Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 65

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 65
ANDVARI RIMUR OG RAUNVISINDI 63 ríflcga styrki. Á fjárlögum ársins 1961 eru hér veittar um 180 milljónir króna til kennslumála. Auk hinna beinu útgjalda þess opin- bera koma svo auðvitaS útgjöld nemend- anna sjálfra og aÖstandenda þeirra, og ennfremur tapaðar vinnustundir þeirra nemenda, sem náð hafa aldri til þess að taka þátt í framleiðslustörfum. Það er því augljóst og enda vitað mál, að skóla- ganga krefst bæði mikils tíma og mikilla peninga. Sjónarmið þjóðfélagsins hlýtur að vera, að þessum verðmætum skuli varið sem bezt, þannig að þegnarnir séu sem allra bezt búnir undir störf sín. Sjónarmið nemendanna sjálfra til skólagöngunnar er tvenns konar: Annars vegar er áhuginn fyrir þeirri menntun, sem skólagangan gefur, bins vegar er keppnin að því að öðlast þau réttindi, sem burtfararprófið kann að veita. Það skyldi enginn ætla, að löng skóla- ganga sé rétt aöeins leikur eða eitthvert tildur. Það er öðru nær, að svo sé. Skóla- ganga krefst mjög mikillar andlegrar vinnu ef nokkuð gagn á að vera að henni. Og meira en það. Skólaganga krefst mik- illar sjálfsafneitunar, ef hún er rækt, eins og til er ætlazt. Unglingur, sem situr í skóla sex tíma á dag og á auk þess að lesa og búa sig undir kennslustundirnar í aðra sex tíma, að minnsta kosti, bann á ekki eins margar frístundir og jafnaldri hans, sem stundar vinnu. Og auk þess, hann hefur ekki eins mikil auraráð. Nú, en samt hópast unglingarnir í skól- ana. Margir eru vafalaust haldnir löngun til þess að læra. Þessari ómótstæðilegu þrá til þess að menntast, löngun til að vita eitthvað. Þessi þrá nemandans til að fræðast er fyrsta skilyrðið til þess, að skóla- gangan komi að fullum notum. Meðan aðeins fáir gengu hér í skóla, þá var það algengast að til langrar skóla- göngu veldust unglingar, sem höfðu mikla löngun til náms. Nú er þetta orðið tals- vert breytt. Nú eru þeir orðnir fleiri, sem stunda framhaldsnám til þess að búa sig undir ákveðið starf og bæta aðstöðu sína í þjóðfélaginu. Skólagangan er þá orðin leið að settu marki, leið til atvinnu eða stöðu, sem talin er eftirsóknarverð. I þess- um hópi eru það svo allmargir, sem líta á skólagönguna sem leiðinlega torfæru er verður að yfirstíga til þess að öðlast ákveðin réttindi. Þessu fólki leiðist í skól- anum. Það fær aldrei nógu marga frídaga og notar hvert tækifæri til þess að losna frá náminu í lengri eða skemmri tíma. Glöggt dæmi um þetta er samþykkt sú, sem gerð var hér vcturinn 1958—59 í nokkrum framhaldsskólum. Gekk sam- þykkt þessi út á það, að nemendur ættu að yfirgefa skólann til þess að stunda sjómennsku og fiskveiðar. Þarna er eitt- hvað í ólagi. Það er í sjálfu sér nauðsyn- legt að einhverjir stundi sjómennsku og fiskveiðar, en þeir unglingar, sem valið hafa sér þá braut, sem liggur í gegn um menntaskóla og háskóla, þeir mega alls ekki við þess háttar töfum við nám sitt. Óski þessir nemendur í raun og veru eftir slíkum frátöfum, þá ættu þeir ekki að vera í skólanum. Annaðhvort er, að þessir unglingar eiga erfitt með nám og eru því komnir á ranga hillu, eða þá hitt, að námsgreinarnar vekja ekki áhuga þeirra, og komum við að því síðar. Sjónarmið forcldranna til framhalds- náms barna sinna er oft einfaldlega það að lofa börnunum að læra ef þau langar til þess og fjárhagurinn leyfir. Þetta cr eðlilegt og heilbrigt sjónarmið. En hitt sjónarmiðið er líka til, að börnin skuli læra, hvort sem þau vilja eða ekki, og án tillits til námshæfileika. Það má vel vera, að oft sé nauðsynlegt að hvetja unglinga til framhaldsnáms til að byrja með, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.