.05.1961, Síða 84
82 ANDVARI BJÖRN SIGFÚSSON fram óvíða verið minni \ ið Noregsstrend- ur en á þessum kafla. Bátaútgerðin gat bjargazt á því einu að sækja Lófótsveiðar í 100—500 km fjarlægð. Arstíðaatvinnu- leysi hefur verið mikið og útstreymi fólks til hafnarborga sunnar í landi. Skógar eru þar víðlendir og ná miklu nær sjó og hærra í hlíðar en í Troms- fylki. En aðaltréð er birki, nema í inn- dölum, og er lítil söluvara nema til eldi- viðar. Olíukynding breiðist út, svo að viðarhögg dvínar. Tveir bæir jafnstórir Tromsö eru þarna: Narvík, sem er út- skipunarstöð hins sænska málmgrýtis handan frá Kiruna á Lappmörk, og Boðin, sem er höfuðstaður fylkisins, enda- stöð járnbrautarinnar sunnan úr Þrænda- lögum og með þá aðstöðu í landi, sem að sumu minnir á stöðu Akraness. Þarna skerst Saltfjörður í landið líkt og Ilval- fjörður sunnan Akraness. Erlendir kaupmenn misskildu snemma nafn Boðinjar (s.hl. dreginn af vin = engjablettur, sbr. Björg-vin) og gerðu úr því Bodö, sem enn er nafn þessa verzl- unarstaðar, en Bodin lifir sem nafn á Bodö með umhverfi, vænni byggð. 1 landa- mærafjallinu Sulitjelma inn af Saltfirði (Sálpta) hafa Norðmenn lengi unnið kopar og fleira úr jörð, og er 2 þús. manna námubær við fjallið; hefur hann nýlega fengið járnbrautarstúf niður til útskipunarhafnar (ársframleiðsla aðeins 100 tonn af skoluðu málmgrýti). Af þorp- unum við Saltfjörð er stærstur kaupstað- ur Fauskar (Fauske), IV2 þús., og hefur beztu marmaranámu Norður-Noregs, og þar er verið að fullgera málmhúðunar- og blikksmiðju, sem reka skal með vinnu- afli 40 fatlaðra manna. Skipasmiðjur, ein þeirra fyrir stálbáta, og margar léttiðn- aðarverksmiðjur eru í Boðin og við Fauska, Finneið og í Rognan, sem er inni í Saltdal. Utflutnings- og Oslóar- viðskipti gegnum Bodö og kopamám urðu beint og óbeint kveikjan að iðn- væðingunni. I Glaumfirði sunnan við Saltfjörð er einnig risin ein mesta áburð- arverksmiðja Norðmanna (Norsk Hydro) sökum góðra virkjunarskilyrða þar, en við illa staðhætti að öðru leyti. Nútíminn kemur ekki til þeirra einna, sem sunnar búa en þetta, þ. e. sunnan Saltfjalls, sem grenið gat ekki flutt fræ sín yfir, og sunnan heimskautsbaugs og Svartíssins, jökuls, er nærir hinn fossandi Glaum, sem áburðarverksmiðja fjarðarins nýtur. Framfarirnar koma með tækninni, vegum og rafmagni, og í stað nytjalauss birkis er plantað barrskógum norður hina endalausu votviðraströnd. Allt er þetta norðar en Melrakkaslétta og skammdegisþyngra, aðeins miðsumarið er talsvert hlýrra en íslenzk nesjaveðrátta og bjargar skógi. Tugþúsundir hafa flutzt úr þessum fylkjum í hlýrri hafnarbæi; samt eru enn norðan Svartíss fjórum sinnum fleiri íbúar en lifa á íslandi utan Reykjavíkur og Flafnarfjarðar og jafnt þótt engar borgir hafi safnað þarna fólki; Bodö, Narvík og Tromsö gátu það sízt framar en Akureyri. Það sýnist vægileg ályktun, að utan Stór-Reykjavíkur geti ísland 21. aldar borið svo mörg hundruð þúsunda sem þörf hvers tíma krefur og við afkomu jafngóða hinni norsku á hverjum tíma. Sjálfkrafa gerist það auðvitað ekki. Einnig er víst, að þróun gerist mishratt mjög eftir landshlutum. Jarðhituð híbýli, vél- væddur búrekstur og iðjurekstur, fnll- komnustu samgöngur, menningarlegur aðgangur og hagsmunaauki að fullþroska héraðskaupstað i nánd, — þetta hlotnast ekki íslenzku dreifbýli hvar sem er á landinu, og hvergi allir hlutir í einu á sama mannsaldri. í öðrum löndum miðar þessu einnig hægt víða. Vafamál er, að hér þyki eins fábreytt að lifa og sum- staðar annarstaðar á Norðurlöndum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.