Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 27
ANnVARI
„AÐ TORTÍÐ SKAL HYGGJA"
25
Keldttr á Rangárvöllmn.
um á málin. Fyrir svo sem 80 árum hefði
það verið eðlilegt og ekkert við það að
athuga, þótt þeim hlutum væri kastað,
sem ekki voru lengur nothæfir, af þeim
ástæðum, að aðrir hlutir af sömu gerð
voru búnir til í þeirra stað. En nú er
viðhorfið breytt. Það hafa orðið þátta-
skil í þjóðmenningu vorri, og margt það,
sem afa okkar og ömmu var lífsnauðsyn,
er að hverfa okkur sjónum. Það verður
ekki okkar eign framar, nema það litla,
sem við getum hrifsað um leið og alda
tímans skolar því burtu.
Ég hef heyrt frá því sagt, að fyrir
nokkrum áratugum hafi komið hingað
til lands útlend kona, sem óskað hafi eftir
að fá að sjá íslenzkt hlóðaeldhús, en menn
hafi hummað fram af sér að sýna henni
það, fundizt, að það yrði þjóðinni til
lítils sóma, að sýna erlendri konu við
hvaða skilyrði og aðbúð íslenzkar konur
höfðu matbúið fyrir þjóð sína í þúsund
ár. Og þessi hugsunarháttur er alls ekki
fátíður, að ýmsum finnist þcir geta
minnkazt sín fyrir kotungshátt liðinna
tíma, hlóðaeldhúsin með taðgatinu og
búrkytrurnar gluggalausu. Það eru svo
margir hér á landi, sem gera sér í hugar-