Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 83

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 83
ANDVARI 81 VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNFJÖLDA nú er oss mishollt af útlendum toga, verkað með yfirþyrmandi krafti, en þrótt- ur þjóðar væri smár til að samlaga sér betri hlutann af því með nægum árangri. Of seinir í keppni vi3 Háleygi og Kveni. Alhliða samanburður við eitthvert grannland færir þá helzt skýra ályktun, ef lítill er munur loftslags, samgangna, rafvæðingargetu og viðbúinnar starfsgetu þjóðanna. Þessum skilyrðum er fullnægt, ef Noregur norðan við 65° er borinn saman við ísland. Þar er um álíka land- stærð að ræða, en hér á landi eru að vísu stærri láglendi og rýmra um nautgripa- rækt, rýmri flugskilyrði, rýmri stórrekstrar- og sameiningarmöguleikar. Utflutnings- framleiðsla úr þeim hluta Noregs hefur til þessa verið enn einskorðaðri við sjávar- afurðir en íslenzka framleiðslan. Lesum landafræðina nánar: Nútímaþróun landbúnaðar, timbur- verksmiðja, námugraftar og málmvinnslu er ekki enn búin að breyta búsetuhlut- föllum svo norðarlega í Noregi og skapa öflugar miðstöðvar, þótt það kunni að verða brátt. Ósamræmi milli íslands og Hálogalands af þeim sökum var minna en það e. t. v. verður. Jarðhitinn íslenzki fer nú að skapa mismun, og fyrir efna- verksmiðjur munu nást hér a. n. 1. önnur hráefni en þar. Þótt löndin fari hér eftir hvort sína götu um framleiðslutegundir iðnaðar, virðast sæbyggðir hér geta tekið við jafnmörgu fólki og nú er við sömu skilyrði þar, og dreifing þess um strönd- ina yrði e. t. v. ekki með gerólíkum hætti. Árið 1760 voru ekki nema 40 þúsund manns fyrir norðan heimskautsbaug í Noregi eða álíka margir og skrimtu af móðuharðindin á Islandi. Island þótti betra en Finnmörk og Lófótur til land- náms um 900, og svo mun reynast enn. Þó búa nú um 380 þúsund manns í land- inu norðan þess baugs, en aðeins 178 þúsund hér á landi, sem er sunnan baugs- ins. Llm sögulegar orsakir að þcssum mismun tjóar ekki að fást. Og í saman- burði skal nú til viðbótar tekið eins langt suður og Flálogaland (núv. Nordland) nær, það er 65°. Landið þar fyrir norð- an bar 1958 431 þús. manns og skiptist í 3 fylki: Finnmörk, Troms- og Nordlands- fylki, en 2 hin síðari hétu að fornu Ilá- logaland. Finnmörk með 70 þús. íbúa er stór- lega víð og góð handa hreindýrum, og í beztu dölunum ætti túnrækt að takast viðlíka vel og í Norður-Múlasýslu, þótt vetur séu kaldari og lengri. Eiginlegir Lappar ná varla 10 þúsundum Noregs megin, en þeir og einkum Kvenir, hinn finnski ættstofn Idallbjarnar hálftrölls og Brunda-Bjálfa (Egla), renna óðum saman við norskan meirihluta norðurhjarans. Málmgrýtishreinsun á norsku og finnsku málmgrýti er aðalatvinnuvegur Kirkju- ness, sem er vaxandi kaupstaður við rússnesku landamærin, en Flammerfest, 5 þúsunda bær, er útgerðarmiðstöð. Fyrst þegar kemur í Vága suður, en svo hét að fornu kjarni Tromsfylkis, ger- ist líkingin náín við landslag og starfs- hætti á Vestfjörðum og Austfjörðum eða í Færeyjum. Höfuðstaðurinn Tromsö (12.2 þús.) gegnir menningarhlutverki á borð við Akureyri, en útgerð er meiri. I fylkinu búa 125 þúsundir manns. Byggðin er mun dreifðari í smáþorp en á Austfjörðum og Vestfjörðum, og hafa skipzt þar á uppgangstímar og kyrrstöðu- skeið nokkur á 20. öld. Sem stendur miðar vel áfram. Lófótsmiðin eru víð- fræg. Frá' Narvík suður að Naumudal er Nordland, og með nafninu Hálogaland hér á eftir á ég aðeins við það. Fylkið lifði til skamms tíma mest af sjónum. Síðan togaraöldin tók að hamla fiskisæld og fiskigöngum, hefur veiði méð landi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.