Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 89

Andvari - 01.05.1961, Side 89
ANDVARI VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNFJÖLDA 87 þarf ég aÖ minna nú á fyrri hraðvöxt af útgerð þar, senr vaxtarbroddur er vænstur. A þeim 50 árum síðustu, sem Reykjavík hefur sexfaldazt, varð þó dá- lítið meiri hlutfallsaukning á samlagðri íbúatölu Vestmannaeyja, Akraness og Keflavíkur (án Njarðvíkur og flugvallar, sem eiga sérorsök). Á köflum í ævi Akur- eyrar og Hafnarfjarðar greinir einnig frá hraðari atvinnuaukningu en í Reykjavík varð á sama tíma. Með hliðsjón dæma um kringbæjaþróun á Norðurlöndunr og fúsleika fslendinga til atvinnu og land- náms í þessum smákaupstöðum fimm, virðast engar líkur til, að framvegis standi á þjóðinni að ganga til starfa og upp- byggingar á menningarlífi í miðlungs- hæjum á gelgjuskeiði. Kcppni að jafnvægi í landsbyggð er t'ænlegri í fylgd með þeirri atorku en í fylgd íhaldsseminnar, sem að vísu á ýms- an annan rétt á sér. I smiðju hjá frændum Skallagrims. Rannsókn á auðlindum íslands er á frumstigi. Nýting hráefna, sem eðlisfræð- in hefur ekki enn gefið okkur leiðsögn til að nota eða tæknin af öðrum ástæð- urn ekki ráðið við, rnunu niðjar okkar stunda sér til hagsældar, og þeir rnunu gera furðulegar breytingar á landssvip og auðsuppsprettum þeim, sem þegar eru kornnar í notkun. Samt beinir nútíð miklu afli inn í framtíðina, og jafnvel fornhugsanir eru aflvaki. Þótt grein mín hafi haft það að mark- miði að vikka hugmyndir almennings með dæmurn og sundurleitum ábending- urn og sýna, hve skortur áætlana og stór- hugar er óafsakanlegur, þurfa aðrir að gera slíku stórmáli betri skil. Enginn má þar telja sig hlutlausan, ekki fremur en þegni leyfist tvirætt hlutleysi í þjóðarbar- áttu. í því orði, sem landnámsmaður forn vék að konungi sínum þá kveðjustund, er hann ákvað á laun með sér að flýja til íslands, kvaðst hann eigi til þess hera gæfu að veita honurn „þá þjónustu, sem ég mundi vilja og vert væri.“ Sem úrslitasvar við yfirmann ríkis, er logaði í stjórnarbyltingu, var þetta tundurör, sem hitti í mark og gerir það enn, meðan Egla er lesin. Getur enda geigað sem voðaskot í eitthvert nútíðar- mark. Skallagrímur átti ekki við aðra þjónustu en drepa til bróðurhefnda og gerði þessi orð sín að tvíræðu svari við beiðni konungs um þjónustu hans, og vildi Haraldur hárfagri fá þennan eða annan Þórólfsfrænda í sæti hins líflátna í Álöst í Harrni norður og bæta Þórólf í tómi, sem og varð. Eftir hann hófust þar konungsmenn af Hrafnistukyni Þórólfs, Finnur skjálgi, Eyvindur skáldaspillir, Hárekur í Þjóttu, og voru sumir afrendir garpar. Hvert stefna þeir nú eftir níu aldir? Hverfum á frændafund til að sjást þar um, sem kappsöm þjónusta og hölva- hætur tengdust að konungsboði. Hefjurn flug fyrir Vestfjörðum og fylgjunr breiddarbaug, sem liggur yfir ísafjarðarkaupstað, Kálfshamarsvík á Skaga, Ólafsfjörð, Húsavík, Ásbyrgi, Helkunduheiði, og komum á þeim baug þar að Noregi, sem Dyn og Dönnes eða Dynjarnes heitir og harnrar stynja undan brimsköflum. Lítum inn til meginlands yfir eyjar og sund frá Dynjarnesi, sem er allhá skerja- garðsey. Næst blasir við Sandnes og 2000 manna bærinn Sandnessjór á norðurenda Álastar, þeim sem var hújörð Þórólfs. Skútur, sem hann mannaði forðum til Lófóts og Vága að skrciðfiski, virðast stefna sömu erinda enn frá Sandnesi og í bug fyrir Dynjarnes. Haf og land og nytjun þeirra sýnast söm og voru á dög- um Eglu.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.