Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 18

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 18
16 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVARI vcrið stækkað og komið þar fyrir tilraunastofum í sambandi við kennslu í efna- fræði og eðlisfræði. Háskólinn hefir keypt liluta af stórhýsi einu í bænum handa náttúrugripasafni ríkisins, þar sem gert er ráð fyrir að koma safninu fyrir, unz sérstakt safnhús verður reist á vegum háskólans. Þá hefir háskólinn nú undanfarið haft mikið og veglegt hús í smíðum, sem mun verða í senn hátíða- og samkomusalur háskólans, kvikmyndahús og hljómleikahöll. I sam- handi við þessar framkvæmdir þurfti mörgu að sinna. — Það var eitt af áhuga- málum Þ. J. að hyggt yrði yfir Háskólabókasafn og Landsbókasafn, saman, í nágrenni við háskólann, og er trúlegt, að af því verði áður en langt líður. Eftir að Þ. J. varð háskólarektor, gafst honum minni tími til ritstarfa en hann hefði kosið, en sinnti þeim þó eftir föngum. Hann lét sér annt um há- skólann, vildi efla veg hans í hvívetna og var þess hvetjandi, að æska landsins aflaði sér þekkingar i nútíma vísindum ekki síður en hinum þjóðlegu fræðum. Hann var starfsamur maður að eðlisfari, og annríki var honum vel að skapi. Hann fór utan þegar á stúdentsámm sínum og oft síðan, einkum í seinni tíð, vegna skyldustarfa sinna á vegum háskólans. Oftast lá leið hans til Norður- landa en þó einnig til fleiri landa í Norðurálfu. Til Vesturheims fór hann tvisvar sinnum, dvaldi þar og kom víða. Síðari vesturförina fór hann á s.l. sumri, og lagði þá leið sína m. a. allt vestur til Hawaii-eyja á Kyrrahafi, sem nú eru eitt af sjálfstjómarfylkjum þeim, er mynda Bandaríki Norður-Ameríku. Mér þykir líklegt, að hann hefði látið verða af því að skyggnast um enn víðar á jarðarkringlunni, ef aldur liefði enzt til, enda trúlega átt þess kost. Þessum hlédræga manni, sem í æsku bjóst við að verða bóndi heima í dalnum, þar sem búið höfðu faðir hans og afi, voru þau örlög sköpuð að sækja heim há- borgir nýmenningarinnar í hinni víðu veröld og að taka sem oddviti íslenzkra mennta á móti virðingarmönnum í andans heimi og þjóðhöfðingjum, sem gist hafa þetta land. Hann leysti það allt vel af hendi, sér og þjóð sinni til sæmdar. Framkoma hans og viðmót vann honum hylli. Menntun hans og mannvit þurfti hvergi griða að biðja. — Hann hefði líka orðið góður bóndi heima í dalnum. I þessu samhandi hæfir að tilfæra þau ummæli, er einn gagnmerkasti sam- starfsmaður Þorkels Jóhannessonar, Jón heitinn Jóhannesson prófessor, lét falla um hann á sextugsafmæli hans fyrir limm árum: ,,I kringum hann ríkir ró hins menntaða manns, sem hefur komizt í jafnvægi við umhverfi sitt og hagg- ast ekki, hvað sem á dynur“. Þannig kom hann samverkamönnum sínum fyrir sjónir, er þeir kjöru hann til forsjár. Hann hefði getað tekið sæti innarlega á bekk íslenzkra ljóðskálda eins og hann átti kyn til. En hann var vandlátur við sjálfan sig og iðkaði ekki hina „vammi firrðu" íþrótt, eftir að hann var kominn af æskuskeiði. Eg varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.