Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 82

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 82
80 ANDVAKI IIJÖRN SIGFÚSSON staðir uxu.1) Aukinn skipakostur og sam- göngur, bætt veiðitækni, ræktun, vélvæð- ing í smáum stíl og síðar meiri, •— þetta og fleira innleiddi öld verkaskiptingar í landinu og veitti nýjan marmfjölgunar- grundvöll og hagsbætur. Kenning Indriða Einarssonar 1913 var á þessa leið: „Efnabagurinn cr stórum betri en fyrir 30 árum og þjóðareignin komin upp í 60 milljónir króna. Hvar sem fólkinu fjölgar, þar eykst verðmætið. Auðvitað getur því fjölgað of ört, en það skapar samt verðið. Nú á dögum er ekki meir en hálf velgengni landsmanna undir landbúnaðinum komin . . . Allar líkur eru til þess, að landsmenn verði 100.000 manns nálægt 1928, og um sama leyti er vonandi, að þjóðareignin verði 100 milljónir króna“ (Manntal á ísl. 1910, XV). Orð Indriða hafa meir en sannazt. Fjölgunin 1910—28 varð 40% meiri en hann hafði þorað að reikna með (íbúar um 106 þúsund 1928) og þó komu hags- bætur hraðar en því nam. Kreppan mikla dró úr fæðingum, en barnadauði hélt að vísu áfram að minnka. Af þessu vaxtarhléi spratt vinnuafls- skorturinn og sennilega einnig höfuð- stólsskorturinn, sem einkenndu íslenzkt framleiðslulíf hinn 6. aldartug, meðan beðið var eftir, að fjölmennari árgangar, fæddir 1943—60, komist á legg til að styðja þjóðarbúið með vinnu. En hefði hér dregið úr fæðingum jafnmikið og í Svíþjóð eftir 1930, hefði okkur reynzt ónóg sum vor á næstliðnum tug, þótt heil þjóð eins og Færeyingar hefði hætzt hér á vinnumarkaðinn. Af því má ráða, að okkur mundi hættu- legt að láta skriðinn, sem er á þjóðar- vextinum nú, verða að hléi t. d. á árun- um 1964—74 með þeim afleiðingum, að 1) Sbr. einkum Hallstein Myklebost: Norges tettbygde steder 1875—1950. Oslo 1960. um 1990 krefðust ytri sem innri vanda- mál þess, að tugþúsundir með óskylt tungumál flæddu hér inn. Aðeins eitt talnahlutfall af mörgum, er snerta málin, skal nefnt til dæmis um eðli íslenzka fólksleysisins eftir 1950: Árin 1948—58 fjölgar þjóðinni um 23% úr 138.5 þús. í 170.2 þús., en fjölgun á vinnandi fólki varð á sama tíma aðeins 16Vi% úr 56.8 þús. í 66.2 þús. Hefði vinnandi fólkinu fjölgað jafnhratt og hinu, hefði það orðið nærri 69.9 þús. eða 3.4 þúsundum fleira en var, og mundi þá framboð á karlmönnum til vertíðar- starfa einna e. t. v. hafa numið einu þúsundi meira en varð. Á 7. tug 20. aldar munu fjölgun starfsfólks og fjölgun þjóðar haldast betur í hendur, og leynir það sér ekki vorið 1961, þegar mann- fjöldi varð 178 þús. og aldursflokkahlut- föll hans orðin hagstæð. Engar rökræður hagfræðinga þarf til þess lengur að sanna, að Malthusarkenn- ing, upphafleg eða í bættri útgáfu sumra samdráttarfjármálamanna s.l. áratug, fær ekki sérlegan vorkunnardóm hjá sagn- fræðingum hér eftir. Enginn ber illvilja á formælendur hennar, heldur hitt, að þeir hafa gefið sér ósannaðar forsendur, oft markaðar stéttarþröngsýni, til að leysa reikningsdæmin eftir. Hefðum við haft það eins og frændur vorir í Fríríki írlands og værum enn kringum 86 þúsund eins og fyrir 50 ár- um eða tekið hinn gullna meðalveg Belga og fjölgað úr 781/2 þúsundi um aldamót í 90 þús. á þjóðhátíð 1930 og 101 þúsund árið 1960, væri hér allra vona máttur misstur og ástandið verra en þótt við hefð- um misst Kongó. Þá mundi t. d. árstíða- bundna atvinnuleysið vera hér miklu áleitnara en nú, fábreytni atvinnuvega væri ólæknandi. Hernámséhrifin á út- flutningsframleiðslu hefðu orðið henni niðurdrep. Menningarlega hefði allt, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.