Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 73
ANDVAHI
BRÚP FRÁ ÍSLANDI
71
Hvaleyri við Hafnarfjörð.
ur, súrt smjör, sem þeiin þykir sælgæti,
mjólk, blönduð vatni og sýru, og dálítið
af kjöti. Þeir fá svo lítið af brauði hjá
danska verzlunarfélaginu, að enginn
bóndi á það lengur en þrjá til fjóra mán-
uði á ári. Islendingar elda grauta úr elns
konar mosa (Lichen Islandicus)1) og
smakkast hann prýðilega. Karlmenn starfa
einkum að fiskiveiðum og róa til fiskjar
vetur og sumar. Húsfreyjurnar annast
gripahirðingu, prjóna sokka o. s. frv, og
það eru þær, sem fletja og herða fiskinn,
sem mennirnir færa í búið og um leið
eru aðalafurðir landsins.
Félag það, sem rekur hina lamandi
einokunarverzlun í landinu, sendirþangað
árlega 15—20 skip og flvtur út auk fisks-
ins dálítið af kjöti, æðardúni og fálkum,
sem eru seldir þar í landi á 15, 10 og 7
ríkisdali. Peningar eru afar sjaldgæfir, og
er því öll verzlun reiknuð í fiskum og
álnum vaðmáls. Alinin er jöfn tveim
fiskum og fjörutiu og átta fiskar jafn-
gilda spesíu-ríkisdal. Gulli voru íslend-
ingar kunnugri, þegar við fórum en við
komu okkar.
Islendingar eiga margt nautgripa, sem
oftast eru kollóttir, sauðfé hafa þeir líka
og afbragðs hesta og gengur hvorttveggja
úti á vetrum. Hundar eru margir en fátt
um ketti. Villidýr eru ekki önnur en
rottur og refir. Hvítabirnir koma frá
Grænlandi ár hvert með hafísnum, og
eru þeir óðar drepnir, svo að þeir skaði
ekki bústofn landsmanna og líka vegna
10 ríkisdala verðlauna úr konungssjóði.
Landss'tjórinn, sem nú er, hefur látið
flytja hreindýr til landsins, en tólf af
fimmtán dóu á leiðinni. Hin þrjú lifa
ásamt tveimur kálfum.
Furðulegt má það kallast, að skógar
skuli ekki þrífast í landinu, já, tré eru
1) Fjallagrös. Þýð.