Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 28

Andvari - 01.05.1961, Page 28
26 EINAR M. JÓNSSON ANDVAIU Glaumbær í Skagafirði. lund, að við höfum í þcssum cfnum sem öðrum staðið svo langt að baki frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum, að ekki væri rétt að halda á lofti minningu þess- ara erfiðu tíma, þeir væru bezt gleymdir. Hér er um æðimikinn misskilning að ræða. Að vísu eigum við engar sams konar skrauthallir og frændþjóðir okkar frá sín- um stórveldistímum, og land okkar gaf ckki af sér trjávið til bygginga, svo grjót og torf varð að nægja að mestu til húsa- gerðar, þegar á aldir leið. En kjör bænda- fólks hafa verið sízt lakari hér á landi en erlendis. Og margt er það, sem bendir til þess, að í engu landi, hvorki að fornu né nýju, hafi nokkru sinni verið meiri jöfnuður manna á meðal en einmitt í voru landi — sem betur fer. 1 Mora í Mið-Svíþjóð cr hinn svo nefndi Zorns gammelgárd, en það eru þrír bónda- bæir, bjálkahús, sem málarinn Zorn lét flytja á einn og sama stað. Elzta býlið er frá 12. öld, annað frá 14. og það þriðja frá 17. öld. Býli þessi bera ljósan vott um hin frumstæðu kjör bændafólksins á þess- um öldum. Allar eru þessar vistarverur kytrulegar og þröngar. í 12. aldar bygg- ingunni er opið eldstæði á miðju gólfi í aðalstofunni eða skálanum og hangir þar yfir stór pottur á hó úr lofti. Það er sam- eiginlegt einkenni á öllum dvrum, að þær eru lágar, en þröskuldar svo háir, að í hvert skipti, sem gengið er um þær, bar nauðsyn til þess að beygja sig og sam- tímis taka fæturna hátt upp. Rúm öll eru mjög stutt, svo að sennilega hefur fólk fremur setið í þeim en legið að nætur- lagi. Hestasveinninn hafði sitt rúm í hest- húsinu, og í þeirn seljakofum, sem fluttir hafa verið á þennan stað, má sjá, að vistarverur seljafólks og fénaðar hafa að nokkru leyti verið sameiginlegar að sum- arlagi. íslendingur einn, sem dvalizt hefur langdvölum á Jótlandi, hefur fullyrt við mig, að þar hafi það þekkzt til skamms

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.